Skráning Íslandsmót Utanhúss 2018
Íslandsmótið utanhúss 2018 verður haldið í Fellabæ á Egilstöðum á Austfjörðum. (address: Einhleypingi 2, 700 Egilsstöðum)
Dagsetning mótsins er helgina 07-08 Júlí 2018.
https://ja.is/kort/?type=aerial&x=713223&y=539513&z=10

https://www.google.com/maps/place/Fellab%C3%A6r/@65.2850362,-14.4292759,18z/data=!4m5!3m4!1s0x48cc048cdf5c48bf:0xfdee43f148fee74c!8m2!3d65.2834478!4d-14.4272659

Nýliðar eru sérstaklega velkomnir, fólkið sem heldur mótið er mjög hjálpsamt og allir ánægðir að sjá nýtt fólk vera með.

KEPPENDUR SEM SKRÁ SIG OG GREIÐA EFTIR 23.JÚNI KL:18:00 ÞURFA AÐ BORGA TVÖFÖLD KEPPNISGJÖLD.
SKRÁNINGU VERÐUR ALVEG LOKAÐ 30.JÚNÍ KL:18:00 svo að hægt sé að leggja loka hönd á skipulag mótsins.

AÐEINS VERÐUR TEKIÐ VIÐ SKRÁNINGUM Á MÓTIÐ Í GEGNUM ÞESSA SKRÁNINGU. ÞEIR SEM SKRÁ SIG EKKI Í GEGNUM ÞESSA SKRÁNINGU TELJAST EKKI VERA SKRÁÐIR Á MÓTIÐ.
(send er kvittun á email þegar formið er búið að taka við skráningu með öllum upplýsingum um skráninguna og því auðvelt að sjá að búið sé að skrá sig á mótið og hvernig maður skráði sig (um mínútu eftir að búið er að skrá sig ætti staðfestingar email að vera komið))

Nákvæmt skipulag fyrir Íslandsmótið verður hægt að finna á Ianseo.net um viku fyrir mótið.

Aldursflokkar eru. (Aldur miðast við fæðingarár ekki fæðingardag)
Opinn flokkur (allur aldur) Senior
E50 (50 ára á árinu og eldri) Master
U21 (20 ára á árinu og yngri) Junior
U18 (17 ára á árinu og yngri) Cadet
U15 (14 ára á árinu og yngri) Cub (engin útsláttarkeppni)
Byrjendaflokkur (21-49 ára að taka þátt í fyrsta skipti á Íslandsmóti úti)

Bogaflokkar, keppnisvegalengdir og skotskífustærðir eru eftirfarandi.
Trissubogi:
Opinn flokkur, E50, U21, U18 og byrjendaflokkur: 50 metrar, 80cm compound skífa 5-10
U15: 40 metrar á 122cm skífu.
Sveigbogi:
Opinn flokkur og U21: 70 metrar, 122cm skífa
U18, E50 og Byrjendaflokkur: 60 metrar, 122cm skífa
U15: 40 metrar á 122cm skífu.
Berbogi:
Allir flokkar keppa á 30 metrum á 80cm skífu (1-10 full face)

ATH Aðeins verður útsláttarkeppni í flokkum þar sem 4 eða fleiri eru að keppa. Þegar 3 eða færri eru að keppa er notast við skor úr undankeppni til verðlaunaafhendingar.

Liðakeppni.
3 persónur í liði úr sama félaginu og með sömu bogategund. Mismunandi aldur og kyn geta verið saman í liði.
Samanlagt skor 3 efstu einstaklinga úr hverju félagi (sama hvaða fjarlægð var keppt á). Lið 2 frá sama félagi væru 4, 5 og 6 hæstu úr því félagi í undankeppni og svo framvegis. (ekki verður útsláttarkeppni fyrir liðakeppni)

Klæðaburður á að vera snyrtilegur, ekki er leyfilegt að vera í felulitum (camo), opnum skóm (eins og sandölum), ermalausum bolum eða gallabuxum.

Ef þig vantar einhverjar viðbótar upplýsingar um mótið eða aðstoð við skráningu á mótið endilega hafðu samband við bogfiminefndina president@archery.is. Við viljum fá sem flesta á mótið og erum tilbúin til að aðstoða þig.

Reglur heimssambandsins gilda nema annað sé tekið fram hér fyrir ofan.

Með því að skrá þig á Íslandsmótið samþykirðu að fullu að fara eftir og virða hegðunarviðmið ÍSÍ
http://isi.is/library/Skrar/Efnisveita/Log-og-reglugerdir/hegdunarvidmid.pdf

This is the registration for the Icelandic National Championships outdoor 2018
Only those that have lived in Iceland 3 years or longer can participate in the Icelandic Championships and become Icelandic Champions. But competitors from foreign clubs are welcome to participate. If foreign participants want to participate we make a special side bracket for them where all competitors can compete. So don't hesitate to participate :)
If you have any questions or are curious send us a mail at president@bogfimi.is

Email address *
Fornafn *
Your answer
Eftirnafn *
Your answer
Símanúmer *
Your answer
Kennitala *
Your answer
Íþróttafélag *
Bogaflokkur *
Leyfilegt er að keppa í fleiri en einum bogaflokki svo lengi sem að skipulag mótsins leyfir það. Það þarf að skrá sig í hvern bogaflokk fyrir sig og greiða keppnisgjöld fyrir hvern flokk fyrir sig.
Kyn
Aldursflokkur *
Ekki er leyfilegt að keppa í mörgum aldursflokkum á sama mótinu samkvæmt reglum WA
Þáttaka í liðakeppni *
Liðakeppni er samanlagt skor hæstu 3 einstaklinga í hverju félagi fyrir sig (lið 2 frá sama félagi væru þeir sem voru með 4,5 og 6 hæsta skorið frá því félagi, osvfr). Liðin eru valin saman sjálfkrafa.
Greiðsla og skilningur. *
Ekki gleyma að millifæra keppnisgjaldið. Munið að senda millifærslukvittun á GJALDKERI@BOGFIMI.IS MEÐ FULLU NAFNI KEPPANDA sem er greitt fyrir. Reikningsupplýsingar eru eftirfarandi: RN: 537-26-2465 KT: 670169-0499. Þessar upplýsingar er einnig hægt að finna á staðfestinar e-mailinu og einnig eftir að búið er að ljúka skráninguni.
A copy of your responses will be emailed to the address you provided.
Submit
Never submit passwords through Google Forms.
reCAPTCHA
This content is neither created nor endorsed by Google. Report Abuse - Terms of Service - Additional Terms