Eins og áður leitar Orðabókin.is að orði ársins.
Orðin á þessum lista hafa ekki öll komið til sögunnar á þessu ári en þau eiga það sameiginlegt að hafa birst á vefnum ordabokin.is undanfarið ár.
Eins og venjulega verður kosningunni skipt í tvær umferðir.
Í fyrri umferðinni máttu velja fimm orð.
Orðinu sem þú vilt setja í 1. sæti gefurðu 5 stig
Orðinu í 2. sæti gefurðu 4 stig
og svo framvegis.
Tíu stigahæstu orðin komast áfram í seinni umferðina.
Útskýringar á orðunum má finna á vefnum ordabokin.is.