Í sumar verður boðið upp á ævintýraleg, fræðandi og skemmtileg reiðnámskeið á Álftanesi!
Sumarnámskeiðin eru fjölbreytt og henta börnum á ólíkum aldri og getustigum. Námskeiðin eru eftirminnileg upplifun fyrir börn sem langar að njóta samveru með íslenska hestinum og öðrum reiðfélögum í friðsælu umhverfi.
Skólahestarnir eru þaulreyndir kennarar og spila að sjálfsögðu aðalhlutverk á námskeiðunum ásamt duglega, skemmtilega og hjálpsama starfsfólkinu okkar!!!!
Hvað er í boði?
Ævintýranámskeið: Henta vel fyrir knapa sem langar að fara í skemmtilega útreiðatúra í fallegu umhverfi í bland við skemmtilega leiki og hestatengda fræðslu. Námskeiðin byggja bæði á verklegri og bóklegri kennslu. Lögð verður áhersla á að krakkarnir læri undirstöðuatriði í hestamennsku, mikilvæg öryggisatriði og skemmti sér vel! Í kennslunni verður farið um víðan völl, þar má m.a. nefna reiðtúra í fjörunni, hestaleikfimi, keppnir og fleira! Við spáum líka í náttúrunni, lærum um atferli hesta, lundafar og fóðrun ofl. Reiðkennslan fer fram í litlum hópum sem skipt er upp eftir aldri og/eða getu. Það skiptir okkur miklu máli að nemendur okkar fái hest sem passar vel miðað við getustig og að verkefnin reyni á færni þeirra.
Aldursviðmið: 7 – 15 ára (skipt er upp í hópa eftir aldri og getu).
Ævintýranámskeiðin eru vikulöng frá kl 9 - 14 ! :)
Eftirfarandi dagsetningar verða í boði:
Ævintýranámskeið
5. júní – (ath. kennt 6. ágúst í stað 1. ágúst sem er frídagur verslunarmanna)
kl. 9:00 – 14:00 *** laust ***
Verð: 36.000
2. ágúst – 6. ágúst (ath. kennt 6. ágúst í stað 1. ágúst sem er frídagur verslunarmanna)
kl. 9:00 – 14:00 *** laust ***
Verð: 36.000
POLLANÁMSKEIÐ!!! 4-6/7 ára
2. ágúst – 6. ágúst (ath. kennt 6. ágúst í stað 1. ágúst sem er frídagur verslunarmanna)
kl. 9:00 – 12:00 *** Tvö pláss laus ***
Verð: 24.500
8. ágúst – 12. ágúst *** FULLT ***
kl. 9:00 – 14:00
Verð: 36.000
15. ágúst – 19. ágúst *** laust ***
kl. 9:00 – 14:00
Verð: 36.000
*birt með fyrirvara um breytingar.
Til að halda áfram með skráningu þarf að ýta á Next flipann fyrir neðan ⬇️