1 of 14

Umbúðalaus verslun

Dýrleif & Sóley

2 of 14

Hvað er búð án umbúða?

Búð án umbúða er verslun þar sem markmiðið er að nota engar umbúðir utan um matinn og vörurnar og fá fólk til að koma með sín engin ílát.

3 of 14

Hvar getur þú fundið búð án umbúða á Íslandi?

Á Íslandi eru til þrjár umbúðalausar búðir, á Akranesi, Reykjavík og Hafnafirði.

Búðin á Akranesi var stofnuð árið 2014 og búðin í Reykjavík árið 2018. Þetta er eina og sama verslunarkeðjan og hún heitir “Matarbúr Kaju”. Í þessum búðum er hægt að kaupa úrval af lífrænt vottuðum matvörum.

Búðin í Hafnafirði heitir Kryddhúsið og var stofnað árið 2015. Þessi búð selur krydd og te sem fæst í handpökkuðum vistvænum umbúðum eða PET plasti með álloki sem eru 100% endurvinnanlegt.

4 of 14

Afhverju væri sniðugt að hafa fleiri umbúðalausar búðir á Íslandi

  • Svo fólk geri sér grein fyrir því hvað það lætur mikinn úrgang frá sér.
  • Til þess að minnka umbúðarnotkun hér á landi.
  • Plastnotkun í heiminum er orðin allt of mikil.
  • 8 milljón tonn af plasti fer í sjóinn á ári.
  • Dýr verða fyrir margvíslegum skaða vegna plastmengunnar.
  • Við mannfólkið verðum líka fyrir skaða af völdum plastmengunnar sem valda truflunum á hormónabúskap líkamans.

5 of 14

Af hverju væri það ekki góð hugmynd að hafa umbúðalausa búð

Einu rökin fyrir því að þetta væri vond hugmynd væri að verðið á vörunum gæti hækkað.

6 of 14

Dýrin

Um það bil 1 milljón sjávardýra deyja á hverju ári af völdum plastmengunnar:

  • Skjaldbökur borða oft marglyttur en síðustu árin hafa Skjaldbökurnar í auknum mæli borðað plastpoka í staðinn fyrir marglyttur, því þær líta alveg eins út og plast í vatni. Plastið getur blokkað meltingarveg Skjaldbökunnar.

  • Selir hafa verið að festast í fisknetum og plast pokum sem valda því að þeir annað hvort deyja eða meiða sig mjög mikið.

7 of 14

  • Sjófuglar kafa í hafið til að veiða fisk, en veiða gjarnan plast í staðinn. Ef plast kemur í maga þeirra veldur það meltingar truflunum og getur leitt til dauða.

  • Hvalir eru með rosalega stóran munn og þegar þeir opna hann til að borða fiska fylgir gjarnan slatta af plasti með. Þeir festast líka mjög oft í fiskinetum.

  • þetta er aðeins til að nefna nokkur dýr í hættu.

8 of 14

Hvað getum við gert?

  • Hætta að kaupa plast. Við erum ekki að tala um að lifa plastlausu lífi, heldur að byrja á því að gera litla hluti eins og að nota endur vinnanlegan klútpoka, nota gler flöskur frekar en plast o.s.f.r.v.
  • Endurvinna
  • Planta trjám

Svo er auðvita hægt að gera margt fleira, þetta eru bara nokkrir auðveldir hlutir sem allir geta gert.

9 of 14

Á næstu glærunum munu þið sjá svör af könnun sem við gerðum um verslun án umbúða

10 of 14

Veist þú hvað verslun án umbúða er?

Myndir þú nýta þér svona verslun?

Myndir þú versla í slíkri búð ef vörurnar kostuðu 5-10% meira?

Telur þú líklegra að þú getur stýrt innkaupamagni þínu betur í verslun án umbúða?

11 of 14

Telur þú að það sé skref í rétta átt ef núverandi supermarkaðir á Íslandi myndu hafa plastlaust svæði með vörum sem auðvelt væri að selja án umbúða?

Finnst þér búð án umbúða góð hugmynd?

12 of 14

Umbúðalaust líf:

Eftirfarandi texti er byggður á samtali við Anítu Rubberdt sem lifir umbúðalausu lífi.

Hún er alls ekki alveg plastlaus en hún hugsar sig um áður en hún kaupir eitthvað. Suma hluti er gott að hafa úr plasti, t.d. hluti sem hafa langt líf, eins og sterkir kassar eða barnastóll fyrir hjólið.

Annars er oft hægt að velja annað efni eins og eldhúsáhöld úr stáli. Eins gildir t.d. fyrir leikföng, sem hægt er að fá úr við, stáli eða náttúrulegu gúmmí.

Í Heilsuhúsinu er hægt að fylla á uppþvottalög og önnur þrifefni, auk þess getur maður fengið tannkremstöflur.

Ekki má gleyma nammibarnum í öllum verslunum. Fólk getur alltaf komið með eigin ílát til að fylla á.

Í staðinn fyrir að kaupa ost í plasti er t.d. hægt að búa til pestó eða linsuálegg til að smyrja á brauð..

Þetta auðveldar líf hennar á þann hátt að hún þarf ekki að hafa áhyggjur af náttúrunni. Hún er að gera sitt til að styrkja ekki fyrirtæki sem velja ekki umhverfisvænar lausnir. Hún sagði að það er æðislegt að þurfa ekki að spá í eiturefni í t.d. plastleikföngum, eða míkróplasti sem streyma úr pólýesterfötum í þvottavélina og út í náttúruna. (Hún velur sér föt úr náttúrulegu efni eins og bómull, hör, ull, hampi og bambus).

13 of 14

Hjálpumst

að við að

bjarga

heiminum.

14 of 14