Árleg norræn eTwinning vinnustofa í Reykjanesbæ, 10.–12. nóvember
Að þessu sinni verður hin árlega norræna vinnustofa haldin hér á landi, nánar tiltekið í Reykjanesbæ dagana 10.– 12. nóvember. Gist verður á Hótel Keflavík og unnið þar og í Keili á Ásbrú. Þemað er lýðræðisleg þátttaka, menning ungmenna, fjölmenning og varnir gegn róttækni (e. anti-radicalisation). Þátttakendur eru bóknámskennarar í starfsmenntunarskólum og framhaldsskólum en við á landskrifstofunni ætlum að bjóða 6 kennurum hér á landi til að taka þátt.