Menningarstofa Fjarðabyggðar mun halda kvöldnámskeið í myndlist í mars 2023.
Námskeiðin verða haldin í Neskaupstað, Eskifirði og Fáskrúðsfirði 7. – 30. mars og verða fjögur skipti á hverjum stað.
Á námskeiðinu verður farið í gegnum litafræði, formfræði og myndbygginu.
Kennt verður um áhrif lita, vægi forma og hlutfalla á fleti/rými, kynnst verður sjónrænum áhrifum þessa þátta og aðferðum við að nota þessa þekkingu meðvitað í útfærslum í átt að tilbúnu myndverki.
Leiðbeinandi er Hreinn J. Stephensen
Markmið er að þátttakendur munu öðlast leikni í að blanda og beita litum og formum til að ná fram mismunandi sjónrænum áhrifum til að byggja upp
myndverk/mynd/málverk.
_______________________________________________________________
NESKAUPSTAÐUR - Þórsmörk: Þriðjudagar í mars, 7. 14. 21. og 28. mars kl. 19:30 - 21:30
ESKIFJÖRÐUR - Valhöll: Miðvikudagar í mars, 8. 15. 22 og 29. mars kl. 19:30 - 21:30
FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR - Grunnskóli Fáskrúðsfjarðar: Fimmtudagar í mars, 9. 16. 23. og 30. mars kl. 19:30 - 21:30
MIKILVÆGAR UPPLÝSINGAR
Verð: 8000 kr.Fjöldi þátttakenda á hverjum stað: 10
Aldur: 16 ára og eldri. Yngri en 16 ára er velkomið að taka þátt í fylgd með fullorðnum.
Leiðbeinandi: Hreinn J. Stephensen.
Hreinn er Norðfirðingur, verkefnastjóri hjá Menningarstofu Fjarðabyggðar og menntaður
myndlistarmaður. Hann hefur kennt, starfað og haldið sýningar á Íslandi og
Norðurlöndunum og víðsvegar um evrópu.
Efni: Menningarstofa útvegar það efni sem notast verður við á námskeiðinu, en nemendur þurfa að mæta með hringfara, ritföng og reglustiku.
Frekari upplýsingar veitir Hreinn J. Stephensen: hreinn.stephensen@fjardabyggd.is eða í síma 839-1970