EKKI ER LENGUR TEKIÐ VIÐ PÖNTUNUM Á ÞESSU PÖNTUNARFORMI.!!
FARIÐ INN Á
WWW.GJOFTILALLRAKVENNA.IS TIL AÐ PANTA ÞAR Í VEFVERSLUN.
WWW.GJOFTILALLRAKVENNA.ISVið fögnum 90 ára afmæli Kvenfélagasambands Íslands sem stofnað var af framsýnum konum 1. febrúar 1930.
Að því tilefni efna kvenfélagskonur til stórsöfnunar til handa öllum konum um landið allt
Hnarreistar, fullar bjartsýni og uppfullar af arfleifð íslenskra kvenfélagskvenna stefnum við hátt á afmælisári.
Kvenfélagskonur selja armbönd og súkkulaði á árinu 2020 og safna fyrir tækjabúnaði og hugbúnaði honum tengdum, sem kemur til með að gagnast öllum konum um landið allt.
Um er að ræða mónitora og ómtæki, nýja eða uppfærða eftir því sem við á og rafrænar tengingar á milli landsbyggðar og LSH.
Slíkt myndi nýtast öllum konum hvort sem er við meðgöngu og fæðingu, eða skoðana vegna kvensjúkdóma. Stórkostlegur sparnaður til lengri tíma gæti falist í því að samtengja svona landið allt, að ekki sé nú talað um aukið öryggi fyrir konur, þægindarauka þar sem þær losna þá við löng ferðalög í öllum veðrum til Reykjavíkur, en geta þess í stað fengið skoðun og greiningu í heimabyggð, samtengdar okkar helstu sérfræðingum hverju sinni.
Verkefnið er stórt og mikið lagt undir, enda verkefnið bæði ærið og brýnt, og fellur vel að hugsjónum kvenfélagskvenna.
Kvenfélagskonur víða um land hafa vörurnar til sölu hjá sér. Einnig er hægt að panta hér og fá sent með póstinum eða sækja á skrifstofu KÍ í Kvennaheimilið Hallveigarstöðum, Túngötu 14.
Þú færð sendan reikning þegar pöntunin hefur verið tekin saman og millifærir upphæðina á söfnunarreikninginn: 513-26-200000 kt: 710169-6759
Athuga að póstkostnaður leggst við pöntun ef sent með póstinum.
Kærleikskveðja,
Afmælisnefndin
Hafið samband við Jenný á skrifstofu KÍ ef einhverjar spurningar vakna:
kvenfelag@kvenfelag.is eða í síma 5527430
Flettið á næstu síður til að panta.
ATH! Kvenfélög panta af öðru pöntunarformi: sendið póst á
kvenfelag@kvenfelag.is og Jenný sendir ykkur slóð á pöntunarform kvenfélaga.