1 of 86

Fræðsla kennarar

  • Handbók -

2022-2025

2 of 86

Yfirlit

Seesaw hefur verið uppfært á margvíslegan hátt síðustu 3 árin. Frá nýjum og spennandi eiginleikum, yfir í algjöra endurhönnun og einfaldara viðmót.

Nánar á vefsíðu: www.seesaw.com

Kópavogur - nýtt

2

3 of 86

Hvað er Seesaw?

2022-2025

4 of 86

SEESAW LEARNING

  • Hver bekkur hefur afmarkað, lokað svæði fyrir verkefni. �
  • Hver nemandi hefur eigið svæði innan bekkjar og aðrir nemendur sjá ekki verkefni hvers annars nema kennari opni sérstaklega fyrir það. �
  • Ef opnað er fyrir svæði nemenda eru gerðar viðeigandi ráðstafanir s.s. með samþykki og fyrirvara. Slík opnun ætti að vera undantekning.

Stafrænt námsumhverfi

Október, 2025

4

5 of 86

SEESAW LEARNING

  • Námsferilsmappa, leiðarbók, safnmappa og sýnismappa.
  • Þar er að finna öll verkefni sem nemandinn vinnur í kerfinu og í einhverjum tilvikum utan þess s.s. myndir af hópverkefnum eða einstaklingsverkefnum í stofu eða jafnvel myndskeið af róbótaverkefni.

Svæði nemenda

5

6 of 86

SEESAW LEARNING

  • Kennari getur sett inn á svæði bekkjarins framboð verkefna og val á verkefnum sem nemendur vinna í kennslustund. �
  • Verkefnum fylgja fyrirmæli og leiðbeiningar á skriflegu formi, myndrænu formi með táknum (sjónræn) og í formi hljóðs (munnleg fyrirmæli). Þannig nær kennari til fjölbreytts hóps nemenda og nemendur geta leitað í fyrirmælin og leiðbeiningarnar eins oft og þeir þurfa. �
  • Verkefni sem kennari setur inn á bekkinn og nemandi vinnur geymist eingöngu á svæði viðkomandi nemanda.

Verkefni á svæði nemenda

Launch Date: BTS 2025

6

7 of 86

SEESAW LEARNING

  • Kerfinu er stjórnað á vefsvæði þar sem stjórnendur og kennarar stýra aðgangi.
  • Nemendur nota app til að vinna í kerfinu.
  • Stjórnandi (admin) skóla í Seesaw stofnar kennara og bekki í kerfinu og tengir bekk við kennara.
  • Stjórnandi stjórnar því hvaða afmarkaða hlutverk kennari hefur í stjórnun á kerfinu.
  • Kennari setur upp bekkinn með fornafni, fornafni og fyrsta staf í eftirnafni ef tveir bera sama nafn eða með gælunafni.
  • Prófílmynd er teiknimynd af dýri sem kennari velur af handahófi eða í samráði við einstaka nemanda. Þegar nemendur verða eldri (5. bekkur) skapa þeir eigin lýsandi prófílmynd sem þeir nota einnig sem prófílmynd í Google skólanetfangi þeirra sem er avatar prófílmynd. Prófílmynd er sett inn til að minnka líkur á ruglingi þegar kennurum fjölgar sem kenna nemandanum.

Stjórnun kerfisins

7

8 of 86

SEESAW LEARNING

  • Verkefnin eru sett upp fyrir bekk eða fyrir einstaka nemendur. Þannig getur kennari lagt fyrir léttari eða þyngri útgáfu verkefna fyrir einstaka nemanda eða á mismunandi tungumálum án þess að það beri mikið á því þar sem öll eru með sams konar tæknibúnað.�
  • Verkefnin gefa kost á að fjölbreytni sem höfða til mismunandi þarfa en jafnframt gefur Seesaw kost á að nemendur skapi sjálfir með fjölbreyttum, stafrænum verkfærum s.s. hljóði, mynd, myndbroti, texta og teikningu. Nemendur geta þannig allt í senn útskýrt með tali og teiknað svo dæmi sé tekið.

Dreifing verkefna

8

9 of 86

SEESAW LEARNING

  • Kennari getur flokkað verkefni í möppur í námsumhverfi bekkjar. Þannig getur stærðfræðikennari haldið utan um stærðfræðiverkefni bekkjarins á einum stað og samfélagsfræðikennarinn utan um verkefni sem tilheyra hans nemendum í annarri möppu.

Skipulag verkefna

9

10 of 86

SEESAW LEARNING

  • Kennari getur tengt hæfniviðmið úr skólanámskrá við einstök verkefni ásamt því að merkja þau með þáttum úr Barnasáttmála og Heimsmarkmiðum. �
  • Kennari getur metið hvort hæfniviðmiði er náð eða verkefni lokið og haft yfirsýn yfir hvern nemanda.�
  • Kennari getur tengt verkefni við fleiri en einn bekk eða einstaklinga í ólíkum bekkjum sem kemur sér vel fyrir sérkennara og sérgreinakennara sem kenna nemendum úr fleiri en einum bekk.

Tenging við aðalnámskrá

10

11 of 86

SEESAW LEARNING

  • Foreldrar sem skráðir eru í kerfið með eigin samþykki sjá fyrirliggjandi verkefni barns síns ásamt leiðbeiningum, skilaboðum og ábendingum frá kennara. �
  • Foreldri fær tengingu við unnin verkefni barns síns eftir að kennari hefur yfirfarið og birt það á vegg barnsins. �
  • Foreldri sér eingöngu verkefni sem barn þess á.

Foreldrar í kerfinu

11

12 of 86

SEESAW LEARNING

  • Nemendur í 1. – 4. bekk nota QR kóða til að skrá sig inn í nemendahluta Seesaw í Seesaw appinu merkt „Pupil Sign In“.�
  • Kennari býr til QR kóða og hefur hann aðgengilegan í kennslustofu þegar nota á Seesaw.

Innskráning

12

13 of 86

SEESAW LEARNING

  • Meginmarkmið með notkun Seesaw er að hafa aðgengilegan, sameiginlegan, stafrænan vettvang kennara, nemenda og foreldra til að aðstoða, leiðbeina og fylgjast með námsverkefnum sem tengjast hæfniviðmiðum námskrár. Kerfið gefur kost á námi og eftirfylgni með námi óháð stað og stund.�
  • Ekkert annað kerfi veitir sambærilega möguleika í einu kerfi þar sem foreldrar geta fylgst með stafrænum verkefnum barna sinna.

Markmið með notkun Seesaw

13

14 of 86

SEESAW LEARNING

  • Hægt er að vinna verkefni í kerfinu óháð staðsetningu og stund ef nettenging er til staðar. �
  • Nemendur geta unnið í kerfinu utan kennslustofu s.s. vegna heimskreppu, veikinda eða í leyfum frá skólasókn með fjölskyldu. �
  • Annað foreldri sem staðsett er fjarri heimili vegna vinnu eða vegna búsetu fjarri heimili barns, getur haft aðgengi að verkefnum, fylgst með námi og tekið þátt í að sýna viðbrögð og veita leiðbeiningu þrátt fyrir fjarlægð. �
  • Hægt er að hafa lokað fyrir samskipti á kennslutíma og stýra þeim tíma sem hægt er að sýna viðbrögð í kerfinu.

Aðgengi að verkefnum utan skólatíma

14

15 of 86

SEESAW LEARNING

Hægt er að stýra verkefnavinnu í Seesaw í skólastofu á rauntíma. Námsumhverfið flokkast til nýs stafræns námsumhverfis í stað hefðbundins námsumhverfis og er hluti af skólaþróun. Með notkun Seesaw má:

  • koma til móts við mismunandi þarfir nemenda í einstaklingsmiðuðu, stafrænu námi
  • skapa tækifæri fyrir alla til að þroskast á eigin forsendum í stafrænu umhverfi (Jafnrétti)
  • koma verkefnum og skilaboðum á einfaldan hátt til nemenda innan og utan skóla
  • efla sjálfstæði nemenda í námi
  • efla jákvæða og raunsæja sjálfsmynd (grunnþáttur Heilbrigði og velferð)...

Aðgengi að verkefnum á skólatíma

15

16 of 86

SEESAW LEARNING

  • bera virðingu fyrir manngildi hvers og eins (grunnþáttur Lýðræði)
  • jafna aðgengi nemenda að fjölbreyttum verkfærum sem nýtist þeim í námi óháð forsendum hvers og eins til náms
  • styðja við áhugasvið nemenda með fjölbreyttum og skapandi verkfærum við úrlausn verkefna …
  • efla nemendur og kennara í notkun námskerfa
  • hjálpa nemendum að læra með styrk þeirrar tækni sem í boði er hverju sinni
  • efla siðferðilega vitund nemenda í samstarfi og umgengni á stafrænum miðlum og hvernig þeir geta virkað fyrir samskipti og nám…

Aðgengi að verkefnum á skólatíma - framhald

16

17 of 86

SEESAW LEARNING

  • hafa til taks stafrænt námsumhverfi þar sem nemendum er m.a. kennt að umgangast lokað, stafrænt birtingarsvæði á uppbyggjandi hátt
  • bæta aðgengi nemenda að stafrænum námsgögnum og kenna þeim umgengni við þau
  • bæta aðgengi foreldra að verkefnum barnsins síns og leiðbeiningum og skilaboðum frá kennara og stjórnendum óháð staðsetningu
  • bæta aðgengi kennara að gögnum nemenda til yfirferðar og til að hafa góða yfirsýn yfir verkefni í mælaborði
  • auka fjölbreytni í kennsluháttum með því að nýta veflausnir við að ná hæfniviðmiðum aðalnámskrár

Aðgengi að verkefnum á skólatíma - framhald

17

18 of 86

SEESAW LEARNING

  • að styðja við sex grunnþætti menntunar sem ná til starfshátta, inntaks og námsumhverfis sem stuðla að samfellu í námi og speglast í daglegum verkum nemenda og kennara
  • efla nemendur í nýtingu veflausna og að kynnast tækninýjungum
  • auka vitund nemenda um örugga og ábyrga notkun nemenda á stafrænum miðlum
  • valdefla kennara í fyrirmælum til nemenda, sköpun og framlagningu verkefna og við yfirferð
  • styðja við samskipti heimilis og skóla um verkefni og námsframvindu nemenda
  • styðja við ákvæði Barnasáttmálans um réttindi barna

Aðgengi að verkefnum á skólatíma - framhald

18

19 of 86

SEESAW LEARNING

  • vinna að sjálfbærri þróun og styðja við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna
  • efla frumkvæði og frumleika (grunnþáttur Sköpun)
  • hagnýta hugmyndir og opna nýjar (grunnþáttur Sköpun)
  • styðja við fræðslu í stafrænni borgaravitund með kennslu á notkun kerfisins og hvernig við umgöngumst það. Stafræn borgaravitund greinist einkum í sex þætti: Jafnvægi í stafrænni notkun og vellíðan, friðhelgi og öryggi, stafræn fótspor og auðkenni, sambönd og samskipti, neteinelti, stafræn vanlíðan og hatursorðræða og frétta og miðlalæsi.
  • spara pappír og tíma (grunnþáttur Sjálfbærni).

Aðgengi að verkefnum á skólatíma - framhald

19

20 of 86

SEESAW LEARNING

  • styðja við bekkjarstjórnun, bekkjarmenningu og samfélaglega vitund um notkun stafrænna kerfa í námi (grunnþáttur Lýðræði).

Aðgengi að verkefnum á skólatíma - framhald

20

21 of 86

SEESAW LEARNING

Í riti um einn af grunnþáttum menntunar, læsi, (Stefán Jökulsson - Mennta- og menningarmálaráðuneytið og Námsgagnastofnun, 2012, bls. 9) er leitast við að lýsa með samanburði nýjum hugmyndum um námsumhverfi til samanburðar við þær hugmyndir sem hafa lengur haldið velli. Þennan samanburð má sjá í neðangreindri mynd. Seesaw stafrænt námsumhverfni fellur einkum að nýjum hugmyndum um námsumhverfi.

Hvers vegna Seesaw - Nauðsyn?

21

22 of 86

SEESAW LEARNING

  • Auk þess að leitast við að koma til móts við nauðsyn þess að þróa námsumhverfi í átt að nýjum hugmyndum er gengið út frá því að nemendur læri á mismunandi hátt. Sumir þeirra læri meira sem skapendur og miðlendur eigin þekkingar en sem móttakendur þekkingar sem kennarar miðla til þeirra. �
  • Notagildi námsferilsmöppu í kennslu er að hún gefur nemendanum tækifæri til að sýna styrk fremur en veikleika í námi og starfi, þar sem nemandinn vinnur út frá því sem hann getur gert. Notkun aðferðarinnar eykur sjálfsvitund og sjálfsgagnrýni þar sem nemandinn er meðvitaður um hvað hann getur og lærir gagnrýna hugsun. Notkun kerfisins gefur kost á stuðningi og leiðbeinandi endurgjöf. Frá sjónarhóli foreldra er notagildið fyrst og fremst meiri innsýn í nám barnsins og að veita því stuðning. Síðast en ekki síst gefur mappan grunn fyrir málefnalega umræðu í samtölum við kennara barnsins.

Hvers vegna Seesaw - Nauðsyn? - framhald

22

23 of 86

SEESAW LEARNING

  • Á vettvangi náms og kennslu hefur stafræn tækni haft áhrif á þau verkfæri sem í boði eru fyrir nemendur. �Í Kópavogi hafa nemendur eigin spjaldtölvu (iPad) til umráða sem námsgagn. Spjaldtölva hefur fjölbreytta athafnakosti þar sem öll helstu skilnings- og miðlunarverkfæri og málin sem þau snúast um (t.d. prentmál, myndmál og margmiðlun) eru nú saman komin í einu námsgagni. �Með því að taka ákvörðun um að spjaldtölvuvæða skólana er um leið sú ábyrgð falin skólunum að kenna nemendum að nýta spjaldtölvuna sem námsgagn.

Hvers vegna Seesaw - Nauðsyn? - framhald

23

24 of 86

SEESAW LEARNING

  • Námsumhverfið Seesaw var valið til að uppfylla markmið þess að að hafa aðgengilegan sameiginlegan, stafrænan vettvang kennara, nemenda og foreldra þar sem hægt er að vinna verkefni á netinu óháð staðsetningu og óháð stund, en síðast en ekki síst til að stýra verkefnavinnu í skólastofu í rauntíma. Námsumhverfið er kjörið í aðstæðum sem skapast í heimskreppum s.s. Covid 19 sem skemmst er að minnast.�
  • Til að nýta námsgagnið sem best þarf að kenna nemendum að umgangast tæknina, hafa stjórn á henni í skólastofunni og finna jafnvægi í daglegri notkun utan skóla, efla vitund nemenda og kennara um öryggi, réttindi og ábyrgð í stafrænum heimi um leið og eiginleg verkefni eru lögð fyrir.

Hvers vegna Seesaw - Nauðsyn? - framhald

24

25 of 86

SEESAW LEARNING

  • Í Seesaw er hægt að nýta fleiri en eitt verkfæri á sama tíma. Í Seesaw er einnig hægt að gera mun fleira en það sem gert með ritföngum.��Dæmi 1: Nemandi reiknar dæmi í Seesaw og segir um leið frá hvernig hann leysir það í hljóðupptöku.��Dæmi 2: Nemandi útskýrir með því að teikna og segja frá því sem miður fór í frímínútum, en sumir nemendur eiga erfitt með að segja eingöngu frá með tali. Frásögnin ásamt teiknimyndskeiði er hægt að miðla til foreldra og hafa þá þannig upplýsta um hvað miður fór og gefur þeim tækifæri á að ræða við barnið og veita því umhyggju.��Dæmi 3: Hægt er að fara í vettvangsferð og taka myndir og vinna síðan með þær í Seesaw þegar komið er í skólastofu.

Hvers vegna Seesaw - Nauðsyn? - framhald

25

26 of 86

SEESAW LEARNING

  • Seesaw hefur þann kost, einkum fyrir yngstu nemendurna, að einfalt er að innskrá sig inn með QR kóða og umgangast fjölbreytt verkefni og vinna þau allt í sama umhverfinu. �
  • Seesaw hefur eiginleika margra hagnýtra smáforrita fyrir nemendur þar sem þau geta leyst fjölbreytt verkefni á skapandi og uppbyggjandi hátt og miðlað þeim til kennara og foreldra/ forráðamanna sem skráðir eru í námsumsjónakerfi á spjaldi barnsins.�
  • Ekkert annað kerfi gefur þann kost að foreldrar séu virkir notendur í stafrænum námsverkefnasvæði barns þeirra og geta þannig bæði fylgst vel með og verið leiðbeinandi og hvetjandi fyrir börn varðandi verkefnavinnu.

Hvers vegna Seesaw - Nauðsyn? - framhald

26

27 of 86

SEESAW LEARNING

  • Í Seesaw getur kennari veitt foreldrum aðgang að verkefnum barns þeirra og foreldrar geta veitt fleirum ættingjum aðgang í samráði við barnið og kennara. Þetta getur verið foreldri sem býr fjarri barninu eða aðrir ættingjar sem barnið er sammála um að megi sjá verkefnin. �
  • Í Kópavogi veitum við eingöngu þeim aðgang að Seesaw sem eru skráðir á spjald barnsins í námsumsjónakerfi skóla.�
  • Þannig er Seesaw að breyta samskiptaumhverfi nemanda, foreldra og kennara á afgerandi máta.

Hvers vegna Seesaw - Nauðsyn? - framhald

27

28 of 86

SEESAW LEARNING

  • Með tengingunni er foreldri betur í stakk búið til að styðja við barnið í námsferlinu og taka þátt í samræðu við barnið um námið og einstök verkefni.

Hvers vegna Seesaw - Nauðsyn? - framhald

28

29 of 86

SEESAW LEARNING

  • Í Seesaw heldur kennari utan um verkefni nemenda og nemandi sem velur að vinna sitt verkefni á pappír getur tekið mynd af afurðinni og skilað í Seesaw. �
  • Seesaw verður þannig nokkurs konar framlenging og miðlunarverkfæri vinnu á pappír.

Hvers vegna Seesaw - Nauðsyn? - framhald

29

30 of 86

SEESAW LEARNING

  • Á sama hátt má varðveita sameiginlega afurð nemendahóps sem til dæmis er í formi leikrænnar tjáningar, útvarpsþáttar eða veggspjalds með því að taka upp eða taka mynd af afurðinni og deila með hópmeðlimum sem myndasamþykki liggur fyrir hjá. �
  • Áður hefði slík afurð eingöngu verið eign skóla, eins nemanda hópsins eða ruslafötunnar. Verkefni sem varðveitt eru með þessum hætti varðveitast sem eign nemanda út skólaárið og jafnvel lengur ef foreldri tekur afrit af gögnunum áður en þeim er eytt í kerfinu í lok skólaárs.

Hvers vegna Seesaw - Nauðsyn? - framhald

30

31 of 86

SEESAW LEARNING

  • Læra á hugbúnaðinn og hvernig á að umgangast hann á uppbyggjandi og öruggan hátt
  • Læra á stafræn, uppbyggjandi samskipti meðal samnemenda
  • Læra að bera virðingu fyrir eigin verkum og annarra
  • Tengja saman mynd og/eða texta við lausn verkefna með því að færa úr stað og staðsetja upp á nýtt
  • Lesa upphátt og taka upp (hljóð)
  • Lesa fyrirmæli og skilaboð frá kennara
  • Taka mynd (s.s. úti í náttúrunni eða af skapandi verkefni úr list- og verkgreinum)
  • Taka mynd og vinna með myndina
  • Sækja mynd á internetið

Gögn sem notuð eru í Seesaw - samþykktir gagnaflokkar

31

32 of 86

SEESAW LEARNING

  • Sækja mynd í tölvu sem unnið er á
  • Teikna mynd – teikna svar
  • Teikna og segja frá (mynd og hljóðupptaka)
  • Merkja inn á mynd með innslegnum texta eða öðrum stafrænum verkfærum
  • Lita mynd með fjölbreyttum, stafrænum verkfærum
  • Fylla inn í eyður
  • Vinna pdf verkefnablöð með stafrænum verkfærum
  • Leysa gagnvirk verkefni
  • Þjálfa aðgerðir við afmarkað viðfangsefni
  • Horfa á myndefni

Gögn sem notuð eru í Seesaw - samþykktir gagnaflokkar

32

33 of 86

SEESAW LEARNING

  • Hlusta á upplesið efni kennara
  • Hlusta á skilaboð og fyrirmæli frá kennara – hægt að hlusta aftur og aftur
  • Hlusta og bregðast við í verkefnavinnu
  • Taka upp hljóð
  • Hljóðbækur (háð leyfum)
  • Safna verkefnum í möppur eftir viðfangsefnum eða námsgreinum
  • Vinna með vefsíður sem kennari setur inn tengil á s.s. fuglavefinn
  • Sameina margar aðgerðir í einu og sama verkefninu
  • Ritunarverkefni með prentuðum og skrifuðum texta
  • Vinna með orð, orðaforða og málskilning.

Gögn sem notuð eru í Seesaw - samþykktir gagnaflokkar

33

34 of 86

SEESAW LEARNING

  • Hlusta, lesa og horfa á efni rafbóka
  • Skrifa athugasemd, ábendingar og leiðbeiningar
  • Merkja við verkefni sem þeim líkar
  • Spjalla (Chat) um verkefni (opnað á spjall eftir fræðslu um spjall möguleikann og umgengni við hann)
  • Spjalla við kennara og samnemendur þar sem kennari fylgist er með að samskiptin séu uppbyggileg (opnað á spjall eftir fræðslu um spjall möguleikann og umgengni við hann)
  • Tjá skoðanir án þess að ganga á rétt annarra (Lýðræði)
  • Fara í spurningaleiki
  • Taka þátt í könnun

Gögn sem notuð eru í Seesaw - samþykktir gagnaflokkar

34

35 of 86

SEESAW LEARNING

  • Leysa verkefni með því að svara spurningum, draga svar á réttan stað, fylla í eyður, svara fjölvalsspurningum eða taka þátt í könnun.
  • Þýða texta á yfir 100 tungumál beint innan kerfis. Þýðingin styðst við Google og virkar fyrir glósur, myndatexta, athugasemdir, tilkynningar og skilaboð.
  • Skapa með uppgötvunum, gagnrýnni hugsun, rannsóknum og ótal leiðum sem opna nýjar (sköpun)

Gögn sem notuð eru í Seesaw - samþykktir gagnaflokkar

Fylgja þarf reglum um myndir og myndbirtingar þegar unnið er með myndir og myndavél í Seesaw.

35

36 of 86

SEESAW LEARNING

  • Óviðeigandi efni sem nemendur setja inn í ærslagangi og hita leiks skal líta á sem tækifæri til að samræðu við nemandann, fræða hann og sammælast um að hafa ekki slíkt efni á í verkefnabók Seesaw þar sem aðrir geta séð verkið.�
  • Ef upp kemur misnotkun eða að unnið er í Seesaw á óviðeigandi hátt fer málið í farveg agabrota samkvæmt agastjórnunarstefnu skóla.�

Óviðeigandi efni

36

37 of 86

SEESAW LEARNING

Svæði til að skapa (Create from Scratch). Svæði þar sem kennari óskar eftir að nemandi skapi með alls kyns stafrænum tólum s.s. texta, teikningar, liti, tekið eða sótt stafrænar ljósmyndir, dregið til texta eða myndir og tengt saman eða dregið í sundur. Þetta svæði gefur ótal möguleika.

Möguleikar kennara til að búa til verkefni í Seesaw

37

38 of 86

SEESAW LEARNING

Búa til spurningaleiki með aðstoð gervigreindar (Create Quiz - AI) Kennari notar gervigreind til að búa til prófspurningar til að leggja fyrir nemendur sem eru sjálfkrafa metnar.

Möguleikar kennara til að búa til verkefni í Seesaw

september 2025

38

39 of 86

SEESAW LEARNING

Matsverkefni (Assessment). Kennari getur sett inn spurningar sem nemendur eiga að svara. Draga rétt svar á réttan stað (Drag and drop), eyðufyllingar (Fill in the Blank), fjölvalsspurningar (Multiple Choice) og könnun (Poll).

Möguleikar kennara til að búa til verkefni í Seesaw

39

40 of 86

SEESAW LEARNING

Hlaða upp verkefnum úr eigin tölvu (Upload Resources). Kennari getur hlaðið upp verkefnum s.s. myndir, myndskeiði (kennslumyndböndum) eða Google skjölum.

Möguleikar kennara til að búa til verkefni í Seesaw

40

41 of 86

SEESAW LEARNING

Tenglar (Link Resource). Kennari getur deilt tengli og notað margmiðlunarverkfæri.

Möguleikar kennara til að búa til verkefni í Seesaw

41

42 of 86

SEESAW LEARNING

Ritun texta (Note). Kennari getur safnað lengri textasvörum frá nemendum.

Möguleikar kennara til að búa til verkefni í Seesaw

42

43 of 86

SEESAW LEARNING

Deilir verkefnum með því að sækja (upload) skjal í eigin tölvu eða deila tengli sem opnast á skjá nemanda.

Möguleikar kennara til að búa til verkefni í Seesaw

43

44 of 86

SEESAW LEARNING

Leiðbeiningar fyrir nemendur sem nemendur geta sótt bæði sem texta og sem hljóð þar sem nemandi getur hlustar á fyrirmæli kennara.

Möguleikar kennara til að búa til verkefni í Seesaw

44

45 of 86

SEESAW LEARNING

Nemandi að lesa í Seesaw með hljóðupptöku sem bæði

foreldrar og kennari getur hlustað á síðar.

Að lesa í Seesaw

45

46 of 86

SEESAW LEARNING

Verkefnagerð - valmöguleikar kennara

46

47 of 86

SEESAW LEARNING

Verkefnagerð - valmöguleikar kennara frh.

Kennari getur á sínu svæði:

  • Merkt við einstök verkefni hvort hæfni sé náð eða verkefni lokið.
  • Fengið yfirlit yfir merkingar verkefna um hvort hæfni sé náð eða verkefni lokið (Foreldrar hafa ekki aðgang að þessum eiginleika).
  • Nýtt námsumhverfið til að efla með nemendum stafræna borgaravitund þar sem unnið er með raunveruleg, stafræn verkefni og verkfæri og um leið eflt vitund nemenda um virðingu fyrir eigin verkum og annarra, siðferði, höfundarétt, fals, stafræn fótspor, stafrænt einelti, kennt nemendum að nota spjallþráð og blogg ofl. með því að fræða, stýra og fylgjast með verkefnum, viðbrögðum og umræðum.

47

48 of 86

SEESAW LEARNING

Verkefnagerð - valmöguleikar kennara frh.

  • Getur sett inn upplýsingar eða leiðbeiningar um verkefni sem einungis er ætlað þeim kennurum sem hafa aðgang að verkefninu. Nokkurs konar kennsluleiðbeiningar um tilurð verkefnis og hvernig það er hugsað í notkun.�
  • Tengt hæfniviðmið aðalnámskrár við verkefnið þannig að það sjáist hvaða hæfni verið er að vinna að í hverju verkefni.�
  • Kennari getur alltaf séð viðmót verkefnis og prófað það áður en hann leggur það fyrir nemendur.�
  • Verkefni sem kennari býr til safnast upp á persónulegu verkefnasafni kennarans.

48

49 of 86

SEESAW LEARNING

Verkefnagerð - valmöguleikar kennara frh.

  • Kennari getur með keyptri útgáfu skóla eða sveitarfélags deilt verkefnum með öðrum kennurum innan síns skólans eða með Seesaw kennarasamfélaginu öllu.�
  • Kennari getur stjórnað sýnileika verkefna. Hann er í upphafi sjálfgefinn (Class Default). Hægt er að aðlaga hann þannig að verkefni birtist eingöngu kennara, eingöngu nemanda eða að hann birtist bæði fjölskyldu og kennara. Hægt er að breyta sýnileika færslu hvenær sem er með því að smella á möpputáknið undir færslu og velja nýjan sýnileikakost. Námssvæði nemenda ætti aldrei að vera opið öðrum nemendum nema í undantekningartilvikum með upplýstu samþykki nemenda og foreldra. Sama má segja um verkefni nemenda sem varpað er á skjá sem fyrirmyndarverkefni.

49

50 of 86

SEESAW LEARNING

Verkefnagerð - valmöguleikar kennara frh.

  • Getur séð hvort skilaboð hafi verið þýdd af viðtakanda í skilaboðabólunni.

Möguleikar á póstsendingum / skilaboðum í kerfinu:

50

51 of 86

SEESAW LEARNING

Gögn sem má ekki hafa aðgengileg í Seesaw

  • Lokamat á námsstöðu nemenda/einkunnir
  • Ítarlegar persónuupplýsingar – samtengjanlegar
  • Upplýsingar um heilsuhagi, t.d. um erfðaeiginleika, lyfja-, áfengis- og vímuefnanotkun
  • Upplýsingar um kynlíf og/eða kynhegðan
  • Viðkvæmar persónuupplýsingar eins og t.d. upplýsingar um uppruna, litarhátt, kynþátt, stjórnmálaskoðanir, trúarskoðanir eða aðrar lífsskoðanir
  • Greiningargögn nemenda
  • Einstaklingsáætlanir
  • Upplýsingar um hvort fólk hafi verið grunað, kært, ákært eða dæmt fyrir refsiverðan verknað

51

52 of 86

SEESAW LEARNING

Gögn sem má ekki hafa aðgengileg í Seesaw

  • Skýrslur sem innihalda viðkvæm persónugreinanleg gögn
  • Upplýsingar um stéttarfélagsaðild
  • Myndbandsupptökur af einstaka nemanda þar sem hann er persónugreinanlegur við athafnir daglegs lífs, við upplestur eða annað nám eða þjálfun.

�Gögn með viðkvæmum persónugreinanlegum upplýsingum nemenda og/eða starfsmanna, sem teljast vera viðkvæmar í skilningi laganna, má ekki hafa í Seesaw.

52

53 of 86

SEESAW LEARNING

Aðgát

Ávallt skal þess gætt að verkefni nemenda innihaldi ekki viðkvæm persónugreinanlega gögn. Þess vegna fer kennari yfir verkefnin áður en þau birtast á bekkjarsvæðinu (bekkjarveggnum).

Leyfilegt er að setja inn leiðbeinandi endurgjöf við verkefni. Ekki er leyfilegt að setja inn lokamat á námsstöðu nemenda. Lokamat fer fram í InfoMentor eða Námfús.

Þess skal sérstaklega gætt að verkefnin hæfi aldri og þroska nemenda. Einnig skal hafa í huga að hafa sum verkefni valkvæð og að þau geti valið verkefni eftir áhugasviði.��

53

54 of 86

SEESAW LEARNING

Aðgát

Kennarar skulu gæta þess að í Seesaw verði eingöngu gögn sem varða verkefnavinnu og nám nemenda og gæta þess að fylgja leiðbeiningum stjórnenda (admin) um stillingar á hugbúnaðinum.

Blogg - er ekki í boði fyrir 1. - 4. bekk

54

55 of 86

SEESAW LEARNING

Verkefni sem kennari býr til

Í kerfinu geta kennarar búið til eigin verkefni. Mikilvægt er að hafa fyrirmælin skýr og að þau hæfi aldri. Til að fyrirmælin nýtist líka þeim sem eiga erfitt með lestur er rétt að lesa inn fyrirmælin með hljóðupptöku. Með því að gera þetta er hægt að benda nemendum á að nýta sér það á meðan beðið er eftir frekari hjálp frá kennara. Stundum þurfa nemendur bara að heyra fyrirmælin aftur og geta þá haldið áfram við verkefnið án frekari aðstoðar. Þessi möguleiki kerfisins hjálpar til við að efla nemendur sjálfstæðum vinnubrögðum.

Verkefnin safnast upp í persónulegu verkefnasafni kennara sem hann hefur einn aðgang að. Með tímanum þegar kennari hefur reynslu af eigin verkefni er kominn tími til að deila því með kennurum innan skólans, annarra skóla í Kópavogi eða jafnvel Seesaw samfélaginu öllu.

55

56 of 86

SEESAW LEARNING

Verkefnasöfn og nýting þeirra

Í kerfinu er safn verkefna eftir kennara til að deila með nemendum. Aðgangur að söfnum fer eftir áskrift. Allir kennarar sjá eigin verkefni í persónulegu safni. Í skólaáskrift geta kennarar deilt verkefnum í verkefnasafn skólans þar sem allir kennarar skólans geta nálgast verkefnin. Í sveitarfélagsáskrift geta kennarar deilt verkefnum milli skóla innan sveitarfélagsins. Að lokum er hægt að deila verkefnum með öllum notendum Seesaw í heiminum.

Hægt að leita og sía eftir verkefnum á mismunandi tungumálum, þemum, greinasviðum o.s.frv.

Þegar verkefni í verkefnasafni er nýtt er það afritað með því að smella á hjartað efst til hægri á spjaldi verkefnisins. Þá fer afrit inn á persónulegt verkefnasafn kennara sem getur þar uppfært eða aðlagað að nemendum sínum og jafnvel gert fleiri en eina útgáfu af því til að einstaklingsmiða verkefnið.

Þegar verkefnið er fengið frá öðrum kennurum er talið æskilegt að uppruni þess (nafn höfundar) komi fram í texta um verkefnið þar sem kennsluleiðbeiningar birtast.

56

57 of 86

SEESAW LEARNING

Verkefnasöfn og nýting þeirra

Í kerfinu er safn verkefna eftir kennara til að deila með nemendum. Aðgangur að söfnum fer eftir áskrift. Allir kennarar sjá eigin verkefni í persónulegu safni. Í skólaáskrift geta kennarar deilt verkefnum í verkefnasafn skólans þar sem allir kennarar skólans geta nálgast verkefnin. Í sveitarfélagsáskrift geta kennarar deilt verkefnum milli skóla innan sveitarfélagsins. Að lokum er hægt að deila verkefnum með öllum notendum Seesaw í heiminum.

Hægt að leita og sía eftir verkefnum á mismunandi tungumálum, þemum, greinasviðum o.s.frv.

Þegar verkefni í verkefnasafni er nýtt er það afritað með því að smella á hjartað efst til hægri á spjaldi verkefnisins. Þá fer afrit inn á persónulegt verkefnasafn kennara sem getur þar uppfært eða aðlagað að nemendum sínum og jafnvel gert fleiri en eina útgáfu af því til að einstaklingsmiða verkefnið.

Þegar verkefnið er fengið frá öðrum kennurum er talið æskilegt að uppruni þess (nafn höfundar) komi fram í texta um verkefnið þar sem kennsluleiðbeiningar birtast.

57

58 of 86

Staðlar fyrir allt skólakerfið

Stjórnendur geta valið hvaða námsviðmið og matskvarðar eru notaðir.

Kennarar geta merkt verkefni með viðmiðum og metið þau við yfirferð á nemendavinnu.

SEESAW LEARNING

58

59 of 86

Mælaborð

Yfirsýn yfir virkni nemenda, kennara og foreldra

Sýnir fjölda verkefna sem hefur verið dreift, innskráningar fjölskyldna ofl.

SEESAW LEARNING

Seesaw leiðbeiningar & innsýn

59

60 of 86

Mælaborð námsframvindu

SEESAW LEARNING

Fylgist með framvindu á grundvelli námsviðmiða eftir skólum, árgangi eða námsgrein.

Gerir kennslu- og skipulagsákvarðanir gagnadrifnar.

Seesaw leiðbeiningar & innsýn

Beta

60

61 of 86

Verkefnasöfn

SEESAW LEARNING

Sérsniðið að þörfum skóla eða sveitarfélags.

Hægt að skipuleggja lotur, þema, námsgrein eða skólanámskrá.

Seesaw leiðbeiningar & innsýn

61

62 of 86

SEESAW LEARNING

Veitir skólum meira sjálfræði og sveigjanleika varðandi eigin staðla.

  • Skólar innan skólahverfis eða skólahóps geta valið uppbyggingu á stöðlum sem þeir vilja nota.

  • Þessi eiginleiki er sérstaklega hannaður fyrir alþjóðlega námshópa.

Sveigjanleiki í námsviðmiðum

62

63 of 86

Nýtt fyrir kennara!

2022-2025

64 of 86

SEESAW LEARNING

Sparaðu tíma með fjölvalsaðgerðinni sem er innbyggð í Creative Canvas

  • Veljið marga hluti í einu til að breyta lit, stilla röðun o.s.frv.
  • Sparar tíma í gerð verkefna.

Skapandi verkfæri – fjölval

64

65 of 86

SEESAW LEARNING

Einföld leið til að búa til verkefni

  • Einfaldari leið til að búa til verkefni með tilbúnum sniðmátum
  • Hentar vel fyrir ferilmöppur, próf eða söfn

Skapandi verkfæri – Sniðmát fyrir verkefni og hugkort

Launch Date: 1/31/25*

65

66 of 86

SEESAW LEARNING

Endurhönnuð verkefnasíða fyrir kennslustundir veitir notendum góða leiðsögn þegar þeir leita og úthluta verkefnum

  • Viðmið eru áberandi og auðvelt að leita
  • Auðvelt að skipta á milli verkefna og tilbúinna kennsluáætlana
  • Fljótlegt að breyta og sérsníða verkefni að þörfum nemenda

Endurhönnuð verkefnasíða

66

67 of 86

Lesfimipróf

SEESAW LEARNING

Gerir kennurum kleift að skilja fljótt framfarir nemenda í læsi, eins og greiningu orða og lesfimi, með því að safna og greina sjálfkrafa lestur nemenda í ensku og spænsku.

Tekur upp og greinir lestur nemenda sjálfkrafa (enska og spænska). �Gefur bæði heildaryfirlit fyrir bekk og nákvæma stöðuskýrslu fyrir hvern nemanda.

Skoðað verður hvort íslensk máltæknifyrirtæki geti stutt við þessa virkni.

Skýrslur fyrir bekki

Seesaw leiðbeiningar & innsýn

67

68 of 86

Opnar svargreinar

SEESAW LEARNING

Frjáls svörun eykur meiri sveigjanleika í mati

Safnar stuttum eða opnum svörum í prófum.

Býður bæði sjálfvirka og handvirka yfirferð ásamt yfirlitsskýrslu.

Algeng beiðni kennara!

Seesaw leiðbeiningar & innsýn

68

69 of 86

Lestu með mér

SEESAW LEARNING

Textar lesnir upp með orð af orði uppljómun fyrir byrjendur eða fjöltyngda nemendur

Þetta verkfæri styður við læsi og tungumálanám.

Hjálpar nemendum að tengja saman talað mál og ritað orð á áhrifaríkan hátt.

Seesaw leiðbeiningar & innsýn

69

70 of 86

Einbeitingarhamur

SEESAW LEARNING

Lágmarkið truflanir og tryggið að nemendur svari á þann hátt sem óskað er eftir í viðkomandi verkefni

Kennari ákveður hvaða verkfæri nemendur hafa á hverri síðu til að minnka truflun.

Algeng beiðni kennara!

Seesaw leiðbeiningar & innsýn

70

71 of 86

Sveigjanleg kort - Flexcard

SEESAW LEARNING

Þetta nýja verkfæri er eins og glósukort (flashcard), en með endalausum möguleikum! Þessi kort bjóða upp á fleiri sérstillingar og meiri fjölbreytni í verkefnum til að virkja nemendur og mæta einstaklingsþörfum

Með texta og myndum og/eða tali á báðum hliðum – allt að 30 einingar!

Seesaw leiðbeiningar & innsýn

71

72 of 86

Þýðingar

Er knúið að Google Tranlate og getur þýtt athugasemdir og skilaboð á yfir 110 mismunandi tungumál!

  • Notendur geta skrifað athugasemdir og sent skilaboð á móðurmáli sínu. Viðtakandi getur þýtt athugasemdina eða skilaboðin samstundis.

72

73 of 86

Námsmat

Tímasparnaður og sjálfvirk endurgjöf sameinast í Seesaw !

  • Fjölvalsspurningar, rétt/rangt, könnunarspurningar og dragðu á réttan stað
  • Gögn í rauntíma fyrir skólann

73

74 of 86

SEESAW LEARNING

Nýtt útlit á kennsludagbókinni – sami kraftur og gott aðgengi

  • Aðgengi að bekkjum er fljótlegur, skilaboð, vistuð verkefni og bókasafn�
  • Endurhönnuð leit og betra skipulag kennslugagna

Nýir möguleikar fyrir leiðsögn

Target Launch Date: July 9th

74

75 of 86

SEESAW LEARNING

Endurbætt verkefnasafn.

  • Nýtt útlit og einfaldari leið til að finna verkefni

Heimasvæði kennara

Target Launch Date: July 9th

75

76 of 86

SEESAW LEARNING

Endurhannað viðmót og öflug leit

  • Leiðsögn

  • Síun

Uppfærsla á verkefnasafni

Target Launch Date: July 2025

76

77 of 86

SEESAW LEARNING

Sama mælaborðið en annað heiti

  • Uppfyllir betur væntingar kennara þegar þeir opna mælaborðið�

Nýtt nafn á framvindumælaborði

Target Launch Date: BTS 2025

77

78 of 86

SEESAW LEARNING

Einfalt að búa til spurningaleiki sem matsaðferð

  • Stutt svör og opnar spurningar búnar til með sjálfvirkni

  • Innbyggt viðmót – engin aukaþjálfun eða nauðsyn þess að skipta yfir í annað kerfi

Spurningaleikir knúin af gervigreind

78

79 of 86

SEESAW LEARNING

Þú spurðir! Við svöruðum! Kynnum hér endurtekin verkefni!

  • Ósk margra kennara að fá þennan eiginleika inn
  • Tímasparnaður�
  • Kennarar geta úthlutað verkefnum fram í tímann. Dagleg, vikuleg eða mánaðarleg verkefni

Verkefnaflæði: Endurtekin verkefni

79

80 of 86

Betri skilaboð

Nýju skilaboða möguleikarnir gera kennurum kleift að hagræða samskiptum og koma öllum inn í námsrútínuna

Uppfærsla á skilaboða möguleikum sem inniheldur mikið af nýjum möguleikum sem innihalda:

SEESAW LEARNING

Hægt að sía og leita í skilaboðum til að finna námkvæmlega það sem þú ert að leita að

Hægt að þýða skilaboð á yfir 100 mismunandi tungumál

80

81 of 86

Nýtt fyrir nemendur!

2022-2025

82 of 86

SEESAW LEARNING

Einfaldari og nemandinn upplifir leiðsögn í verkefnum sem hjálpar nemendum að byrja, nálgast efni og að ljúka við verkefni sjálfstætt.

  • Auðveldara að byrja, finna efni og ljúka við verkefni án aðstoðar

  • Skýrt skipulag sem styður við sjálfstæði nemenda.

Liprara verkefnaflæði fyrir nemendur

Launch Date: July 2025

82

83 of 86

Rammar

Þú finnur kennslustundir með römmum í Seesaw verkefnasafninu

Þú getur bætt við römmum þar sem þú vilt staðsetja svör nemenda

Gerir nemendum auðveldara fyrir að sýna það sem þau kunna

Rammar opna sjálfkrafa valið verkfæri fyrir nemendur og staðsetja verkefni á réttan stað á skjánum.

Nemendur geta einbeitt sér að því að sýna fram á hæfni sína, sem tryggir að kennarar fái sem námkvæmasta mynd af því sem nemendur kunna eða geta framkvæmt

SEESAW LEARNING

83

84 of 86

Safn upplýsinga

SEESAW LEARNING

Dæmi um verkefni fyrir 6. bekk

Sveigjanleg, tilbúin sniðmát fyrir nemendur til að skrá og ígrunda nám sitt í sniði sem hægt er að nýta oft. Fullkomið fyrir rafrænar ferilbækur!

  • Veitir innsýn í nemendur sem námsmenn
  • Dýpri ígrundun nemenda
  • Til að fanga vöxt og vald á færni

84

85 of 86

Nýtt fyrir fjölskyldur!

2022-2025

86 of 86

SEESAW LEARNING

Þú spurðir! Við hlustuðum! Að geta halað niður einstaka verkefni

  • Algengasta beiðnin
  • Notendur geta nú sótt tilteknar síður eða heilar færslur til að hala niður eða vista sem sýnishorn.

Geyma (vista) núverandi síðu

Launch Date: 2/19/25

86