Yfirlýsing um ábyrga ferðaþjónustu - skráning
Festa - miðstöð um samfélagsábyrgð og Íslenski ferðaklasinn, í samstarfi við SAF, Ferðamálstofu, Íslandsstofu, Stjórnstöð ferðamála, Höfuðborgarstofu, Markaðsstofur landshlutanna og Safetravel vilja þannig bjóða íslenskum ferðaþjónustufyrirtækjum að sammælast um nokkrar skýrar og einfaldar aðgerðir um ábyrga ferðaþjónustu.

Tilgangur verkefnisins er að stuðla að því að Ísland verði ákjósanlegur áfangastaður ferðamanna um ókomna tíð sem styður við sjálfbærni fyrir komandi kynslóðir þjóðarinnar

Í ferðaþjónustunni eru margar áskoranir sem snúa að samfélagsábyrgð fyrirtækja. Þar má telja aukinn ágang á náttúruna, að réttindi starfsfólks séu virt, að nærsamfélögin sem ferðamenn heimsækja fái sanngjarnan skerf af ávinningnum og ekki síst að öryggi ferðamanna sé tryggt og þeim veitt góð þjónusta.

Við undirrituð ætlum að stuðla að ábyrgri ferðaþjónustu með því að:

1. Ganga vel um og virða náttúruna.
2. Tryggja öryggi gesta okkar og koma fram við þá af háttvísi.
3. Virða réttindi starfsfólks.
4. Hafa jákvæð áhrif á nærsamfélagið.

Við munum setja okkur markmið um ofangreinda þætti, mæla og birta reglulega upplýsingar um árangur fyrirtækisins.

Yfirlýsinguna í heild sinni má sjá á vef Festu (www.festasamfelagsabyrgd.is) eða Íslanska ferðaklasans.

Skáning fyrirtækis felur í sér að fyrirtækið hafi áhuga á að skrifa undir yfirlýsinguna og setja sér markmið í framhaldinu.
Sign in to Google to save your progress. Learn more
Nafn fyrirtækis *
Kennitala fyrirtæksis *
Nafn æðsta stjórnanda (eiganda/forstjóra/framkvæmdastjóra) *
Nafn þess sem skrifa mun undir yfirlýsinguna
Tengiliður *
Nafn þess sem mun verða tengiliður vegna verkefnisins (getur verið sami aðili)
Gsm sími tengiliðs *
Netfang tengiliðs *
Upplýsingar, s.s. nöfn og netföng, skráðar í þetta form verða ekki afhentar þriðja aðila.
Festa og Íslenski ferðaklasinn í samstarfi við SAF, Ferðamálstofu, Íslandsstofu, Stjórnstöð ferðamála, Visit Reykjavík og Markaðsskrifstofur landshlutanna og Safetravel - Bakhjarlar verkefnisins eru Bláa Lónið - Eimskip - Gray Line Iceland - Icelandair Group - Isavia - Íslandshótel og Landbankinn
Submit
Clear form
Never submit passwords through Google Forms.
This content is neither created nor endorsed by Google. Report Abuse - Terms of Service - Privacy Policy