„Á okkar kostnað?“ - Innflytjendur: auður eða útgjöld?
Morgunverðarfundur EAPN á Íslandi
Grand hótel, 8:30 - 11:00, föstudaginn 29. mars.
Rætt verður um málefni innflytjenda, hælisleitenda og flóttafólks annars vegar og öryrkja, lífeyrisþega og tekjulágra hópa hinsvegar. Velt verður upp spurningum um hvers vegna þessum hópum er oft stillt upp gegn hver öðrum og hvort aðstoð við einn hóp sé á kostnað annars, eða hvort svigrúm sé til að láta öllum líða vel. Frummælendur koma úr ýmsum áttum og leitast verður við að fá fjölbreytta mynd á eldfimt málefni sem mikil þörf er á að ræða.
Verð: 3200 kr. (morgunverður innifalinn)
Frítt fyrir þá sem ekki geta greitt (haka við „sæki um styrk fyrir greiðslu“)