Forritunarkennsla
Hólabrekkuskóli 2017
Forritunarkennsla í grunnskóla
Byrjuðum haustið 2014 með forritunarkennslu í einn tíma fyrir alla nemendur frá 1. og upp í 7. bekk.
Nemendur fengur 40 mínútur í forritun og 40 mínútur í Upplýsingatækni.
Veturinn 2015-2016 varð forritunarkennslan hluti af UT tímanum og hefur verið þannig síðan.
Til að hægt sé að gera þetta almennilega þarf að sinna þessu betur en í örfáar mínútur á mánuði og því var fyrsti veturinn okkar sá árangursríkasti.
Ýmislegt
Við höfum tekið þátt í Klukkutími kóðunnar og Vika kóðunnar sem eru alþjóðleg verkefni.
Við sjáum mikinn áhuga hjá yngri nemendum fyrsta veturinn okkar og þessir tímar reyndust hin bestu agastjórnunartæki því að enginn vildi missa af forritunartíma.
Nemendur sem voru jafnvel ólæsir tóku þátt. Mikil áhersla var lögð á Scratch og Code.org á yngri stigum og það var unun að sjá 6 ára nemendur klóra sig í gegnum Frozen forritun 3 sinnum á örfáum vikum, þrátt fyrir að hafa ekki náð almennilega tökum á lestri.
Micro:bit
Við fengum fyrstu Micro:bit tölvurnar í ágúst 2016. Þær voru upphaflega notaðar í kennslu í 7. og 8. bekk þar til við fengum bekkjarsett fyrir alla nemendur í 6. og 7. bekk.
Október 2016 voru Öndvegisbúðir í skólunum í Breiðholti fyrir alla nemendur í 6. bekkjum skólanna. Nokkrir nemendur í 8. bekk hjá okkur aðstoðuðu 10 nemendur úr öllum skólunum og kenndu þeim á smátölvurnar. Þannig var komin þekking inn í alla skólana í hverfinu.
Áskoranir og tækifæri
anna.maria.thorkelsdottir@rvkskolar.is
“Það er jafn alvarlegt að það sé ekki búið að kenna mér að forrita, eins og ef að mér hefði aldrei verið kennt að lesa”