1 of 19

�Þegar réttindi og velferð grunnskólabarna stangast á �

(Hvað gerum við ef beita þarf líkamlegum inngripum eða nota þarf einveruherbergi)

2 of 19

Tilgangur með nýju verklagi

  • Vitundarvakning um réttindi barna
  • Fjölmiðlaumræða um notkun á “gulum” og “rauðum” herbergjum
  • Starfsmenn í skólasamfélaginu eru óöruggir í vinnu með börnum. Hvað má og hvað má ekki?
  • Tilgangur með nýju verklagi er að styðja starfsfólk skóla við að rýna sitt verklag og þróa aðgerðir svo koma megi til móts við þarfir barna á sama tíma og velferð þeirra og réttindi eru tryggð.

3 of 19

Líkamleg inngrip og skert réttindi barna

  • Líkamleg inngrip má/á að nota (þegar allt annað hefur verið reynt):
    • Ef hegðun nemanda er hættuleg honum eða öðrum, eða til að koma í veg fyrir meiriháttar eignatjón (aðgerðum skal þó ávallt stillt í hóf).

4 of 19

Líkamleg inngrip og skert réttindi barna – frh.

  • Óheimilt er að beita líkamlegu inngripi í refsingarskyni eða hegðunarmótandi aðgerðum.
  • Óheimilt er að beita líkamlegu inngripi sem afleiðingu af óæskilegri hegðun í þeim tilgangi að draga úr tíðni hennar s.s. til að fá nemanda til að hlýða eða draga úr truflun.
  • Óheimilt er að hóta líkamlegu inngripi til að reyna að hafa áfhrif á nemendur.

5 of 19

Skilgreining á líkamlegu inngripi eða skertum réttindum

 a. Líkamlegt inngrip er t.d. nemenda er haldið.

b. Nemandi er fluttur milli staða gegn vilja sínum.

c.  Nemandi er lokaður inni í einveruherbergi eða ferðafrelsi hans skert með öðrum hætti.

6 of 19

Ef beita þarf líkamlegu inngripi eða skerða réttindi nemanda (óvænt atvik, stakt tilfelli)

Um leið og nemandi er rólegur og ekki stafar hætta af hegðun viðkomandi skal aðgerðum hætt.

  • Nemanda skal gefið svigrúm til að róa sig og ná stjórn á skapi sínu.
  • Nemanda skal boðið viðtal við aðila sem ekki var hluti af atvikinu þar sem viðkomandi fær tækifæri til að segja frá sinni hlið málsins og ræða um eigin líðan eftir atvikið.

7 of 19

Ef beita þarf líkamlegu inngripi eða skerða réttindi nemanda (óvænt atvik, stakt tilfelli) - frh.

  • Skólastjórnendum skal tilkynnt um málið, og ákveðið hver tilkynnir atvikið til foreldra/forráðamanna. Mikilvægt er að foreldrar/forráðamenn séu látnir vita eins fljótt og auðið er.

  • Atvikið skal tekið fyrir á nemendaverndarráðsfundi.

8 of 19

Ef beita þarf líkamlegu inngripi eða skerða réttindi nemanda (óvænt atvik, stakt tilfelli) - frh.

  • Atvikið skal skráð í skólanum á skráningarblaðið – Skráning þegar starfsmaður beitir líkamlega inngripi í skóla eða frístund
  • Atvikið skal tilkynnt til Fagteymis (nánar um Fagteymi síðar).
  • Ef atvikið felur í sér slys/meiðsli á fólki skal það skráð í slysaskráningarkerfið ATVIK á innri vef Kópavogsbæjar.

9 of 19

Ef beita þarf líkamlegu inngripi eða skerða réttindi nemanda (óvænt atvik, stakt tilfelli) - frh.

  • Ef nemandinn er fatlaður þarf að tilkynna það til Sérfræðiteymis um aðgerðir til að draga úr nauðung í þjónustu við fatlað fólk (https://www.stjornarradid.is/verkefni/felags-og-fjolskyldumal/fatlad-folk/radgjof-vegna-naudungar/).
  • Foreldrar skulu vera upplýstir um farveg málsins, s.s. hvar það er tekið fyrir og hverjir fá upplýsingar um málið.

10 of 19

Fagteymi

  • Fagteymi um réttindi og velferð nemenda skipað einum fulltrúa frá hverjum grunnskóla í Kópavogi hafa verið stofnuð.
  • Samráðsvettvangur grunnskóla þegar beita þarf aðgerðum sem hefta frelsi nemenda.
  • Fulltrúi skólans kemur til með að halda utan um þessa vinnu (fræðslu, skráningu, leiðsögn) innan hvers skóla.

11 of 19

Vinna fagteymis

  • Fagteyminu er einnig ætlað að rýna í lýsingu á atvikum og aðstoða starfsfólk við að leita leiða til að koma í veg fyrir að sambærileg atvik endurtaki sig.
  • Fulltrúi þess grunnskóla þar sem atvikið átti stað kynnir málsatvik eða fær annan starfsmann grunnskólans sem þekkir betur til málsatvika til að kynna.

12 of 19

Í kynningu til fagteymis skal koma fram:

    • hvað leiddi til þess að grípa þurfti til aðgerðanna,
    • hvaða hegðun nemandinn sýndi,
    • hvað starfsfólk reyndi að gera til að koma í veg fyrir að hegðun nemandans yrði hættuleg,
    • hvað var gert til að stöðva nemandann,

13 of 19

Í kynningu til fagteymis skal koma fram (frh.):

    • hversu lengi aðgerðin stóð yfir
    • hverjir tóku þátt og voru viðstaddir
    • hvaða aðgerðum var beitt til að tryggja öryggi
    • hvaða aðgerða verður gripið til að draga úr líkum á því að grípa þurfi aftur til sambærilegra aðgerða.

14 of 19

Vinna fagteymis – frh.

  • Teymið leggur mat á hvort nauðsynlegt hafi verið að grípa til þessara aðgerða eða hvort bregðast hefði mátt við með minna inngripi.
  • Teymið leggur einnig mat á þær aðgerðir sem grípa á til, til að koma í veg fyrir að sambærilegt atvik gerist aftur og aðstoðar starfsfólk við að leita leiða til að koma í veg fyrir sambærileg atvik.

15 of 19

Ef beita þarf líkamlegu inngripi eða skerða frelsi (oftar en 2 sinnum yfir skólaárið með sama nemandanum).

  • Móta einstaklingsmiðaða aðgerðaráætlun sem er kynnt er fagteyminu (skoðum betur á næstu glæru).
  • Fagteymið aðstoðar starfsfólk við að leita leiða til að árangurinn sé sem bestur.
  • Fulltrúi grunnskólans eða annar aðili grunnskólans kynnir verklagið og árangur fyrir fagteyminu með reglulegu millibili.

16 of 19

Í einstaklingsmiðaðri aðgerðaráætlun þarf að koma fram:

    • Hvaða hegðun kallar á líkamlegt inngrip
    • Lýsing á inngripi
    • Hvenær skal aðgerðum hætt (þ.e. hvenær er hegðun ekki lengur hættuleg)
    • Hvernig er unnið úr atvikinu með nemandanum
    • Hvernig aðgerðaráætlun er kynnt fyrir nemanda og hvernig hann fær áhrif á að hafa áhrif á hana

17 of 19

Í einstaklingsmiðaðri aðgerðaráætlun þarf að koma fram (frh.):

6. Fyrirbyggjandi aðgerðir

7. Hvaða hegðun á að kenna í staðinn fyrir hegðun sem þarf að hætta

8. Lýsingar á hvetjandi aðgerðum

9. Hvað, hver og hvernig á að skrá upplýsingar til að fylgjast með árangri

10. Upplýst samþykki foreldra/forráðamanna

18 of 19

Ef spurningar vakna um hvort aðgerðir skerði réttindi barna

  • Starfsfólk grunnskóla, nemendur og/eða foreldrar /forráðamenn geta sent fagteyminu fyrirspurn um hvort verklagið sé þess eðlis að það teljist til líkamlegs inngrips eða verið sé að skerða réttindi barns.

19 of 19