Tónlistarmiðstöð, Tónlistarborgin Reykjavík og
Iceland Innovation Weekbjóða þér að taka þátt í þremur hagnýtum vinnustofum þar sem við munum skoða lykilþætti verkefnastjórnunar og hvernig þú getur þróað og styrkt þín eigin verkefni. Vinnustofurnar eru sérstaklega ætlaðar þeim sem hafa hlotið viðskiptastyrk úr Tónlistarsjóði. Skráning er nauðsynleg þar sem takmarkaður sætafjöldi er í boði. Vinnusmiðjurnar fara fram í húsnæði Tónlistarmiðstöðvar og verða eftirfarandi:
20. febrúar 13:00-16:00: Verkefna og viðburðastjórnun + markmiðasetning
Að þróa og byggja upp innviðaverkefni innan tónlistargeirans krefst skýrrar stefnu og markvissrar framkvæmdar. Í þessari vinnustofu skoðum við hvernig hægt er að nýta styrki á árangursríkan hátt, með áherslu á lykilskref í rekstri, verkefnastjórnun og viðburðaskipulagi. Við förum yfir hvernig hægt er að setja raunhæf og mælanleg markmið sem styðja við langtímaþróun tónlistarhátíða, tónleikastaða, útgáfu og umboðsstarfs ásamt öðrum verkefnum.
26. febrúar 13:00-16:00: Að skilgreina virði og finna rétta markhópinn
Leitast verður við að kynna fyrir þátttakendum hagnýt verkfæri og tól sem nýta má við uppbyggingu sjálfstæðra listrænna verkefna. Við skoðum hvernig meginhugmyndir úr frumkvöðlafræðum geta átt við rekstur og skipulag tónlistartengdra verkefna með áherslu á að þátttakendur fái tækifæri til að útfæra og þróa eigin verkefni á markvissan hátt.
6. mars 13:00-16:00: Stafræn markaðssetning
Þessi vinnusmiðja snýst um það að skilgreina og ná til rétta markhópsins. Við förum yfir hvernig hægt er að nýta lítið fjármagn í hnitmiðaða markaðssetningu, samfélagsmiðla og leitarvélabestun auk þess sem við sýnum ykkur gagnlegar lausnir í stafrænni markaðssetningu sem allir geta nýtt sér.
✨ Hafið í huga að þessar vinnustofur eru bara fyrir þá sem fá boð og það er nauðsynlegt að skrá sig til að tryggja sér sæti! ✨
Hlökkum til að sjá ykkur!