Árstíðir og dagar-lesskilningur
Það er gott veður. Það er 15° hiti úti. Laufin á trjánum eru græn og blómin eru falleg. Hvaða árstíð er þetta?
10 points
Það er enginn skóli í dag. Siggi heyrir að kirkjuklukkan slær. Allir eru í fríi og eftir mat ætlar fjölskyldan að fara að kaupa ís. Hvaða dagur er þetta?
10 points
Skólinn er að byrja. Þegar María og Birna ganga í skólann sjá þær laufblöðin detta af trjánum. Þau eru gul, brún og appelsínugul á litinn. Hvaða árstíð er þetta?
10 points
Logi er syfjaður. Hann nennir ekki að vakna til að fara í skólann. Hann fór til Reykjavíkur um helgina og kom seint heim í gærkvöldi. Þess vegna væri gott að sofa svolítið lengur. Hvaða dagur er þetta?
10 points
Það er kalt úti. Það er frost. Krakkarnir eru úti að búa til snjókarl. Hann er með hatt á höfðinu, nefið er gulrót og augun eru steinar. Hvaða árstíð er þetta?
10 points
"Þetta er skemmtilegur dagur" segir Katrín við Guðrúnu, vinkonu sína. Í dag förum við í heimilisfræði, sem mér finnst mjög skemmtileg og svo kemur helgin. Þá koma afi og amma í heimsókn til okkar. Hvaða dagur er þetta?
10 points
Það er gaman í sveitinni. Kindurnar eru úti á túni og litlu lömbin eru að fæðast. Það eru líka komin egg í hreiðrin hjá fuglunum. Hvaða árstíð er þetta?
10 points
Í gær var mánudagur. Krakkarnir voru glaðir að koma í skólann af því að allir fóru í sund. Á morgun er miðvikudagur. Hvaða dagur er í dag?
10 points
Í gær var föstudagur. Í dag er enginn skóli og Kári getur sofið lengur. Það getur hann líka gert á morgun. Kára finnst gott að sofa lengur og hvíla sig í tvo daga. Hvað köllum við þessa tvo daga, laugardag og sunnudag?
10 points
Núna er vikan hálfnuð. Þrír dagar eru búnir og það eru þrír dagar eftir. Hvaða dagur er í dag?
10 points
Submit
This content is neither created nor endorsed by Google. Report Abuse - Terms of Service