Skákmót í Sykursalnum
Chess After Dark í góðu samstarfi við Sykursal í Veru Mathöll heldur skákmót laugardaginn 10.júní klukkan 14:00

Tefldar verða 7 umferðir með tímamörkunum 5+3.

Mótið er reiknað til alþjóðlegra hraðskákstiga.

Frítt er inn á mótið.

Fyrirkomulagið á mótinu er eftirfarandi:

Teflt verður í tveimur flokkum - undir 1600 elóstigum og yfir 1600 elóstigum.

Fjórir efstu í hverjum flokki tefla svo í útsláttarkeppni um sigur í mótinu.

Fyrstu verðlaun í báðum flokkum er 50.000 kr gjafabréf frá PLAY.

Verðlaun verða veitt fyrir efstu þrjú sætin í báðum flokkum.

Sömuleiðis verða veitt verðlaun fyrir hæsta stigalausa keppandann.

Ef einhverjar spurningar vakna - ekki hika við að hafa samband á chessafterdark@chessafterdark.is

Skráningu lýkur 18.00 degi fyrir mót þ.e föstudaginn 9.júní

Hlökkum til að sjá ykkur!
Sign in to Google to save your progress. Learn more
Fullt nafn
Í hvaða flokki teflir þú?
Clear selection
Submit
Clear form
Never submit passwords through Google Forms.
This content is neither created nor endorsed by Google. Report Abuse - Terms of Service - Privacy Policy