Stöðvar á Menntabúðum
Sköpun og töfrar í þrívídd
Sigurður Fjalar Jónsson og Hrafnhildur Gísladóttir - Fjölbrautaskólinn í Breiðholti
Sköpun og töfrar í þrívídd er heildstætt námsefni og kennaraefni í stafrænni þrívíddarhönnun og forritun. Efnið samanstendur af viðamiklu verkefnasafni og eru verkefnin hönnuð á myndrænan hátt þar sem aðgengi, skapandi hugsun og sjálfstæði eru lykilþættir. Framsetningin er þannig að efnið má nota á nánast öllum skólastigum. Efninu fylgir ferilbók þar sem nemendur skrá eigin framvindu og tryggir það enn frekar ábyrgð og sjálfstæði þeirra í vinnunni auk þess að einfalda hverjum nemanda að fara í gegnum námið á eigin hraða. Efnið er leikjavætt og grundvallast á skapandi þrautalausnum.
#menntaspjall
Snertikort
Kaśka Paluch - Víkurskóli
Our students made touch-sensitive maps for people who can't see well. When they touch a spot on the map, they hear information about that place. This project exemplifies a STEAM approach by seamlessly integrating Science (through 3D printing and electronic circuits), Technology (via the Bare Conductive Touch Board), Engineering (in the design and interactivity of the tactile map), Arts (through map coloring and audio recordings), and Mathematics (in the spatial representation and scale of the map).
It showcases how interdisciplinary collaboration can lead to innovative solutions for real-world challenges, such as aiding the visually impaired.
#menntaspjall
Sólkerfið okkar – A mission to...!
Veronica Piazza - Víkurskóli
Þetta er lokaverkefni í stjörnufræðilotu sem verið er að keyra í fyrsta skipti í Víkurskóla með núverandi sniði hjá nemendum í 9.bekk. Verkefnið samþættir náttúrufræði, upplýsingatækni og margmiðlun með því að þjálfa vísindalæsi og skapandi hugsun. Nemendur skipuleggja ferð á plánetu að eigin vali og setja upp rafræna ferðaráætlun. Þeir fá leiðbeiningar um innihaldið en frjálsar hendur þ.s. uppsetningu varðar. Pláneturnar eru prentaðar í 3D og þær tengdar við ljós og hljóð með Touch Board. Hverri plánetu fylgir kynningarspjald með QR-kóða sem vísa í ferðaráætlunina og annað skemmtilegt um plánetuna. Verkefnið er enn í vinnslu.
#menntaspjall
Vísindatvist: samþætting stærðfræði �og efnafræði
Guðný Inga Ófeigsdóttir og Þ. Ása Þórisdóttir
Fjölbrautaskólinn í Breiðholti
Markmiðið er að nota þverfaglega vinnu í kennslu til að auka áhuga og skilning nemenda á tengslum milli stærðfræði, efnafræði og upplýsingatækni. Einnig hvernig við nýtum þessi fræði dags daglega. Nemendur fá tækifæri til að uppgötva að raungreinar geti verið bæði skemmtilegar og gagnlegar. Nemendur læra nota Lögmál Beers-Lamberts um gleypni frumefna () í ljósi. Þau blanda lausnir í mismundi styrk og mæla gleypni þeirra. Niðurstöður setja þau upp í myndrit, texta og önnur margmiðlunarform og læra að tengja þetta við stærðfræðina.
#menntaspjall
Kraftar, hreyfing, orka
Sveinn Bjarki Tómasson - Melaskóli
Vatnsfalls-, sólar- og vindorkuver með LEGO Education sem nemendur í 7.bekk setja saman og vinna áfram í gegnum rafræna verkefnabók. Einnig verða sýndar leiðir til að fjalla um lögmál Newtons í gegnum LEGO Education BrickQ Motion Prime.�
#menntaspjall
Mixið - þróunarverkefni
Mixtúra, Borgaskóli, Foldaskóli, Ingunnarskóli, Selásskóli, Réttholtsskóli og Ölduselsskóli
Þróunarverkefni skólaárið 2023-2024 um færanlegar sköpunar- og tæknismiðjur, fjölbreytta vinnu og skapandi skil sem hefur það að markmiði að styðja við hugarfar vaxtar, sköpunarhæfni og lausnamiðaða hugsun.�
Verkefnið fékk styrk frá Sprotasjóði.
#menntaspjall
Leirlist og vísindi
Hanna Gréta Pálsdóttir - Langholtsskóli
Vinna með þverfaglegum áherslum og aðferðum við kennslu sem hefur það að markmiði að auka áhuga og skilning nemenda. Námsefnið sem ég nota skapar tækifæri fyrir nemendur til að uppgötva, læra og nýta nýja fjölbreytta þekkingu í samvinnu við aðrar námsgreinar sem kenndar eru inn í bekk. Þar mætti nefna eldfjallafræði, náttúrufræði og stærðfræði. Nemendur fá tækifæri til þess að hanna lausnir á vandamálum sem koma upp við hönnun og að vinna með leir.
#menntaspjall
Draumaborgin mín
Hildur Arna Håkansson - Menntavísindasvið HÍ
Draumaborgin er verkefni þar sem nemendur nýta Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna til að búa til draumaborgina sína.
Verkefnið samþættir samfélagsfræði, náttúrufræði, stærðfræði, listir, tækni ef nemendur vilja og notast þarf við verkfræði hugsun.
#menntaspjall
Stólahönnun - smiðja hjá 3. og 4.bekk
Agla Ástbjörnsdóttir - Vesturbæjarskóli
Viðfangsefnið varð til í samstarfi mínu og þriggja list- og verkgreinakennara í Fossvogsskóla 2021. Ég hef síðan unnið með það í Vesturbæjarskóla og þróað það áfram.
Að undangenginni kynningu á hinum ýmsu gerðum stóla eftir þekkta hönnuði í gegnum tíðina fá börnin tækifæri til að nýta sér efnisveitu og hanna sinn eigin örsmáa stól. Þau safna saman efninu, skrá hjá sér efniviðinn, gera skissu af stólnum og hefjast svo handa við stólagerðina. Loks gefa þau stólnum nafn og teikna lokaútkomuna.
#menntaspjall