Fullorðinsnámskeið Skákskóla Íslands 2019
Námskeiðið er í boði fyrir 25 ára og eldri og eru kennslustundir alls 6. Kennt er einu sinni í viku á fimmtudögum kl. 19:30-21:30 í húsnæði Skákskóla Íslands, Faxafeni 12. Verð er 12.000.-
Námskeiðið hefst fimmtudaginn 10. okt. og lýkur fimmtudaginn 14. nóv.

Námskeiðið er í umsjón Ingvars Þórs Jóhannessonar og Sigurbjörns Björnssonar.

Umfjöllunarefnin verða af ýmsum toga og reynt er að hafa efnið fjölbreytt og skemmtilegt. Námskeiðið nú er sjálfstætt framhald af sambærilegu námskeiði sem var haldið síðasta vor sem þýðir að bæði þeir sem sóttu það námskeið, sem og aðrir, geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Upplagið er að fyrri partur hvers tíma sé kennsla og seinni hlutinn hraðskák.

Dæmi um umfjöllunarefni sem kennarar námskeiðsins munu undirbúa eru: Peðsleikir Kasparovs, að berjast um frumkvæðið, taktík í endataflinu o.s.fr.
Nafn
Your answer
Netfang
Your answer
Kennitala *
Your answer
Submit
Never submit passwords through Google Forms.
This content is neither created nor endorsed by Google. Report Abuse - Terms of Service