1 of 10

Dagur i lifi Kalla

Katla MIst, Meida Medvedevaite, Hrafnhildur Anna, Sara Sigurrós og Una Sóley

Kalli

2 of 10

Klukkan var hálf átta um morgun á mánudegi. Kalli þurfti að fara í vinnuna. ,,argggg” heyrðist í honum, engum langar að fara í vinnuna eftir helgi. Hann fór fram úr. Hann borðaði morgunmat og henti matnum af því hann vildi ekki meira. Kalli klæddi sig og burstaði tennurnar, náði í lyklana sína og hoppaði út í bíl.,, sjitt hvað það er kalt! ” sagði hann þreytulega. Hann kveikti á bílnum og beið með hann í gangi í 6 mínútur, svo hann myndi hitna. Hann keyrir svo í 20 mínútur upp í vinnu og kemur við í sjoppu til að kaupa sér sóma samloku í nesti.

BOOK TITLE

1

Morguninn hans Kalla

3 of 10

2

Hadegid hans Kalla

Hann er búinn með samlokuna og ætlar að henda plastumbúðinni en vinnan hans er ekki með plast rusl, einnig almennt svo hann hennti umbúðunum í almennt rusl. Hann er orðinn svolítið þreyttur svo hann hellir uppá kaffi og drekkur það úr einnota kaffi glasi, með list. Þegar það kemur að hádeginu er Kalli orðinn dálítið svangur í hádegismat og ákveður að panta dominos, tímir ekki að borga fyrir heimsendingu og sækir sjálfur á bílnum. Loksins er þessi afar langi vinnudagur búinn og tími til að aka heim sem tekur 20 mínútur. Á leiðinni heim keypti hann sér nýjann jakka sem var nefnilega í nýjustu tísku og með honum fylgdi plastpoki. Heima átti hann samt nokkra jakka.

4 of 10

Kvöldið hans Kalla

3

Kalli kom heim úr vinnunni klukkan sex eftir erfiðan dag. Hann nennti ekki að elda svo hann pantaði sér núðlur á netinu og fór að sækja þær á bílnum. Afgreiðslukonan rétti honum núðlurnar í plastumbúðum og í plastpoka. Þegar hann kom heim opnaði hann núðlurnar og sá að það var einn plast gaffall og tveir pinnar sem fylgdu með. Þegar Kalli var búin að borða var sósan ennþá föst í umbúðinni. Hann nennti alls ekki að þrífa það svo hann hennti því í almennt sorp. Kalli horfði á sjónvarpsþættina

friends langt fram á kvöld. Hann var ekki komin upp í rúm fyrr en klukkan hálf eitt.

5 of 10

Ert þú kannski svolítið eins og Kalli?

Ef þú ert eins og Kalli, þá getum við hjálpað þér að breyta því. Tókstu kannksi eftir rauðu textunum? Við þurfum að passa upp á hvað við erum að gera. Venjulegur dagur hjá fólki að meðaltali getur átt svona dag á hverjum degi sem er orðið mjög slæmt.

Búum til nýja og betri útgáfu af deginum hans Kalla til dæmis með því að breyta öllum rauðu textunum í grænann. eins og til dæmis svona....

4

6 of 10

5

Nýji morguninn hans Kalla

Klukkan var sjö um morgun á mánudegi. Kalli vaknaði nefnilega snemma í dag svo hann gæti frekar hjólað í vinnuna, frekar enn að keyra. En um veturna tekur hann strǽtó. Hann fór fram úr, borðaði morgunmat en vildi ekki meir svo hann setti það í fjölnota glerbox fyrir nesti í vinnuna. Kalli klæddi sig og burstaði tennurnar. Náði í hjólið sitt og lagði af stað í vinnuna. Hann hjólaði sammtals í 30 mín í staðinn fyrir 20 mínútur keyrslu.

7 of 10

6

Nýja hádegið hans kalla

Kalli borðaði restina af morgunmatnum í hádegismat. Það var ekki nóg svo hann fékk sér banana sem voru fríir á kaffistofunni í vinnunni. Kalli tók eftir því að vinnan hans var búin að bæta við, plast, pappír, lífrænt og almennt rusl, svo hann hennti bananahýðinu í lífrænt. Hann náði í fjölnota bollan sinn sem hann geymir pennana sína í, þreif hann og þurrkaði og fékk sér kaffi. Kalli varð svangur aftur um klukkan tvö. Hann vissi að það væri salat staður í göngu fjarlægð svo hann gekk þangað og keypti sér góðan skammt af salati. Hann gat ekki klárað það svo hann pakkaði því saman. Lok vinnudagsins hjólaði hann heim og kom við í búðinni á leiðinni. Keypti það sem hann þurfti í matinn og ekkert annað óþarfa.

8 of 10

7

Nýja kvöldið hans Kalla

Þegar Kalli kom heim bjó hann til spaghettí með vörunum sem hann keypti í búðinni. Hann bætti svo við afgangs salatinu og kláraði allan matinn sinn. Kalli var í stuði fyrir eftirrétt og smá ferskt loft þannig að hann ákveður að fara í smá göngutúr í ísbúð huppu og hringir í vin sinn, Palla og bauð honum með. Þeir tóku með sér skeið að heiman því að Kalli man að huppu ís voru með plastskeiðar. Kalli fékk sér lítinn bragðaref í pappírs dollu. Hann gat ekki meira svo þegar hann kom heim setti hann ísinn í frysti fyrir næsta kvöld. Klukkan var að verða tíu og hann var búin að horfa á 2 þætti af friends svo hann ákvað að fara upp í rúm því að hann vissi að ef hann myndi hangsa yfir netflix myndi það bara hafa áhrif á morgundaginn.

9 of 10

8

Við getum öll sett okkur markmið!

Þið tókuð kannski eftir því hvað þetta voru alls ekki erfiðar breytingar en þetta hófst nú af sjálfsögðu ekki allt á einum degi því Kalli byrjaði bara með einu skrefi í einu eins og að hjóla í vinnuna. Það er svo sannarlega erfitt að byrja en það er svo rosalega virði þess tökum eitt skref í einu eins og Kalli saman.

10 of 10

Heimildir:

The world counts. (e.d.). Sótt 7. desember, 2021, af https://www.theworldcounts.com/

U.N. Environment. (e.d.). UNEP - UN environment programme. United Nations Environment Programme. Sótt 7. desember, 2021, af https://www.unep.org/

Greenhouse gas emissions from a typical passenger vehicle. ( Sótt 12. janúar 2016, ). US EPA. https://www.epa.gov/greenvehicles/greenhouse-gas-emissions-typical-passenger-vehicle

Takk fyrir okkur