Sköpun úr skógarefni - smíðað úr skógi
Markhópur: Grunnskólakennarar

Nýtt námskeið þar sem unnið er með skógarefni, greinar og trjáboli frá Efnisveitu Miðstöðvar útivistar og útináms. Að smíða og skapa eitthvað úr náttúrulegu efni gefur okkur beina tengingu við umhverfi okkar og virkjar oft ímyndunaraflið. Skapaðir verða skemmtilegir munir þar sem þátttakendur fá að upplifa það að smíða og skapa hluti beint úr skógarafurðunum. Það er skemmtileg leið að útinámi og umræðum um sjálfbæra þróun og nýtingu skógarafurða.

Leiðbeinandinn er Björn Steinar Blumenstein sem er menntaður vöruhönnuður og hefur mikla reynslu og þekkingu á bæði efni og tækni. Hann hefur tekið þátt í hönnunarsýningum og haft verk og muni til sýnis og sölu.

Smíði og handavinna er oftast stunduð innandyra og nemendur hafa oft og tíðum ekki mikil tengsl við uppruna efnisins sem unnið er með. En þegar nemendur fá tækifæri til að vinna beint úr náttúrulegu efni myndast nýtt sjónarhorn sem getur stuðlað að þroskaðri umhverfisvitund. Börnum finnst gaman að föndra og tálga úr
trjágreinum og þetta námskeið gefur kennurum tækifæri til að kynna sér fyrstu skrefin til að leiðbeina nemendum á þessu sviði.

Kennari er Björn Steinar Blumenstein sem hefur mikla reynslu og þekkingu á bæði efni og tækni.
Hvenær: 13. ágúst kl. 10:00 – 14:00
Hvar: Hlöðunni við Gufunesbæ
Þátttökugjald: 4.000 kr.
This form was created inside of Reykjavíkurborg. Report Abuse