Eftirfarandi könnun er til þess að athuga áhuga foreldra/forráðamanna í Hveragerði á skipulögðu starfi rafíþrótta fyrir börn og unglinga.
Fyrirhugað er að Frístundamiðstöðin Bungubrekka reyni með einhverju móti að svara þeirri þörf sem hefur myndast í kringum tölvuleiki og rafíþróttir meðal barna og unglinga í nútímasamfélagi.
Markmiðin væru þau sömu og hjá Rafíþróttasamtökum Íslands (RÍSÍ) sem er að skapa umhverfi sem felur í sér að rafíþróttir verði gilt áhugamál sem elur með sér jákvæða ávinninga fyrir iðkendur svo sem samvinnu, samskiptahæfni, viðbragðsflýti, vandamálalausn og hvers konar líkamlega þjálfun er stefnir að því að auka líkamlegt og andlegt atgervi, heilbrigði og hreysti ásamt fleiri ávinningum þegar þær eru stundaðar markvisst.
Margt þarf að hafa í huga áður en farið er af stað í svona umfangsmikið verkefni til þess að tryggja að allt sé gert rétt. Til þess að uppfylla þessi markmið er ekki nóg að vera með nokkrar tölvur og eitt herbergi heldur þarf að nálgast þetta sem heildstæða starfsemi.
Eitt skref í því ferli er að fá upplýsingar frá foreldrum/forráðamönnum varðandi áhuga á að nýta sér þjónustu rafíþrótta fyrir börn og unglinga.
Athugið að eftirfarandi könnun er nafnlaus.
Hafið samband i gegnum póstfangið
ingimar@hveragerdi.is vegna fyrirspurna tengda þessari könnun.
Hérna er aðgangur að heimasíðu RÍSÍ fyrir áhugasama:
https://www.rafithrottir.is/