1 of 25

Endurskoðun skólastefnu Grundarfjarðarbæjar

Íbúafundur 24. maí 2023

Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson ráðgjafi

2 of 25

Dagskráin

Dagskrá fundarins

  • Kynning á stýrihóp og verkþáttum - 5 mínútur.
  • Fyrirlestur - Gerð og mikilvægi menntastefnu sveitarfélaga - 15 mínútur.
  • Hópavinna - 60-70 mínútur.
  • Samantekt, spurningar og næstu skref - 20-30 mínútur.
  • Fundi lokið 19.00

Athugið! Eftir fundinn verður opið fyrir athugasemdir í 2 vikur í skjali sem verður hægt að skrifa í fyrir þá sem ekki komast á fundinn. Skjalið verður birt á heimasíðu sveitarfélagsins. Rafræn könnun verður opnuð í ágúst þar sem fólki gefst kostur á að koma sjónarmiðum á framfæri og leggja mat á styrkleika og tækifæri í stefnumótun menntunar.

Einnig er hægt að senda tölvupóst eða hringja í verkefnastjóra Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson á netfangið gunnthor@ais.is eða í síma 699-1303 og koma á framfæri ábendingum.

3 of 25

Stýrihópurinn

Hlutverk:

Stýrihópurinn ber ábyrgð á vinnu við endurskoðun skólastefnu Grundarfjarðarbæjar og gerð nýrrar menntastefnu með það að markmiði að ná breiðri samstöðu um stefnumótunina og skýra framtíðarsýn í menntamálum sveitarfélagsins.

Stýrihópinn skipa:

  • Loftur Árni Björgvinsson, formaður skólanefndar
    • til vara Signý Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi
  • Ágústa Einarsdóttir, bæjarfulltrúi
    • til vara Davíð Magnússon fulltrúi í skólanefnd og varabæjarfulltrúi,
  • Margrét Sif Sævarsdóttir, skólastjóri Leikskólans Sólvalla
  • Sigurður Gísli Guðjónsson, skólastjóri Grunnskóla Grundarfjarðar og tónlistarskóla
  • Með hópnum starfar Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri

Helstu verkefni:

Halda utan um, stýra og tryggja að eftirfarandi vinna eigi sér stað:

  • Greining á núverandi stöðu skólastefnu frá 2014 og stöðu skólanna.
  • Móta nýja stefnu; menntastefnu, framtíðarsýn og innleiðingaráætlun stefnunnar.
  • Forgangsröðun aðgerða við innleiðingu stefnunnar til þriggja ára.
  • Víðtækt samráð við starfsfólk skólanna (leik-, grunn- og tónlistarskóla), nemendur, foreldra, kjörna fulltrúa, aðra hagsmunaaðila og íbúa um mótun stefnunnar.

4 of 25

Af hverju?

  • Núgildandi stefna frá 2014.
  • Ný menntastefna Íslands 2020-2030.
  • Lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna 2021.
  • Endurskoða/meta framtíðarsýnina og hvernig hefur gengið að ná þangað sem við viljum ná.
  • Kerfisbundið umbótastarf - stefnan innleidd og farið í gegnum alla þætti menntastarfs.
  • Mikilvægt tæki fyrir sveitarfélög.
  • Verðmætur málaflokkur á alla vegu!

5 of 25

Endurskoðun menntastefnu 2023

  • Hverju hefur gildandi stefna skilað?
    • Árangur og viðmið ?
  • Hversu vel stöndum við okkur?
    • Hvernig vitum við það? Hver eru viðmiðin?
    • Skipulag-grunnskóli-tónskóli-Eldhamar-Sólvellir…
      • Er þetta gott fyrirkomulag? Eru tækifæri hér?
  • Styrkleikar/veikleikar
    • Stöðumat
      • Unnið úr fyrirliggjandi gögnum (kannanir, innra og ytra mat), vettvangsheimsóknir, skoðun íbúa ofl.

6 of 25

SVÓT-Stöðumat-gögn sem liggja fyrir

7 of 25

Hvert er ferðinni heitið?

Stefna, markmið, aðgerðir - Hvað þurfum við að gera til að ná framtíðarsýninni?

Hvar erum við stödd?

Framtíðarsýn

8 of 25

Endurskoðun menntastefnu 2023

9 of 25

Framtíðarsýn

10 of 25

Stefna

11 of 25

Stefna

12 of 25

Innleiðing-dæmi

13 of 25

Framgangur-mælaborð skólanefndar-dæmi

14 of 25

Framgangur-mælaborð skólanefndar-dæmi

15 of 25

Áherslur menntastefnu, aðalnámskrár, heimsmarkmiðin, barnvænt samfélag, OECD ofl.

16 of 25

Stóru steinarnir - Leiðarljós nútíma skólastarfi á Íslandi

17 of 25

OECD áttavitinn - Framtíðarsýn til ársins 2030

  • Börn séu rannsakendur í eigin umhverfi
  • Mikil áhersla á samþættingu námsgreina - hagnýtt nám og grunnþekkingu námsgreina.
  • Mikil áhersla á félagslega hæfni, líkamlega hæfni og lykilhæfni.
  • Gildi og viðhorf eru lögð að jöfnu þessu þrennu.

18 of 25

Framúrskarandi menntun alla ævi

  • Jöfn tækifæri fyrir alla
  • Kennsla í fremstu röð
  • Hæfni fyrir framtíðina
  • Vellíðan í öndvegi
  • Gæði í forgrunni

Menntastefna til 2030

Fimm meginþættir

Þrautseigja, hugrekki, þekking, hamingja og sjálfbærni.

19 of 25

Birtingarmynd nútíma fyrirmyndar skólastarfs

  • Tilgangur
  • Byggir undir framtíðarfærni
  • Skemmtilegt og öruggt
  • Skapandi
  • Hefur tilgang og er merkingarbært
  • Byggir á þrautseigju - djúpnám
  • Fjölbreytt
  • Nám með leiðsögn
  • Fjölbreytt námsumhverfi

Fyrir nemandann

20 of 25

Birtingarmynd nútíma fyrirmyndar skólastarfs

  • Kennslufræðileg leiðsögn
  • Stuðningur - gæða nám og kennsla
  • Aðgengi að efni
  • Handleiðsla í starfi
  • Samvinna og samstarf við kennara í líkum störfum
  • Rammi um hæfniviðmið og gæði

Fyrir kennarann

21 of 25

..besti árangurinn þar sem...

  • Skólasamfélagið trúir að menntun sé þess virði að fjárfesta í
  • Og trúir að allir nemendur geti lært - gert ráð fyrir fjölbreytileika
  • Persónumiðað nám þar sem allir geti náð háleitum markmiðum
  • Stuðningur við kennara
  • Háleit markmið samfélagsins
  • Samstarf og samvinna allra
  • Byggt er á gæðum og skýrum viðmiðum

Hvað þarf til þess að vera framúrskarandi?

22 of 25

Hópavinna - Framtíðarskólastarf

  1. Hvernig ætti skólastarfi að vera háttað í Grundarfirði eftir 10 ár?
  2. Hvað einkennir gott skólastarf?
  3. Hvað er það sem er jákvætt og gott í skólastarfinu í dag sem við viljum ekki vera án?
  4. Mikilvægustu gildi sveitarfélagsins?
  5. Hvað var það mikilvægasta sem þið lærðuð á ykkar leik-, tón- og grunnskólagöngu?
  6. Hvað má bæta í skólastarfi sveitarfélagsins?
  7. Hvað er það sem við ættum að varast í skólastarfi að ykkar mati?

23 of 25

Hópavinna

  • Hópavinna. 60-70 mínútur.
  • STÝRIHÓPUR skrifar niður punkta og stjórnar umræðum í hverjum hóp, það má líka skrifa á blöð og Gunnþór setur inn, Gunnþór fer milli hópa.
    • Skjal hópur 1
    • Skjal hópur 2
    • Skjal hópur 3
    • Skjal hópur 4
    • Skjal hópur 5
    • Skjal hópur 6
    • Skjal hópur 7
  • Samantekt. 15-20 mínútur. Hópar kynna helstu niðurstöðu fyrir öllum fundarmönnum. Spurningar og umræður.
  • Fundi lokið 19.00

24 of 25

Samantekt og næstu skref

  • Vinna úr gögnum
  • Hvað segja nemendur-skólaþing í lok ágúst?
  • Endurskoða skólastefnuna
  • Innleiðingaráætlun með skýrum vörðum
  • Ný menntastefna tilbúin í september
  • Innleiðing hefst í október 2023

25 of 25

Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson

Ráðgjafi í Ásgarði skólaþjónustu

www.ais.is