Skráning á Bandamanna ZOOM-námskeið NÓVEMBER 2021
BANDAMENN, NÁMSKEIÐ FYRIR KARLA SEM VILJA BEITA SÉR Í BARÁTTUNNI GEGN KYNBUNDNU OFBELDI.
NET- NÁMSKEIÐ klukkan 9:00 til 12:00
Hópurinn hittist tvisvar sinnum, á eftirfarandi dagsetningum:
Fimmtudagana 4. og 11. nóvember (verkefni á milli skipta)
Mikilvægt er að mæta bæði skiptin.
ÞÁTTTÖKUGJALD: 15.000 kr, 5000 kr fyrir námsfólk.
STAÐSETNING: Net-námskeið í gegnum ZOOM.

Námskeiðið er hugsað fyrir karla sem vilja taka virkari þátt í baráttunni gegn kynferðisofbeldi, nánar tiltekið ofbeldi karla gegn konum, kynseginn einstaklingum og öðrum jaðarsettum hópum.

ATHUGIÐ: Námskeiðið er ekki hugsað sem vettvangur eða stuðningshópur fyrir gerendur ofbeldis eða til að takast á við eigin skaðlega hegðun gagnvart öðrum. Fyrir það mælum við eindregið með að kíkja á þá tengiliði sem koma fram á þessari síðu: https://www.112.is/er42vhscg4/YKOkeRAAACIA6FAB
Einnig er þjónusta í boði fyrir einstaklinga sem beita ofbeldi í nánum samböndum:
https://heimilisfridur.is/

Um er að ræða ítarlegt námskeið fyrir karla, um kynferðisofbeldi gegn konum. Lögð er áhersla á að skoða fjölbreytt viðfangsefni sem varða þennan málaflokk og skapa þar með uppbyggilegar umræður með það að leiðarljósi að skoða hvernig hægt er að virkja stráka og karla í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi. Dagskráin er fjölbreytt með margskonar fyrirlestrum, hugarflæðis-vinnu, heimildamyndum, æfingum og umræðum. Námskeiðið er haldið af starfsfólki Stígamóta. Stígamót eru femínísk samtök og efnistök námskeiðsins eru byggð á reynslu samtakanna af baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi. Námskeiðið er fyrir karla 18 ára og eldri.

Nánari upplýsingar veitir Hjálmar G. Sigmarsson ráðgjafi á Stígamótum á netfanginu: hjalmar@stigamot.is
Nafn: *
Netfang: *
Aldur: *
Af hverju hefur þú áhuga á að taka þátt í námskeiðinu? (merkið við ALLT sem á við) *
Required
Annað sem þú vilt að komi fram:
Submit
Never submit passwords through Google Forms.
This content is neither created nor endorsed by Google. Report Abuse - Terms of Service - Privacy Policy