Kjarnakonur vor 2018
Sæl og vertu velkomin í hópinn Kjarnakonur!!

Eftirfarandi spurningar eru grunnupplýsingar ásamt ásamt stuttri lýsingu á eigin reynslu/getu, lýsingu á hesti sem stefnt er með á námskeiðið og upplýsingar um væntingar/markmið svo að þú fáir sem mest út úr námskeiðinu.

------------

Þá styttist í gleðina og hefst námskeiðið Kjarnakonur þann 14. maí og stendur til 8. júní.

Námskeiðið er sett upp á eftirfarandi hátt:

Verklegt 2x í viku: unnið er út frá getustigi og markmiði hverrar og einnar. Dagskráin verður fjölbreytt og skemmtileg.

Bóklegt/opinn tími/sýnikennsla/útreiðar 1-2x í viku: fyrirlestrar, reiðtúrar, sýnikennslur, líkamsrækt og kynningar og auðvitað almenn gleði!

Hver vika hefur sitt þema og munum við styðjast við þjálfunarstigann i uppsetningu og skipulagi á kennslu. Þannig munum við vinna með uppbyggjandi æfingar fyrir hest og knapa bæði í hendi og á baki.
Það verða mismuanndi æfingar sem verða lagðar fyrir hópana eftir því hvar bæði hestur og knapi eru stödd í þjálfun. Allt frá því að létta svörun hests í gegnum A-B æfingar upp í að ríða krossgang, sniðgang og lokaðan sniðgang.

Námskeiðið er jafnframt krefjandi og skemmtilegt! Þetta er tilvalið tækifæri fyrir konur sem vilja auka færni sína, tileinka sér hagnýtar aðferðir og njóta hestamennskunnar í hópi góðra kvenna.

Tímasetningar munu skýrast á næstu 2 - 3 dögum. Kennsla fer fram á virkum dögum og hefst eftir kl 16.30. En sennilegir dagar eru:
Mánudagur: Bóklegt / opinn tími
Fákur: Reiðtímar á þriðjudögum og fimmtudögum
Sörli: Reiðtímar á miðvikudögum og föstudögum.
Ath. stakir viðburðir gætu lent á helgum.


Verð: 37.500.-

Hlökkum mikið til sumarsins

Kv. Sif og Karen

Ég er í: *
Nafn *
Your answer
Kennitala *
Your answer
Símanúmer *
Your answer
Netfang *
Your answer
Reynsla
Your answer
Ég geri mér grein fyrir og samþykki að í reiðtímum, sem og í reiðtúrum sem tengjast námskeiðinu, er ég á eigin ábyrgð. *
Ég er Kjarnakona og ég er ÆÐI! *
Submit
Never submit passwords through Google Forms.
This content is neither created nor endorsed by Google. Report Abuse - Terms of Service - Additional Terms