Fróðir foreldrar: Mér er illt í maganum, má ég vera heima í dag?
SKRÁNINGAREYÐUBLAÐ /
------------------------------------------
Samstarfshópur foreldra, ungmenna, frístundamiðstöðvar, þjónustumiðstöðvar og íþróttafélaga í Miðborg, Hlíðum og Vesturbæ kynna fyrsta fræðsluerindið undir yfirskrift Fróðra foreldra. Fræðsluerindin eru fyrir foreldra barna og unglinga í 1. - 10. bekk í Miðborg, Hlíðum og Vesturbæ. Fyrsta erindið verður þann 1. nóvember kl. 20.00 - 22.00 í Iðnó og fjallar um kvíða.

Dagskráin frá kl. 20.00 - 22.00:

Stuðboltar – forvarnir gegn kvíða (Unnur Tómasdóttir forstöðukona í frístundaheimilinu Eldflauginni)
Stuðboltar eru hópverkefni fyrir börn sem hafa of miklar áhyggjur. Það hófst árið 2014 og börnin sem hafa tekið þátt hafa sýnt miklar framfarir. Unnur ræðir um verkefnið og gefur góð ráð til foreldra ungra barna.

Hvað er kvíði? - HUGRÚN, geðfræðslufélag hjúkrunarfræði-, læknisfræði- og sálfræðinema.
HUGRÚN mun fjalla um geðheilbrigði og hvernig tala á um kvíða við unglinga og ungmenni.

Hagnýt ráð í uppeldi barna með kvíða - Kolbrún Karlsdóttir, sálfræðingur hjá þjónustumiðstöð Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða
Kolbrún mun fjalla um góðar leiðir til að vinna með börn með kvíða, bæði í uppeldi sem og námi.

Svavar Knútur segir sína sögu og leikur tónlist

Í lokin verða spurningar, spjall og umræður með þátttöku fyrirlesara.

Fræðslukvöldinu stjórnar Þorsteinn Guðmundsson leikari.


Nafn
Your answer
Netfang
Your answer
Hverfi
Required
Ég á barn í
Required
Þarftu túlk? // Zaznacz, jeśli potrzebujesz tłumacza // Need translation?
Submit
Never submit passwords through Google Forms.
This content is neither created nor endorsed by Google. Report Abuse - Terms of Service - Additional Terms