Súperhollt í sumar
Það er komið að vor námskeiðinu. Við ætlum að hittast og eiga góðan seinnipart saman þar sem við lærum að búa til allskonar góða rétti sem henta frá morgni til kvölds. Við búum til súperhollan, einfaldan og góðan mat sem passar frábærlega vel í sumar.

Þetta námskeið hentar fyrir alla sem vilja bæta meiri næringu inn í daglegt líf. Finnst þér þú alltaf gera sömu hlutina og langar að fá nýjar hugmyndir? Eða veistu kannski bara ekkert hvar þú átt að byrja? Þetta námskeið hentar alveg jafnt þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref í bættum lífstíl og líka lengra komnum.

Við vinnum á 5 stöðvum og það fara allir á allar stöðvar. Það er svo miklu skemmtilegra að malla saman heldur en að horfa á sýnikennslu. Það á eftir að koma þér á óvart hversu einfalt það getur verið að búa sjálfur til ofurhollt frá grunni.


Matseðillinn er eftirfarandi:

Grænn frískandi drykkur
Avókadó morgunverðarskál með múslí
Frækex og rautt pestó
Kínóasalat með ristuðu möndlukurli og engifer-appelsínusósu
Grænmetisborgari með sætkartöflu og sólblómamæjó.
Súkkulaðikaka sem ekki þarf að baka

Verð: 9900 kr

Hjónaafsláttur: annar aðilinn greiðir 50 %
Börn á aldrinum 10-18 ára eru velkomin með foreldrum sínum og greiða 2500 kr.
Athugið að mörg stéttafélög styrkja félagsmenn um allt að helming af námskeiðisgjaldi.

Email address *
Nafn
Your answer
Ef barn kemur með, nafn barns og aldur:
Your answer
A copy of your responses will be emailed to the address you provided.
Submit
Never submit passwords through Google Forms.
reCAPTCHA
This content is neither created nor endorsed by Google. Report Abuse - Terms of Service