Páskaeggjasyrpa Nóa Síríus & TR
Páskaeggjasyrpa Nóa Síríus og Taflfélags Reykjavíkur hefur slegið rækilega í gegn undanfarin ár og hefur mikill fjöldi barna tekið þátt í mótum syrpunnar. Páskaeggjasyrpan í ár hefst sunnudaginn 26.mars er fyrsta mótið verður haldið. Næsta mót verður haldið 2.apríl og hið þriðja í röðinni fer fram 9.apríl. Öll mótin eru á sunnudegi og hefjast klukkan 13. Mótin í ár verða reiknuð til alþjóðlegra hraðskákstiga.

Keppt verður í tveimur flokkum, 1-3.bekk (og yngri) og 4-10.bekk. Sjö umferðir verða tefldar í hverju móti með 5 mínútna umhugsunartíma á mann og bætast 3 sekúndur við tímann eftir hvern leik (5+3). Páskaegg verða í verðlaun á hverju móti sem og fyrir þrjú efstu sætin samanlagt í hvorum flokki mótanna þriggja. Einnig verða verðlaunapeningar veittir fyrir þrjú efstu sætin í hvorum flokki á hverju páskaeggjamóti.

Allir sem taka þátt í minnst tveimur af þremur mótum Páskaeggjasyrpunnar fá páskaegg í verðlaun fyrir þátttökuna og verða þau afhent í lok þriðja mótsins.

Taflfélag Reykjavíkur og Nói Síríus hlakka til að sjá ykkur á PÁSKAEGGJASYRPUNNI 2017!

Skráðir keppendur:
https://docs.google.com/spreadsheets/d/14GCi7Eq4PREwujfNKwu0LusNBinLCjDCOPydugEwTrQ/edit#gid=394096275

Nafn
Your answer
Kennitala
Your answer
Mót
Required
Submit
Never submit passwords through Google Forms.
This content is neither created nor endorsed by Google. Report Abuse - Terms of Service - Additional Terms