Bikarsyrpa TR 2019-2020: Mót 4
Einungis börn á grunnskólaaldri (fædd árið 2004 eða síðar) sem ekki hafa náð 1600 alþjóðlegum skákstigum geta tekið þátt í mótum Bikarsyrpunnar. Þannig er styrkleikamunurinn minni en ella og börnin njóta þess betur að tefla. Tímamörkin eru jafnframt styttri, og henta börnum betur en langar 90 mínútna skákir sem tíðkast á hefðbundnum kappskákmótum fullorðinna. Mótin uppfylla öll skilyrði Alþjóða skáksambandsins FIDE og eru reiknuð til alþjóðlegra skákstiga.

Fjórða mót Bikarsyrpunnar hefst föstudaginn 7. febrúar og stendur til sunnudagsins 9. febrúar. Tefldar eru 7 umferðir eftir svissnesku kerfi. Tímamörk eru 30 mínútur + 30 sekúndur á hvern leik og geta skákirnar því varað í allt að tvær klukkustundir. Þó svo mikilvægt sé að börnin vandi sig og noti tímann vel, þá má gera ráð fyrir að margar skákir taki mun styttri tíma.

Dagskrá:

1. umferð: 7. febrúar kl. 17.30 (fös)
2. umferð: 8. febrúar kl. 10.00 (lau)
3. umferð: 8. febrúar kl. 13.00 (lau)
4. umferð: 8. febrúar kl. 16.00 (lau)
5. umferð: 9. febrúar kl. 10.00 (sun)
6. umferð: 9. febrúar kl. 13.00 (sun)
7. umferð: 9. febrúar kl. 16.00 (sun)

Verðlaunaafhending fer fram strax að lokinni 7. umferð.

Tvær yfirsetur (bye) eru leyfðar í umferðum 1-5 og fæst 1/2 vinningur fyrir hvora yfirsetu. Merkja skal við fyrirhugaðar yfirsetur í neðangreindu skráningarformi. Annars skal tilkynna skákstjóra um yfirsetu við upphaf umferðarinnar á undan.

Sjálfkrafa tap dæmist á keppanda sem mætir á skákstað 15 mínútum eða meira eftir að viðkomandi umferð hefst.

Þátttökugjald í mótið er 1.500kr. Börn sem eru félagar í TR greiða ekki þátttökugjald.

Skráðir keppendur:
https://docs.google.com/spreadsheets/d/1yUlcnWkn7S_cqzstEwy9v0MxYWNL8wgwITI3Fx8b7XI/edit?usp=sharing
Fullt nafn *
Your answer
Fæðingarár *
Your answer
Yfirsetur
Hægt er að sleppa 2 skákum í 1.-5. umferð ef þess er óskað. 1/2 vinningur fæst fyrir hvora yfirsetu. Ég vil taka yfirsetu í:
Your answer
Símanúmer *
Your answer
Netfang *
Your answer
Submit
Never submit passwords through Google Forms.
This content is neither created nor endorsed by Google. Report Abuse - Terms of Service - Privacy Policy