Skráningarform haustsýninga KKÍ 2024
Haustsýningar Kynjakatta verða 5. og 6. október 2024 í reiðhöllinni í Víðidal með svipuðu sniði og áður.
Þemað verður " LOVE&PEACE ".
Athugið að mikilvægt er að fá lengd búra til að geta sett upp sýninguna.
Ath! Fyrstu 80 kettirnir komast á sýningu, skráningar umfram það fara á bið þannig að það um að gera að skrá sem fyrst.
Verðskrá:
Fyrsti köttur 6.500 kr
Annar köttur o.fl. 4.500 kr
Got 3 - 5 kettlingar 9.000 kr
Got 6 kettlingar o.fl. 13.000 kr
Húsköttur 3.000 kr
Félagsköttur (ekki dæmdur) 2.500 kr
Litadómur 1.500 kr
Skráning er opin til 6.september.