Sóknarfæri í nýsköpun
Tími til að sækja fram !

Nýsköpunarhreyfingin Sunnanátt býður frumkvöðlum upp á öflugt Sóknarfæri í nýsköpun þar sem þátttakendur fá tækifæri til að efla sig og sín fyrirtæki og vaxa með sunnanáttina í bakið.

Sóknarfæri í nýsköpun er átta vikna viðskiptahraðall sem beinist að nýsköpun og tækniþróun í orku, mat og líftækni, ferðaþjónustu og skapandi greinum.

Sóknarfæri í nýsköpun hefst 23. janúar og lýkur 16. mars. Hraðallinn fer að mestu leyti fram á netinu en teymin munu hittast fjórum sinnum á meðan hraðlinum stendur í vinnustofum á völdum stöðum á Suðurlandi. Þar munu teymin hitta reynslumikla leiðbeinendur, frumkvöðla, fjárfesta og stjórnendur fyrirtækja.

Lokaviðburður Sóknarfæra í nýsköpun fer fram 16. mars með fjárfestakynningum teymanna sem taka þátt.

Leitað er að frumkvöðlum, nýjum fyrirtækjum og nýsköpunarverkefnum innan rótgróinna fyrirtækja á Suðurlandi sem vilja nýta Sóknarfæri í nýsköpun til að vaxa, efla sín verkefni og mynda sterkt tengslanet.

Umsóknarfrestur er til og með 12. desember.

Samstarfsvettvangurinn Sunnanátt er hreyfiafl í nýsköpun sem vill skapa kraftmikið umhverfi fyrir frumkvöðla og fyrirtæki sem vinna að nýsköpun á Suðurlandi. Að Sunnanátt standa SASS, Háskólafélag Suðurlands, Nýheimar þekkingarsetur, Þekkingarsetur Vestmannaeyja, Kötlusetur, Kirkjubæjarstofa, Markaðsstofa Suðurlands, Orkídea og Ölfus Cluster. Auk þess koma að samstarfinu  fjölmargir aðilar, svo sem  starfsmenn sveitarfélaga og annað áhugafólk um nýsköpun og atvinnuþróun á svæðinu. 
Bakhjarjar Sunnanáttar eru SASS, Lóa nýsköpunarsjóður á landsbyggðinni og Orku-, umhverfis- og loftlagsráðuneytið. 

Sign in to Google to save your progress. Learn more
Nafn verkefnis/fyrirtækis: *
Nafn tengiliðar: *
Netfang: *
Símanúmer:  *
Heimasíða verkefnis/fyrirtækis (ef á við):
Samfélagsmiðlar verkefnis/fyrirtækis (FB/IG/LinkedIn, ef við á):
Hvar er verkefnið/fyrirtækið staðsett á Suðurlandi: *
Á hvaða stigi er verkefnið/fyrirtækið? *
Lýsing á starfsemi/verkefni (hámark 150 orð): *
Fjöldi stofnanda/teymisins sem mun taka þátt í Sóknarfæri í nýsköpun:  *
Þekking og reynsla stofnenda/teymis (hám. 150 orð): *
Hvernig fellur verkefnið að áherslum hraðalsins á nýsköpun og tækniþróun í tengslum við orku, mat og líftækni, ferðaþjónustu og skapandi greinar? *
Af hverju vilt þú/teymið þitt taka þátt í Sóknarfæri í nýsköpun? *
Hefur þú tekið þátt í viðskiptahraðli áður? *
Ef þú hefur tekið þátt í viðskiptahraðli áður, í hvaða hraðli tókstu þátt?
Hvað er það helsta sem þú/þið þurfið aðstoð við í ykkar þróun og vexti? *
Hvaða verkfæri eða fræðslu vantar þig/ykkur? *
Hvernig sérð þú/sjáið þið fyrir ykkur að nýta Sóknarfæri í nýsköpun? *
Við leggjum áherslu á að þátttakendur sinni hraðlinum vel til þess að fá sem mest út úr honum. Mentorafundir á netinu verða haldnir 30. janúar, 13. febrúar og 27. febrúar. Kemst þú á alla mentorafundina? *
Ef þú kemst ekki á alla mentorafundina hvaða dag/daga kemstu ekki?
Vinnustofur (í raunheimum) eru mikilvægur þáttur í hraðlinum, þar efla teymin tengslanetið sín á milli og við aðra frumkvöðla. Vinnustofur verða haldnar á völdum stöðum á Suðurlandi 2. febrúar, 16. febrúar, 2. mars og 16. mars. Kemst þú á allar vinnustofurnar? *
Ef þú kemst ekki á allar vinnustofurnar, á hvaða vinnustofu/r kemst þú ekki?
Má birta efni um verkefnið í fréttum og á samfélagsmiðlum tengdum Sóknarfærum í nýsköpun? *
Ef það má ekki birta efni um verkefnið, af hverju ekki?
Eitthvað annað sem þú/þið viljið koma á framfæri?
Submit
Clear form
Never submit passwords through Google Forms.
This content is neither created nor endorsed by Google. Report Abuse - Terms of Service - Privacy Policy