1 of 39

Handbók um farsæld barna �í frístundastarfi

Skóla- og frístundasvið Reykjavíkur

2 of 39

Efnisyfirlit

  • Inngangur – glæra 3
  • Skyldur frístundastarfs – glæra 4
  • Tilgangur frístundastarfs – glæra 5
  • Frístundastarf fyrir alla – glæra 6
  • Farsæld barna í frístundastarfi – glæra 7
  • Farsæld barna í frístundastarfi-flæðirit – glæra 8
  • Lögbundin samvinna – glæra 9
  • Tengiliður - samþætting - málstjóri – glæra 10
  • Eyðublöð varðandi samþættingu þjónustu – glæra 11
  • Þrjú þrep fyrsta stigs þjónustu – glæra 12
  • Fyrsta stigs þjónusta – glæra 13
  • Verkfæri almennrar þjónustu – glæra 14
  • Sértæk þjónusta – glæra 15
  • Verkfæri sértækrar þjónustu – glæra 16
  • Einstaklingsmiðuð þjónusta – glæra 17
  • Verkfæri einstaklingsmiðaðrar þjónustu – glæra 18
  • Umsóknarferli um sértækan stuðning í frístundaheimilum og félagsmiðstöðvum – glæra 19
  • Sértækur stuðningur – glæra 20

  • Samvinna við foreldra sem ekki hafa íslensku sem móðurmál – glæra 19
  • Umsóknarferli um sértækan stuðning í frístundaheimilum og félagsmiðstöðvum, verkferill – glæra 20
  • Umsókn um aukna stuðningsúthlutun – glæra 21
  • Frístundastarf fyrir alla – glæra 22
  • Frístundastarf fyrir alla – glæra 23
  • Hegðun barna – glæra 24
  • Þvingun og valdbeiting í frístundastarfi – glæra 25
  • Fylgd í þjálfun utan húsnæðis frístundastarfs – glæra 27
  • Verkfærakistan – glæra 27
  • Sjónrænt skipulag – glæra 28
  • Sjónrænt skipulag – glæra 29
  • Sjónrænt skipulag, tímavaki – glæra 30
  • Félagsfærnisögur – glæra 31
  • Meðferð gagna – glæra 32

  • Úthlutun stuðnings – glæra 21
  • Einstaklingsáætlun – glæra 22
  • Samstarf við foreldra sem ekki hafa íslensku sem móðurmál – glæra 23
  • Umsókn um aukna stuðningsúthlutun – glæra 24
  • Samþykki forráðamanna á einstaklingsáætlun í frístundastarfi með rafrænum hætti – glæra 25
  • Meðferð gagna – glæra 26
  • Mat á árangri-endurmat – glæra 27
  • Mælingar á árangri og mati í frístundastarfi – glæra 28
  • Mælingar á árangri og mati í frístundastarfi – glæra 29
  • Skil á milli skólastiga – glæra 30
  • Hegðun barna – glæra 31
  • Þvingun og valdbeiting í frístundastarfi – glæra 32
  • Verkfærakistan – glæra 33
  • Sjónrænt skipulag – glæra 34
  • Sjónrænt skipulag – glæra 35
  • Sjónrænt skipulag, tímavaki – glæra 36
  • Félagsfærnisögur – glæra 37
  • Fylgd í þjálfun utan húsnæðis frístundastarfs – glæra 38

3 of 39

1.0 Inngangur

Tilgangur handbókarinnar er að halda utan helstu upplýsingar sem stjórnendur í frístundastarfi þurfa að vera meðvitaðir um í starfi sínu er varðar þjónustu við börn og unglinga sem þurfa sérstaka hvatningu og/eða stuðning til að geta tekið virkan þátt í starfi frístundaheimila og félagsmiðstöðva.

Í handbókinni má einnig finna verklag tengt farsæld barna og úthlutun stuðnings.

4 of 39

2.0 Skyldur frístundastarfs

5 of 39

2.1 Tilgangur frístundastarfs

Grunnhugmyndafræði frístundaheimila og félagsmiðstöðva er að bjóða upp á faglegt frístundastarf með frítíma og tómstundir barna að leiðarljósi. Starfið er byggt upp af virðingu og með barnalýðræði í forgrunni. Þar er óformlegt nám og frjáls leikur notaður til að kenna félagsleg samskipti og  reglur samfélagsins sem börn geta yfirfært á lífið út fyrir stofnunina. 

Frístundastarf stuðlar að jöfnuði og á þeim vettvangi finna börn gjarnan áhugasvið sín og hæfileika. Þau kynnast fjölbreyttum viðfangsefnum, efla með sér samkennd og samvinnu og tilheyra þar hóp jafnaldra sinna. Gæta þarf þess að jaðarsettir hópar í samfélaginu einangrist ekki heldur séu virkir þátttakendur í samfélaginu og fái sömu tækifæri og aðrir.

6 of 39

2.2 Frístundastarf fyrir alla

Meginmarkmið stuðnings í frístundastarfi er að tryggja jafnræði allra barna til þátttöku í öllu frístundastarfi, óháð líkamlegu og andlegu atgervi.

Þetta meginmarkmið er meðal annars grundvallað á Samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, Samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, Stefnu og starfsáætlun skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, Mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar og Frístundastefnu Reykjavíkurborgar.

Eins og viðhorf starfsfólks í frístundastarfi getur haft jákvæð áhrif á menntun fyrir alla þá geta þau líka verið hindrandi ef þau eru neikvæð í garð stefnunnar og/eða barna sem þurfa sértækan stuðning til að geta tekið fullan þátt í starfinu.

Þannig geta hindrandi viðhorf leitt til þess að stuðningur verði einkamál þess sem sinnir því hlutverki í frístundastarfinu. �Gæta þarf þess sérstaklega að ekki myndist togstreita í starfsmannahópum er varðar verkaskiptingu: „Hver á þetta barn, hver er með stuðning með þessu barni?“ „Á ég að sjá um þetta barn, er það ekki með stuðning?“. Allir eiga að sjálfsögðu að sinna öllum börnunum í frístundastarfinu, skipulag stuðnings má ekki valda togstreitu sem getur hindrað barn í að taka fullan þátt í frístundastarfi og slík viðhorf eru alls ekki í takt við hugmyndafræði um menntun fyrir alla.�

Ábyrgð forstöðumanna í þessu sambandi er mjög mikil og skipta viðhorf hans og þátttaka í skipulagningu stuðnings á hverjum stað gríðarlega miklu máli.

7 of 39

3.0 Farsæld barna í frístundastarfi

Farsæld barna í frístundastarfi grundvallast á lögum nr. 86/2021 um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. https://www.althingi.is/altext/151/s/1723.html

Frístundaheimilum og félagsmiðstöðvum ber að stuðla að markvissri velferð og farsæld barna í öllu sínu starfi.

Farsæld er skilgreind sem aðstæður sem skapa barni skilyrði til að ná líkamlegum, sálrænum, vitsmunalegum, siðferðilegum og félagslegum þroska og heilsu á eigin forsendum til framtíðar.

Farsæld barna er skipt í fyrsta, annars og þriðja stigs þjónustu.

Fyrsta stigs þjónustu tilheyrir grunnþjónusta eins og starfsemi leikskóla, grunnskóla, frístundaheimila og félagsmiðstöðva.

Annars stigs þjónustu tilheyrir einstaklingsbundinn og sérhæfður stuðningur eins og skammtímadvöl, stuðningsfjölskylda og persónulegur stuðningur (liðveisla).

Þriðja stigs þjónusta er sérhæfður stuðningur í samræmi við ítarlegt mat og er veitt af til dæmis Barna- og unglingageðdeild Landspítalans, Ráðgjafar- og greiningarstöð og Barnavernd.

Í frístundastarfi er veitt fyrsta stigs þjónusta.

8 of 39

9 of 39

3.2 Lögbundin samvinna

Þjónustuveitendur eiga að hafa fulla samvinnu sín á milli skv. lögum.

Þjónustuveitandi er sá sem veitir farsældarþjónustu og tilheyrir annað hvort stjórnsýslu ríkis eða sveitarfélags (eða einkaaðili með þjónustusamning).

Þjónustuveitendur eru m.a.: leikskólar, grunnskólar, frístundaheimili, félagsmiðstöðvar, framhaldsskólar, heilsugæsla, sérhæfð heilbrigðisþjónusta, lögregla, félagsþjónusta, barnavernd og einkaaðilar.

Forstöðumenn í frístundastarfi gegna skyldum varðandi þjónustu, upplýsingagjöf og samvinnu.

10 of 39

3.3 Tengiliður - samþætting - málstjóri

Öll börn og foreldrar skulu hafa aðgang að tengilið þjónustu í þágu farsældar barns eftir því sem þörf krefur. Tengiliður er starfsmaður þess skóla þar sem barn stundar nám og er sérstaklega skilgreindur sem slíkur. Tengiliður hefur hagsmuni barns að leiðarljósi og skal rækja starf sitt í samstarfi og samráði við foreldra og barn.

Þegar fyrir liggur að beiðni foreldra og/eða barns um að samþætting skuli hefjast getur tengiliður aflað upplýsinga um aðstæður barns frá þjónustuveitendum og þeim sem veita almenna þjónustu í þágu farsældar barns.

Ef fyrir liggur beiðni foreldra og/eða barns um samþættingu og þjónustu og ástæða er til að ætla að barn þurfi fjölþætta þjónustu á öðru og/eða þriðja stigs þjónustu til lengri tíma skal sveitarfélag þar sem barn á lögheimili tilnefna málstjóra þjónustu í þágu farsældar barns. Málstjóri er skilgreindur af Miðstöð Reykjavíkurborgar.

11 of 39

3.4 Eyðublöð varðandi samþættingu þjónustu

Gert er ráð fyrir að þar sem lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna hafa nú þegar tekið gildi séu þjónustuveitendur byrjaðir að vinna á grundvelli samþættingar, taka á málum snemma, vinna að lausn mála og svo framvegis.

Barna- og fjölskyldustofa veitir upplýsingar og ráðgjöf um samþættingu þjónustu vegna farsældar barna og barnaverndarmál fyrir starfsfólk sem vinnur með börnum.

Beiðni um miðlun upplýsinga til tengiliðar/málstjóra og vinnslu persónuupplýsinga skv. 15. gr. laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna nr.86/2021

Beiðni um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barns samkvæmt lögum nr. 86/2021

12 of 39

3.5 Þrjú þrep fyrsta stigs þjónustu

Í frístundastarfi er eingöngu veitt fyrsta stigs þjónusta sem getur þó verið skilgreind sem almenn þjónusta sem á við öll börn, sértæk þjónusta sem á við um lítinn hluta barna og einstaklingsmiðuð þjónusta sem á við um mjög fá börn.

13 of 39

3.5.1 Almenn þjónusta

Almennri þjónustu tilheyrir vinnulag og verkfæri sem allir starfsmenn veita öllum börnum eftir þörfum.

Einnig getur ráðgjafarþroskaþjálfi veitt ráðgjöf vegna einstakra barna og/eða barnahópa.

14 of 39

3.5.1.1 Verkfæri almennrar þjónustu

  • Allir starfsmenn vel meðvitaðir um þjónustuþarfir barns
  • Félagsfærnisögur
  • Heyrnartól
  • Hrós og hvatning
  • Markmiðasetning fyrir einstaklinga - mælanleg og raunhæf markmið
  • Myndrænt skipulag fyrir einstakling
  • Myndrænt skipulag fyrir hverja viku
  • Myndrænt skipulag fyrir hvern dag
  • Notkun á tímavaka í afmörkuðum verkefnum
  • Outreach - ná til þeirra sem eru óvirkir félagslega og þurfa af einhverri ástæðu sérstaka hvatningu til þátttöku
  • Reglulegt endurmat á þörf fyrir þjónustu
  • Regluleg ráðgjöf og leiðbeiningar ráðgjafarþroskaþjálfa
  • Regluleg samskipti við foreldra
  • Sértækt hópastarf – mæling á árangri fyrir og eftir
  • Snemmtækur stuðningur
  • Stýrt val

14

15 of 39

3.5.2 Sértæk þjónusta

Sértækri þjónustu tilheyra verkfæri sem þarf að nota til að styðja við hluta barna og/eða barnahópa svo þau fái notið sín í frístundastarfi.

Þar er átt við einstaklingsáætlanir, eftirfylgni og mögulega sértæka úthlutun stuðnings.

Forstöðumenn sækja um sértækan stuðning í samráði við ráðgjafarþroskaþjálfa og deildarstjóra.

Mikilvægt er að starfsstaður uppfylli viðmið um almenna þjónustu og þær bjargir sem tilheyra því þjónustustigi áður en sótt er um sértæka úthlutun fyrir einstaka börn.

Forstöðumenn skuli ávallt ráðfæra sig við ráðgjafarþroskaþjálfa varðandi mat á stuðningsþörf áður en málið er borið undir forráðamenn barns.

16 of 39

3.5.2.1 Verkfæri sértækrar þjónustu

  • Einstaklingsáætlun unnin út frá stuðningsáætlun barns
  • Fulltrúi frístundastarfs í stuðningsteymi ef þörf krefur
  • Lausnateymi
  • Markmiðasetning fyrir einstaklinga - mælanleg markmið (einstaklingsáætlun)
  • Mikil eftirfylgni ráðgjafarþroskaþjálfa sbr. markmið í einstaklingsáætlun
  • Reglulegt endurmat á þörf fyrir þjónustu og leiðum til að mæta barni
  • Rólegt svæði
  • Samhæfð/samþætt þjónusta með heimili, skóla og hlutaðeigandi aðilum
  • Sérstök forréttindi/fríðindi
  • Sértæk úthlutun
  • Upplýsingagjöf til málstjóra
  • Vara dagsáætlun

16

17 of 39

3.5.3 Einstaklingsmiðuð þjónusta

Einstaklingsmiðaðri þjónustu tilheyra verkfæri sem fá börn þurfa á að halda til að þau fái notið sín í leik og starfi.

Þá er þjónusta samþætt milli frístundastarfs og annarra stofnana og stuðningsteymi er starfandi í kringum barnið.

Stuðningsáætlun um samþætta þjónusta og eftirfylgd er höfð að leiðarljósi.

18 of 39

3.5.3.1 Verkfæri einstaklingsmiðaðrar þjónustu

  • Einstaklingsáætlun
  • Einstaklingsmiðuð dagskrá
  • Nemendaverndarráð
  • Sértæk úthlutun
  • Stuðningsáætlun
  • Stuðningsteymi

  • Foreldri getur ávallt óskað eftir aðkomu tengiliðs stofnunar að málefnum barns síns. Í því felst að foreldrið skrifar undir beiðni um samþættingu þjónustunnar í þágu farsældar barns, en slík beiðni heimilar vinnslu persónuupplýsinga, s.s. söfnun, skráningu, varðveislu, miðlun og samkeyrslu upplýsinga um barnið. Tengiliður í leikskólum eru sérkennslustjórar, og deildarstjóri stoðþjónustu í grunnskólum.
  • Hlutverk tengiliðar er að hafa hagsmuni barns að leiðarljósi. Hann skal rækja hlutverk sitt í samstarfi og samráði við foreldra og barn. Tengiliður veitir upplýsingar um þjónustu í þágu farsældar barns, aðstoðar við að tryggja aðgang að frummati á þörfum barns, skipuleggur og fylgir eftir samþættingu á fyrsta stigi þjónustu í þágu farsældar barns, kemur upplýsingum til sveitarfélags um þörf fyrir tilnefningu málstjóra í þágu farsældar barns og tekur þátt í starfi stuðningsteymis eftir því sem við á.

19 of 39

20 of 39

4.1 Sértækur stuðningur

Ef barn þarf á sértækri aðstoð að halda til að geta tekið fullan þátt í frístundastarfi þarf að sækja um sértækan stuðning. Það er gert með því að fylla út eyðublað þess efnis.

Gott samstarf við foreldra er mikilvægt í allri vinnu með börn og eykur líkur á að vel gangi í starfinu.

Foreldrar þurfa í öllum tilvikum að veita samþykki sitt fyrir því að sótt sé um sértæka úthlutun fyrir börn þeirra í frístundastarfi. Foreldrar þurfa að samþykkja allar einstaklingsáætlanir.

Eyðublaðið felur bæði í sér umsókn um stuðning sem og einstaklingsáætlun.

21 of 39

4.1.1 Úthlutun stuðnings

Úthlutunarteymi fer yfir allar umsóknir og afgreiðir en í því situr verkefnastjóri á skrifstofu frístundamála í málefnum fatlaðra barna, sem ber ábyrgð á úthlutun, ásamt ráðgjafarþroskaþjálfum.

Úthlutun er alltaf metin út frá félagslegri þörf barns fyrir stuðning sem og þörf fyrir umönnun. Úthlutun í frístundastarfi er ekki metin út frá greiningum.

Úthlutun er í formi fjölda starfsmanna sem starfsstaður getur ráðið til viðbótar við þann fjölda sem áætlaður er út frá reiknilíkani um fjölda barna í starfinu. Tilgangur þessara viðbótar starfsmanna er að mæta þjónustuþörfum þeirra sem sækja starfið.

Forstöðumaður ráðstafar sinni úthlutun í starfinu út frá þörfum einstakra barna eða barnahópa frá degi til dags.

Forstöðumaður getur óskað eftir aukinni stuðningsúthlutun ef hann telur þörf á.

Sjá nánar á Þekkingarmiðstöð í málefnum fatlaðra barna

22 of 39

4.1.2 Einstaklingsáætlun - unnin fyrir hvert skólaár

Ráðgjafarþroskaþjálfi aðstoðar forstöðumenn við gerð einstaklingsáætlana og gætir þess að markmið séu raunhæf og mælanleg.

Við gerð einstaklingsáætlana skal ræða við barn og foreldra um:

  • Styrkleika barns
  • Áhugasvið barns
  • Áherslur varðandi markmið og leiðir

Í einstaklingsáætlun kemur fram:

  • Greining barns (ef slíkt er fyrir hendi)
  • Þjónustuþörf
  • Styrkleikar og áhugasvið
  • Langtímamarkmið - mælanleg í takt við stuðningsáætlun barns (sé slík til)
  • Skammtímamarkmið - mælanleg út frá markmiðum frístundastarfs
  • Leiðir að markmiðum

23 of 39

4.1.3 Samstarf við foreldra sem ekki hafa íslensku sem móðurmál

Handbók um móttöku barna með annað móðurmál en íslensku í skipulagt frístundastarf

Reglur um undanþágu frá greiðslu gjalda fyrir dvöl á frístundaheimili vegna barna sem eru að hefja skólagöngu á Íslandi

Kostnaður vegna túlkaþjónustu við foreldra í frístundastarfi er greidd miðlæg. Túlkapotturinn er eingöngu ætlaður til túlkaþjónustu vegna barna en ekki starfsfólks.

Reikningar vegna túlkaþjónustu í frístundastarfi eru samþykktir á viðkomandi starfsstað og endurgreiddir.   

Mikilvægt er að þeir sem sjá um að panta túlka kynni sér gildandi rammasamninga um túlkaþjónustu og skoði verð og gæði túlkaþjónustu.

Nánari upplýsingar

24 of 39

25 of 39

26 of 39

4.2 Meðferð gagna

Persónulegar upplýsingar varðandi börn í frístundastarfi eru trúnaðarmál og þarf að varðveita öll gögn í læstum hirslum. Séu persónulegar upplýsingar geymdar í tölvu skal þess gætt að viðkomandi skrá sé læst með tryggum hætti.

Forstöðumaður ber ábyrgð á meðferð og vörslu þessara upplýsinga.

Aðgengi að þessum upplýsingum hafa þeir starfsmenn sem þær þurfa vegna starfa sinna. Þegar barn hættir í frístundastarfinu þarf að tryggja förgun þeirra með öruggum hætti.

Með tilkomu Persónuverndarlöggjafar (GDPR) frá því í júní 2018 hefur orðið mikil breyting á reglum um öflun, úrvinnslu og meðferð gagna sem innihalda persónuupplýsingar og eru forstöðumenn hvattir til þess að kynna sér þær vel. �

Í ljósi nýju laganna er sérstaklega mikilvægt að huga að eftirfarandi atriðum:

  • Fræðsla til foreldra og öflun skriflegs samþykkis þegar þess þarf, t.d. áður en sótt er um sértæka úthlutun
  • Huga að öruggri skjalavörslu og skilaskyldu á gögnum til Borgarskjalasafns í samræmi við lög um opinber skjalasöfn nr.77/2014. Fræða þarf foreldra um skilaskyldu
  • Mikilvægt er að vinnsla persónuupplýsinga sé málefnaleg og gætt sé meðalhófs. Á það bæði við um umfang og eðli upplýsinga sem skráðar eru. Aðeins skal skrá upplýsingar sem hafa þýðingu fyrir frístundastarfið. Foreldrar skulu upplýstir um skráningu upplýsinganna.

 

 

27 of 39

5.0 Mat á árangri - Endurmat

Markmið eiga alltaf að vera raunhæf og mælanleg og sett út frá þörfum barnsins og tilgangi frístundastarfs. Markmið skal vinna í samráði við foreldra og þau upplýst reglulega um stöðu barnsins.

Skammtímamarkmið ættu alltaf að vera með þeim hætti að þeim sé náð í síðasta lagi um áramót þegar endurmat er unnið fyrir hvert og eitt barn. Endurmat er hægt að vinna oftar en einu sinni á ári fyrir hvert barn og ætti að gera um leið og skammtímamarkmið hafa náðst hverju sinni.

Öll markmið þarf að endurvinna þegar þörf er á. Hvort heldur sem er þegar markmiðum er náð og/eða þegar ljóst er að markmið eru óraunhæf eða ekki í takt við stuðningsáætlun barns.

Ráðgjafarþroskaþjálfi aðstoðar forstöðumenn við endurmat og endurvinnslu markmiða.

28 of 39

29 of 39

30 of 39

6.0 Skil á milli skólastiga

Fjallað er um skil á milli skólastiga í Aðalnámskrá Grunnskóla og hversu mikilvægt er að þau séu hverju barni farsæl og góð. Það felur í sér að bæði grunnskóli og frístundaheimili séu undirbúin að taka á móti nýjum hópi hvert haust og að undirbúningur sé eins góður og kostur er á svo samfella myndist og byggt sé á reynslu og hæfni barnanna sem þau öðlast í leikskóla.

�Samkvæmt leikskólalögum eiga persónuupplýsingar að fylgja barni í grunnskóla án samþykkis foreldra ef þær skipta máli fyrir velferð og aðlögun barns.

Lögin taka ekki til upplýsinga frá leikskóla til frístundastarfs og því þarf leikskólastjóri að afla samþykkis foreldra fyrir upplýsingamiðlun með undirritun eyðublaðs þess efnis áður en skilafundur er haldinn svo forstöðumaður frístundaheimilis geti setið skilafundi. �

31 of 39

7.0 Hegðun barna

Ef barn sýnir frávik í hegðun í frístundastarfi skal leita allra leiða til að finna út hvað veldur vanlíðan hjá barni.

Ráðgjafarþroskaþjálfi getur aðstoðað forstöðumenn og starfsmenn til að finna lausnir í samráði við barn og foreldra.

32 of 39

8.0 Þvingun og valdbeiting í frístundastarfi

Bannað er að beita líkamlegu inngripi í frístundastarfi en í neyðartilvikum skal viðhafa ákveðin vinnubrögð sbr. verkferill um Viðbrögð við líkamlegu inngripi í frístundastarfi.

Ef til þess kemur að starfsfólk þarf að halda barni og/eða beita því þvingunum í því skyni að forða því sjálfu og/eða öðrum frá skaða ber að skrá það með ákveðnum hætti á eyðublað sem nefnist Skráningarblað vegna þvingunar og valdbeitingar í frístundastarfi.

33 of 39

9.0 Verkfærakistan

Í frístundastarfi er gott að tileinka sér að nota þau hjálpartæki sem til eru varðandi ramma og skipulag starfsins.

Skýr dagskrá og sjónrænt skipulag er dæmi um atriði sem nýtast öllum börnum.

Á vef Menntastefnu Reykjavíkurborgar eru einnig fjölmörg áhugaverð verkfæri

Ráðgjafarþroskaþjálfi getur leiðbeint með hvaða nálgun í vinnu og hvaða aðferðir geta hjálpað einstaka börnum í frístundastarfi.

34 of 39

9.1 Sjónrænt skipulag

  • Auðveldar framsetningu
  • Skilaboð verða skýr
  • Veitir aðlögun
  • Auðveldar raunhæfar kröfur
  • Veitir öryggi

35 of 39

9.2 Sjónrænt skipulag

36 of 39

9.3 Sjónrænt skipulag – tímavaki

  • Sýnir hvað tímanum líður
  • Hjálpar börnum að skynja hvernig tíminn líður
  • Færri árekstrar
  • Afmarkar tíma í verkefni, skiptistundir, útiveru og fleira

37 of 39

9.4 Félagsfærnisögur

Félagsfærnisögur nýtast oftast vel í frístundastarfi og eru auðveldar í notkun.

Þær eru leiðbeinandi, kenna rétta hegðun og útskýra hver rétt hegðun er og af hverju.

Hafa þarf að leiðarljósi að í sögunni komi fram hvað eigi að gera í ákveðnum aðstæðum.

Leiðbeiningar um gerð félagsfærnisagna má finna á:

http://krossgatan.is/sal/Felagsfaernisogur.pdf

https://www.greining.is/is/fraedsla-og-namskeid/hagnytt-efni-1/ad-gera-fealgshaefnisogur

38 of 39

10.0 Fylgd í þjálfun utan húsnæðis frístundastarfs

Börnum í frístundastarfi Reykjavíkur sem þurfa á sérstakri þjálfun að halda á tíma frístundaheimilis eða félagsmiðstöðvar og þurfa að sækja þá þjálfun utan starfsstöðvarinnar er ekki fylgt af starfsmönnum.

Úthlutun stuðnings er alltaf miðuð út frá barnahóp viðkomandi starfsstaðar og úthlutun er til starfseiningar í heild sinni. Úthlutun er ekki metin út frá fötlun eða greiningum heldur þörf barns fyrir félagslegan stuðning í frístundastarfi. Starfsmenn sem sinna stuðningi koma alltaf að þjónustu við hóp barna, þar af leiðandi geta starfsmenn ekki farið með einstaka barni út fyrir starfsstöð frístundaeiningarinnar.

Starfsfólki í frístundastarfi er ekki heimilt að fara með barn af starfsstöð í einkabíl.

39 of 39