Skráning á námskeið í Sögum, verðlaunahátíð barnanna fyrir grunnskólakennara (miðstig), starfsfólk frístundamiðstöðva og bókasafna
Námskeið um Söguverkefnið fyrir fólk sem starfar með börnum í 3. til 7. bekk fer fram fimmtudaginn 19. september á milli 14:30 og 15:10. Á námskeiðinu munu þær Ingibjörg Ösp Óttarsdóttir, Blær Guðmundsdóttir og Eva Rún Þorgeirsdóttir fara yfir kennsluaðferðir og skemmtilegar leiðir til þátttöku í verkefninu.
Um Sögur: Sögur hvetja börn til að skapa á íslensku og er verkefnið skipulagt í samstarfi margra stofnana sem allar vinna að barnamenningu og sköpun. Börn á aldrinum 8-12 ára fá tækifæri að spreyta sig á sögugerð og sögur þeirra geta birst í formi leikrita, laga og texta, stuttmynda og smásagna svo dæmi séu tekin, allt eftir því hvað heillar hverju sinni. Markmið verkefnisins er að auka áhuga barna á sögugerð á fjölbreyttu formi, sýna börnum að hverju hugmyndir þeirra geta orðið og upphefja þannig barnamenningu á Íslandi.