Tímaritið Skák 2017-18
Tímaritið Skák er nýkomið út og verður sent til þeirra sem greiddu áskriftargjald SÍ fyrir starfsárið 2017-18 á næstu dögum. Tímaritið telur tæplega 100 blaðsíður að þessu sinni og er stútfullt af fjölbreyttu efni. Ljóst er að mikið hefur verið lagt í blaðið og kann Skáksamband Íslands Mátum bestu þakkir fyrir vandaða vinnu.

Meðal efnis má nefna:

Arngrímur Þór Gunnhallsson skrifar um Stefán Kristjánsson.

Bragi Þorfinnsson fer yfir vegferð sína að stórmeistaratitlinum.

Friðrik Ólafsson helgar endataflsstúdíu minningu Guðmundar Arnlaugssonar.

Gunnar Björnsson, Ingvar Þór Jóhannesson og Björn Ívar Karlsson segja frá Ólympíuskákmótinu í Batumi og nýafstöðnum forsetakosningum FIDE.

Halldór Grétar Einarsson segir frá Íslandsmeistaratitli háskólakennarans Helga Áss Grétarssonar.

Ingvar Þór Jóhannesson segir frá GAMMA Reykjavíkurskákmótinu.

Pálmi Ragnar Pétursson talar um skákina á tímum skúrkanna.

Stefán Bergsson skrifar um skákæskuna.

Einar S. Einarsson segir frá Skáksögufélaginu. 

og margt fleira áhugavert!

Nánar um blaðið hér: https://wp.me/p9XKs0-12C

Þeir sem vilja fá blaðið geta skráð í forminu hér að neðan.

Blaðið kostar 5.000 krónur og er hægt að fá sent í pósti. Leggja skal inn á reikning 101-26-12763, kt. 5802569-5409.

Nafn *
Your answer
Kennitala *
Your answer
Netfang *
Your answer
Afhending *
Heimilisfang
Your answer
Póstnúmer
Your answer
Submit
Never submit passwords through Google Forms.
This content is neither created nor endorsed by Google. Report Abuse - Terms of Service