Rafíþróttir / Áhugakönnun -  Frístundamiðstöðin Bungubrekka
Eftirfarandi könnun er til þess að athuga áhuga foreldra/forráðamanna í Hveragerði á skipulögðu starfi rafíþrótta fyrir börn og unglinga.

Fyrirhugað er að Frístundamiðstöðin Bungubrekka reyni með einhverju móti að svara þeirri þörf sem hefur myndast í kringum tölvuleiki og rafíþróttir meðal barna og unglinga í nútímasamfélagi.

Markmiðin væru þau sömu og hjá Rafíþróttasamtökum Íslands (RÍSÍ) sem er að skapa umhverfi sem felur í sér að rafíþróttir verði gilt áhugamál sem elur með sér jákvæða ávinninga fyrir iðkendur svo sem samvinnu, samskiptahæfni, viðbragðsflýti, vandamálalausn og hvers konar líkamlega þjálfun er stefnir að því að auka líkamlegt og andlegt atgervi, heilbrigði og hreysti ásamt fleiri ávinningum þegar þær eru stundaðar markvisst.

Margt þarf að hafa í huga áður en farið er af stað í svona umfangsmikið verkefni til þess að tryggja að allt sé gert rétt. Til þess að uppfylla þessi markmið er ekki nóg að vera með nokkrar tölvur og eitt herbergi heldur þarf að nálgast þetta sem heildstæða starfsemi.  

Eitt skref í því ferli er að fá upplýsingar frá foreldrum/forráðamönnum varðandi áhuga á að nýta sér þjónustu rafíþrótta fyrir börn og unglinga.

Athugið að eftirfarandi könnun er nafnlaus.

Hafið samband i gegnum póstfangið ingimar@hveragerdi.is vegna fyrirspurna tengda þessari könnun.

Hérna er aðgangur að heimasíðu RÍSÍ fyrir áhugasama: https://www.rafithrottir.is/

Sign in to Google to save your progress. Learn more
Myndir þú sem foreldri/forráðamaður hafa áhuga á því að nýta þér þjónustu í gegnum frístundamiðstöðina Bungubrekku sem myndi einblína á rafíþróttir? *
Ef greitt væri fyrir hverja klukkustund í starfi tengt rafíþróttum hvað værir þú tilbúin til þess að greiða? *
Ef ákveðið væri að vera með mánaðlegt gjald fyrir 8 æfingar í mánuði sem væru 60-90mín í hvert skipti, hvað værir þú tilbúin til þess að greiða? *
Er eitthvað sem þú villt koma á framfæri vegna mögulegs kostnað við iðkunar rafíþrótta?
Uppsetning og skipulag

Annar stór þáttur í því að stofna þessa þjónstu er allt sem tengist skipulagi og uppsetningu í daglegu starfi. Eins og; Hverjir hafa aðgang? Hverstu oft er þjónustan í boði? Með hvaða móti er þjónustan til staðar?

Eftirfarandi spurningar eru aðallega hugsaðar til þess að kortleggja hversu stóran hóp við gætum þjónustað og hvaða leiðir eru líklegar til ávinnings.
Frá hvaða aldri barna væri þú tilbúin að nýta þessa þjónustu og skrá þau til þátttöku? Athugið að þátttaka í rafíþróttum eftir aldri er jafn fjölbreytt eins og í öðrum íþróttum og hver aldur myndi fá viðeigandi þjónustu með tilliti til þess.
Hvernig fyrirkomulag myndir þú vilja sjá? Hér er hægt að haka í alla þá kosti sem þér lýst vel á og einnig bæta við öðrum hugmyndum af útfærslum.
Að lokum...
Í þessu loka skrefi gefst foreldrum/forráðamönnum kostur á að deila öllum hugmyndum, pælingum, áhyggjum eða spenning varðandi þetta verkefni.
Er eitthvað sem þú villt koma á framfæri til þeirra sem standa á bakvið þetta verkefni?
Submit
Clear form
Never submit passwords through Google Forms.
This form was created inside of Grunnskólinn í Hveragerði.

Does this form look suspicious? Report