Vertu með: heilbrigðismál og öldrunarþjónusta

Á flokksstjórnarfundi í Hafnarfirði 4. mars kynnti Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, nýtt og umfangsmikið málefnastarf sem flokkurinn mun standa fyrir á næstu misserum.

Málefnastarfið verður tvískipt. Annars vegar eru ákveðin forgangsmál sem flokkurinn mun fara í af fullum þunga þar sem eitt forgangsmál verður tekið í einu, yfir ákveðinn tíma. Þar er öllum boðið að koma með og leggja sitt af mörkum en þriggja manna stýrihópur heldur utan um og leiðir vinnuna.

Fyrsta forgangsmálið sem við förum í af þessum þunga eru heilbrigðismál og öldrunarþjónusta og á vinnunni að ljúka fyrir flokksstjórnarfund næsta haust.

Allir flokksfélagar og hver einasta eining flokksins getur lagt sitt af mörkum í þeirri vinnu sem er framundan í málefnastarfinu. Undirbúningurinn er hafinn og hér að neðan er hægt að skrá sig til leiks.

Hins vegar hefur stjórn Samfylkingarinnar skipað tengiliði sem sjá um hefðbundið málefnastarf flokksins í öðrum málaflokkum fram að landsfundi. Smellið hér fyrir frekari upplýsingar.

Sign in to Google to save your progress. Learn more
Nafn *
Símanúmer *
Netfang *
Bakgrunnur og heimahagar
Aðkoma *
Required
Hugmyndir um málefnastarfið í heilbrigðismálum og öldrunarþjónustu?
Þegar Samfylkingin kemst í ríkisstjórn: Hvaða verkefni vilt þú sjá klárast á fyrstu 100 dögunum / fyrsta kjörtímabili / fyrstu tveimur kjörtímabilum?
Submit
Clear form
Never submit passwords through Google Forms.
This content is neither created nor endorsed by Google. Report Abuse - Terms of Service - Privacy Policy