Tónaflakk // Tónlistarmiðstöð á Akranesi

📅 7. október kl. 17:00
📍 Tónlistarskólinn á Akranesi

Tónlistarmiðstöð í samstarfi við Samtök Sveitarfélaga á Vesturlandi stendur fyrir fræðsluviðburði í Tónlistarskólanum á Akranesi þann 7. október klukkan 17.00. Þar munu María Rut, framkvæmdastjóri tónlistarmiðstöðvar og Anna Rut, verkefnastjóri kynna starfsemi miðstöðvarinnar og þann stuðning sem tónlistarfólk og fólk sem starfar í íslenskum tónlistargeira getur sótt til hennar. Að auki verður kynning á endurgreiðslum vegna hljóðritunar á tónlist á Íslandi og nýjum, svokölluðum upptökustuðningi, og efldum Tónlistarsjóði sem Tónlistarmiðstöð annast fyrir hönd Menningar-, nýsköpðunar- og háskólaráðuneytið.

Dagskrá:

Tónlistarmiðstöð: Meðal hlutverka hennar er að efla og kynna íslenska tónlist á alþjóðavettvangi, tengja íslenskt tónlistarfólk við erlenda markaði og veita ráðgjöf og stuðning til tónlistarfólks og annarra sem starfa í íslenskum tónlistargeira. Upplýsingar á icelandmusic.is

Tónlistarsjóður: Sjóðurinn veitir styrki til íslensks tónlistarfólks og verkefna með það að markmiði að styðja við þróun tónlistargeirans, efla útgáfu, tónlistarflutning og kynningu á íslenskri tónlist bæði heima og erlendis. Upplýsingar á icelandmusic.is/tonlistarsjodur.

Upptökustuðningurinn: Tónlistarfólk getur sótt um endurgreiðslu á kostnaði vegna hljóðritunar á tónlist á Íslandi frá Menningar- og viðskiptaráðuneytinu. 80% eða meira af kostnaði þarf að hafa fallið til á Íslandi og hægt er að sækja um endurgreiðslu á 25% af kostnaði. Upplýsingar á https://www.icelandmusic.is/endurgreidsla-vegna-hljodritunar

Hlökkum til að sjá ykkur! 

Sign in to Google to save your progress. Learn more
Nafn *
Netfang/Email *
Submit
Clear form
Never submit passwords through Google Forms.
This form was created inside of Iceland Music.

Does this form look suspicious? Report