Halló hamingja!
Fullbókað er á námskeiðið.

Markhópur: Ætlað fyrir þau sem vilja nýta skemmtilega leiki og æfingar markvisst til að efla sjálftraust barna, seiglu og tilfinningagreind á skemmtilegan hátt í skólatómstundastarfi. Námskeiðið hentar vel kennurum og starfsfólki sem starfa með börnum sem gætu þurft á stuðningi á að halda eftir eftir áföll, missi, einelti, (ofbeldi) eða búa við erfiðar aðstæður eða upplifa almenna vanlíðan sem flokkast ekki sjúkleg.

Á námskeiðinu kynnum við hugmyndir af verkefnum, leikjum og æfingum sem hægt er að nýta í samveru. Farið verður í hvernig líðan barnsins tengist líkamsstarfsemi þess og hvernig við getum nýtt það til að stuðla að bættri líðan. Verkefnin sem kynnt verða eru sniðin til að þroska tilfinningagreind barnanna bæði til að þau geri sér grein fyrir tilfinningum sínum og annarra og byggi þannig meðvitað upp styrk og góð samskipti og seiglu.

Markmið námskeiðsins: er að stuðla að aukinni vellíðan og seiglu skólabarna með að þjálfa tilfinningagreind þeirra og meðvitund um eigin líðan og hvernig þau geta nýtt leiki til að bæta líðan sína.
This form was created inside of Reykjavíkurborg. Report Abuse