Friðriksmót Landsbankans - Íslandsmótið í hraðskák 2018
Friðriksmót Landsbankans – Íslandsmótið í hraðskák – fer fram í útibúi Landsbankans við Austurstræti 11 laugardaginn 15. desember nk. Mótið hefst kl. 13 og stendur til kl. 16:30-17:00.

Gera má ráð fyrir að flestir sterkustu skákmenn landsins taki þátt og efsti keppandi mótsins fær titilinn Íslandsmeistari í hraðskák. Tímamörkin eru 3+2 og tefldar eru þrettán umferðir.

Skráning fer fram á Skák.is (guli kassinn til hægri). Skákmenn eru hvattir til að skrá sig sem fyrst enda takmarkast þátttaka við 100 manns. Gildir þar lögmálið, fyrstir koma, fyrstir fá, en þó njóta stórmeistarar og alþjóðlegir meistarar forgangs varðandi þátttöku.

Þetta er fimmtánda árið í röð sem Landsbankinn og Skáksamband Íslands standa fyrir Friðriksmótinu í skák, en mótið er haldið til heiðurs Friðriki Ólafssyni, fyrsta stórmeistara Íslendinga. Margir af sterkustu stórmeisturum landsins hafa undanfarin ár teflt til heiðurs Friðriki.

Verðlaun fyrir efstu sæti eru eftirfarandi:

1. 100.000 kr.
2. 60.000 kr.
3. 50.000 kr.
4. 30.000 kr.
5. 20.000 kr.

Séu tveir eða fleiri jafnir í efsta sætinu verður stigaútreikningur* látinn ráða Íslandsmeistaratitlinum. Verðlaunafé skiptist eftir Hort-kerfinu.

Aukaverðlaun

Efsti maður með 2001-2200 skákstig 10.000 kr.
Efsti maður með 2000 stig og minna: 10.000 kr.
Efsta konan: 10.000 kr.
Efsti strákur 16 ára og yngri (2002 eða síðar): 10.000 kr.
Efsta stúlka 16 ára og yngri (2002 eða síðar): 10.000 kr.
Efsti skákmaður 65 eða eldri (1953 eða fyrr): 10.000 kr.
Útdreginn heppinn keppandi: 10.000 kr.

Aukaverðlaun eru miðað við alþjóðleg hraðskákstig 1. desember sl. (alþjóðleg skákstig til vara hafi menn ekki alþjóðleg hraðskákstig). Stigaútreikningur ræður séu menn jafnir og efstir.

Hver keppandi getur aðeins unnin ein aukaverðlaun og eru aukaverðlaunin valin í þeirri röð sem fram kemur að ofan.

Mótið er reiknað til alþjóðlegra hraðskákstiga.

Upplýsingar um þegar skráða keppendur má finna hér: https://docs.google.com/spreadsheets/d/1r8bRQFtLOPpZ1N0zwa0YIs4O7Wn_S0G2DnekJA5lyc4/

Nafn *
Your answer
Skákstig
Your answer
Netfang
Your answer
Submit
Never submit passwords through Google Forms.
This content is neither created nor endorsed by Google. Report Abuse - Terms of Service