Grænn = gróðurinn
Hvítur hringur = sólin og jörðin
Blár og hvítur = loftið og vatnið
Bókin = Lærdómur o.fl.
Tréð og maðurinn = ein heild
Ábyrgð til umhverfismála!
Sjálfbærni!
Fara vel með!
Menntun!
Skilum jörðinni af okkur eins og við myndum vilja taka við henni!
200
68
Grænifáni í GSnb
Grænifáni í GSnb - fulltrúar
10 þemu
1. Hnattrænt jafnrétti
Það þýðir að við eigum öll rétt til að lifa góðu lífi. Það skiptir engu máli hvar við fæðumst, hver fjölskyldan okkar er eða á hvað við trúum, hvort við erum strákur eða stelpa, frá hvaða landi við erum eða hvernig við erum á litinn.
Hnattrænt jafnrétti þýðir sem sagt, að allir eigi að hafa jafnan rétt til að uppfylla ákveðnar grunnþarfir eins og:
2. Átthagar og landslag
Átthagar er allt sem er í umhverfinu í kringum okkur, náttúru og samfélaginu, sem sagt í eða nálægt heimabyggð okkar.
Þetta er til dæmis náttúrulegt landslag eins og fjöll og dalir, fossar og fjörur og manngert umhverfi eins og byggingar, vegir, stígar, almenningsgarðar og fleira.
Það sem er síðan nálægt okkur og kallast nærsamfélag, eru íbúarnir í byggðinni okkar og það sem þeir hafa byggt upp eins og samtök, íþróttafélög, stofnanir, fyrirtæki og margt fleira
3. Loftslagsbreytingar og samgöngur
Loftslagsbreytingar eru breytingar á loftslagi sem mennirnir hafa breytt til dæmis mengun sem veldur því að heimurinn er að hlýna og breytast sem er ekki gott fyrir Jörðina okkar.
Af því að heimurinn er að hlýna er til dæmis hafísinn og jöklar að bráðna og þá er erfiðara fyrir ísbirni að lifa, sjórinn hækkar og landið minnkar og svo verður sjórinn súrari og þá er erfiðara fyrir lífverurnar sem búa í sjónum að lifa.
4. Lífbreytileiki
Það hefur tekið milljónir ára fyrir líf að verða til á Jörðinni.
Ótal tegundir lífvera hafa orðið til á þessum tíma en þær eru háðar hver annarri um næringu, búsvæði og margt fleira.
Það kallast vistkerfi þar sem samfélag til dæmis dýra, sveppa, plantna og örvera verður til og hvernig þær spila saman við umhverfi sitt.
Með því að passa upp á lífbreytileika jarðar erum við að styðja við vistkerfi og hringrásir jarðarinnar, en vistkerfin gefa okkur alls konar gott í staðinn eins og til dæmis loft, vatn og mat og þess vegna getum við getum lifað á Jörðinni.
5. Náttúruvernd
Ísland er mjög fallegt land með einstaka náttúru og það varð til vegna eldgosa, íss og verðmætra vistkerfa.
Landið er stórt og það er alls konar landslag hérna eins og fjöll, fjörur, sandar, móar, hraun, jöklar, vötn og ár.
Það er ekki búið að byggja alls staðar á Íslandi og þess vegna er mjög nauðsynlegt að vernda viðkvæm landsvæði.
Við erum samt búin að byggja virkjanir á mörgum stöðum, sérstaklega inni í miðju landinu sem kallast hálendið og það hefur skemmt mikið af náttúru Íslands og vistkerfum sem ekki er hægt að fá til baka.
6. Vistheimt
Vistkerfi er þar sem plöntur, dýr, sveppir og örverur búa saman og vinna saman.
Vistkerfin passa upp á umhverfið sitt og byggja það upp þannig að við getum lifað á Jörðinni.
Með vistheimt erum við að bæta landgæði, jarðveg, gróður og aukum líffræðilega fjölbreytni.
Þannig getum við lagað illa farin vistkerfi sem hafa hnignað, skemmst eða eyðilagst, líka þar sem landeyðing hefur átt sér stað.
Með vistheimt drögum við úr rofi, endurheimtum tegundir lífvera og bætum úr starfsemi vistkerfanna eins og hringrásum næringarefna.
7. Neysla og úrgangur
Hverjar eru raunverulegar þarfir okkar? Þurfum við allan þennan mat, föt, hluti? Hvaðan kemur þetta allt? Er þetta framleitt á Íslandi eða annars staðar? Hvað verður um það sem við erum hætt að nota? Getum við minnkað neyslu okkar? Við þurfum að endurhugsa framtíðina.
8. Orka
Hvaðan kemur orkan? Hvernig orku notum við á Íslandi? Hver eru umhverfisáhrif mismunandi orkugjafa? Hver eru umhverfisáhrif þeirra orkugjafa sem við notum hér á landi? Eigum við nóg af orku í heiminum? En á Íslandi? Hvernig er orkan nýtt? Hvernig getum við sparað orku?
9. Lýðheilsa
Hvernig er heilsa okkar í skólanum? Hreyfum við okkur nóg? Hvað getum við gert til að hreyfa okkur meira í daglegu lífi? Borðum við hollan mat? Líður okkur vel í skólanum og daglega lífinu? Erum við góð hvert við annað? Erum við dugleg að vera úti í náttúrunni? Hvaða áhrif hefur lífstíll okkar á umhverfið?
10. Vatn
Hvaðan kemur vatnið? Eigum við nóg af vatni í heiminum? En á Íslandi? Hvernig nýtum við vatnið? Hvernig spörum við vatnið? Þurfum við að spara vatnið á Íslandi?
Vatn er undirstaða alls lífs á Jörðinni og er eitt af því sem skapar sérstöðu Jarðarinnar.
Kosningar - rafrænar
Hvað skal velja?