Handboltafjör í vetrarfríi fyrir 1.-4. bekk - mán. 24. október [ókeypis]
Kæru foreldrar og forráðafólk,

Ég heiti Sveinn Þorgeirsson og fer fyrir verkefni í vinnslu sem heitir Handbolti á heimavelli (nánar á www.handboltiaheimavelli.com). Markmiðið er að búa til kennsluefni fyrir skólaíþróttir og hefur hlotið styrk frá Þróunarsjóði námsgagna. Afurðir verkefnisins eru myndskeið sem sýna leiki þar sem áherslan er á kast og grip.

Ég auglýsi hér með eftir áhugasömum börnum og forráðafólki þeirra um taka þátt í þessu verkefni með mér. Gott er að kynna sér neðangreindar upplýsingar og skrá sig til þátttöku og veita með því upplýst samþykki. 

Við bjóðum öll börn velkomin sem eru í 1.-4. bekk grunnskóla.

Að æfa handbolta er EKKI skilyrði NÉ kostur þar sem áherslan er á leiki sem eru hugsaðir fyrir breitt getustig. Því er ykkur velkomið að áframsenda þetta boð á foreldra barna á þessum aldri til þátttöku. Athugið að það getur þurft að takmarka fjölda skráninga.

Tökumaður með myndavél verður á staðnum til að taka upp það starf sem fram fer. Myndskeiðin munu sýna uppsetningu leikjanna og eru hugsuð fyrir íþróttakennara til að geta stillt upp kennslustundum byggðum á hugmyndum úr þessu verkefni.

Þátttaka er ókeypis gegn skráningu og samþykkt fyrir notkun á myndefni sem tekið verður upp á meðan á tímanum stendur. Líkt og með önnur rannsóknartengd verkefni er hægt að hætta við þátttöku á öllum stigum án þess að tilgreina þurfi nokkra ástæðu.

24. október í Fjölnishöllinni í Egilshöll
Yngri hópur (8.fl.) mætir kl. 9:00 í um 120 mínútur
Eldri hópur (7.fl.) mætir kl. 12:00 í um 120 mínútur

Það sem við lofum er eftirfarandi:
*120 mínútur af skemmtilegum æfingum og þrautum þar sem farið verður í leiki þar sem aðaláherslan er á kasti og gripi líkt og í handbolta undir handleiðslu reyndra þjálfara
*Létta hressingu í hléi milli æfingaþátta.

Ábyrgðarmaður verkefnisins er
Sveinn Þorgeirsson, doktorsnemi í íþróttavísindum, fyrirspurnum svarað á handboltiaheimavelli@gmail.com
Sign in to Google to save your progress. Learn more
Nafn forráðamanns (sem samþykkir neðangreinda skilmála) *
Símanúmer forráðamanns *
Tölvupóstur forráðamanns (til upplýsingagjafar og áminningar)
Nafn barns *
Aldur barns *
Ég samþykki að myndefni sem tekið verður upp á námskeiðinu 24. október verði notað og gefið út í tengslum við verkefnið Handbolti á heimavelli. Myndefni sem ekki fer í birtingu á miðlum verður eytt. Aðgangur að verkefninu er ókeypis á netinu og myndefnið verður ekki selt til þriðja aðila. Þátttaka er ókeypis og þátttakendur fá ekki greitt fyrir þátttökuna. Heimilt er að afturkalla þetta samþykki hvenær sem er í ferlinu án útskýringa. Nánar um verkefnið á síðunni www.handboltiaheimavelli.com *
Required
Submit
Clear form
Never submit passwords through Google Forms.
This content is neither created nor endorsed by Google. Report Abuse - Terms of Service - Privacy Policy