📅 13. mars ⏰ 17.00-18.30
📍 Tónlistarskólinn á Akureyri, Hofi, Strandgötu 12, 600 Akureyri
Tónlistarmiðstöð, í samstarfi við SSNE, stendur fyrir fræðsluviðburði á Akureyri til að kynna starfsemi sína og þá þjónustu og stuðning sem tónlistarfólk og fólk sem starfar í íslenskum tónlistargeira getur sótt til hennar. Að auki verður kynning á endurgreiðslum vegna hljóðritunar á tónlist á Íslandi og nýjum og efldum Tónlistarsjóði sem Tónlistarmiðstöð annast fyrir hönd Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytis en næsti umsóknarfrestur sjóðsins er 15. apríl nk. Við hverjum öll sem koma að tónlist að fjölmenna og fræðast um hlutverk miðstöðvarinnar og hvaða aðstoð hún getur veitt.
Kaffi og með því!