Limrur á servíettum
Skráning á heiðurslista

Nokkrir ættingjar Þorsteins Valdimarssonar, skálds, hafa tekið sig saman um að gefa út einstakt bókverk sem inniheldur limrur skáldsins er hann skildi eftir sig ritaðar á servíettur. Þessar limrur komu fyrst fyrir almenningssjónir á sýningu sem Bókasafn Kópavogs hélt um ævi hans og störf haustið 2018 í tilefni af aldarminningu skáldsins. Verðskulduð athygli sem sýningargestir sýndu limruservíettunum varð ættingjum skáldsins m.a. hvatning til þess að gefa þær út.

Þorsteinn hafði einkar fagra rithönd og gerði hann það sér til gamans að skrifa limrur sínar á servíettur. Þannig er hver servíetta skáldsins listaverk. Í þessari bók, Limrur á servíettum, eru nákvæmar eftirprentanir af þeim 43 limrum sem hann hafði ritað niður á þurrkurnar. Tíu þeirra birtust áður í bók hans, Limrum, árið 1965 en 33 hafa ekki áður birst á prenti og er því fengur af þeim fyrir þá sem unna bragarhættinum. Trausti Þorsteinsson og Þorsteinn Gunnarsson rita Inngang bókarinnar, Unnar Erlingsson sá um hönnun og umbrot og bókaútgáfan Skrudda gefur hana út.

Limrurnar 33 sem í bókinni birtast í fyrsta sinn eru margar til vitnis um hve gott vald skáldið hafði á móðurmálinu og rími og í þeim kennir margra grasa, allt frá dægurumræðu til stjórnmálalegra og heimspekilegra hugleiðinga. Þær eru oft fullar af gáska og orðaleikjum fremur en alvöru, flestar hverjar hæfilega léttruglaðar að hætti bresku hefðarinnar eins og fyrri limrur skáldsins.

Til að tryggja fjármögnun verksins er ættingjum og velunnurum skáldsins boðið að kaupa bókina fyrir fram á 6.000 krónur og skrá sig á heiðurslista (Tabula Honoraria). Þau sem vilja nýta sér þetta boð eru beðin um að skrá sig hér fyrir neðan. Við skráningu þarf að koma fram fullt nafn greiðanda, nafn/nöfn eins og það á að birtast á heiðurslista og fjöldi eintaka sem óskað er eftir að kaupa. 

Frestur til að skrá sig á heiðurslistann rennur út 10. desember nk.

Sign in to Google to save your progress. Learn more
LIMRUR á servíettum - Þorsteinn Valdimarsson
Fjöldi eintaka *
Veldu fjölda eintaka sem þú hefur hug á að panta
Nafn (nöfn) eins og það á að birtast á heiðurslista *
Nafn greiðanda *
Kennitala *
Netfang *
Heimilisfang *
Póstnúmer og bæjarfélag *
Sími *
Annað sem þarf að koma fram?
Nánari upplýsingar
Ef það er eitthvða sem ekki er skýrt eða þú vilt spyrja nánar út í verkið, hafðu þá samband við Trausta Þorsteinsson (trausti@ismennt.is) eða Þorstein Gunnarsson (thorsteinn1953@gmail.com). Einnig getur þú heimsótt síðu skáldsins á Facebook Aldarafmæli skálds.
Submit
Clear form
Never submit passwords through Google Forms.
This content is neither created nor endorsed by Google. Report Abuse - Terms of Service - Privacy Policy