Skákæfingar TR - Haustönn 2019
Skákæfingar Taflfélags Reykjavíkur eru fjölbreyttar og sérstaklega hannaðar til þess að mæta þörfum sem flestra áhugasamra skákbarna og unglinga. Á æfingum félagsins fá nemendur markvissa kennslu og persónulega leiðsögn sem nýtist þeim sem grunnur að framförum í skáklistinni. Sem fyrr er þjálfarateymi félagsins skipað mörgum af reynslumestu skákkennurum landsins.
Skákkennsla á haustönn 2019 verður með hefðbundnu sniði frá því sem verið hefur undanfarin misseri. Æfingagjöld eru 9.000kr fyrir æfingahópa sem hittast einu sinni í viku en 16.000kr fyrir æfingahópa sem eru tvisvar í viku. Systkinaafsláttur er veittur í formi 25% afsláttar fyrir annað barnið, en þriðja barnið æfir frítt. Auk þess fá stúlkur 50% afslátt af stúlknaæfingum ef þær eru jafnframt á framhaldsæfingum eða byrjendaæfingum.

Mikilvægt er að skrá þátttakendur á æfingarnar með því að fylla út skráningarform sem finna má á vef félagsins. Öllum er þó frjálst að prófa eina æfingu án skuldbindingar. Aðstandendur geta nýtt sér Frístundakort Reykjavíkurborgar fyrir börn/unglinga sem eru með lögheimili í Reykjavík. Athygli er vakin á því að ekki þarf að skrá börn í manngangskennslu.

Allar nánari upplýsingar sem og leiðbeiningar um hvaða æfingar henta hverjum og einum veita skákþjálfarar félagsins.

Lesa má nánar um æfingarnar hér: http://taflfelag.is/skakaefingar/
Veljið skákæfingu *
Required
Fullt nafn iðkanda *
Your answer
Kennitala iðkanda *
Your answer
Nafn forráðamanns *
Your answer
Símanúmer forráðamanns *
Your answer
Tölvupóstur forráðamanns *
Your answer
Greiðslufyrirkomulag æfingagjalda *
Kennitala greiðanda (eingöngu ef greitt í heimabanka)
Your answer
Submit
Never submit passwords through Google Forms.
This content is neither created nor endorsed by Google. Report Abuse - Terms of Service