Unglingameistaramót Reykjavíkur 2019
Unglingameistaramót Reykjavíkur, sem jafnframt er Stúlknameistaramót Reykjavíkur, fer fram sunnudaginn 17. mars í skákhöll T.R. að Faxafeni 12. Taflið hefst kl.14 og stendur til kl.18. Tefldar verða 7 umferðir eftir svissnesku kerfi með umhugsunartímanum 10 mínútur á skák, auk þess sem 5 sekúndur bætast við eftir hvern leik (10m+5s). Þátttaka er ókeypis. Mótið verður reiknað til alþjóðlegra atskákstiga.

Mótið er opið öllum börnum og unglingum, óháð taflfélagi eða búsetu, sem eru fædd árið 2003 eða síðar. Teflt verður í tveimur flokkum: opnum flokki og stúlknaflokki.

Verðlaun verða veitt fyrir þrjú efstu sætin í mótinu. Til viðbótar verða veitt verðlaun fyrir efsta sætið í öllum árgöngum í báðum flokkum (opna flokknum og stúlknaflokknum). Nafnbótina Unglingameistari Reykjavíkur 2019 hlýtur sá keppandi sem verður hlutskarpastur þeirra sem hafa lögheimili í Reykjavík eða eru meðlimir í reykvísku taflfélagi. Nafnbótina Stúlknameistari Reykjavíkur 2019 hlýtur sú stúlka sem verður hlutskörpust þeirra stúlkna sem hafa lögheimili í Reykjavík eða eru meðlimir í reykvísku taflfélagi.

Núverandi Reykjavíkurmeistarar eru Sæmundur Árnason og Freyja Birkisdóttir.

Upplýsingar um þegar skráða keppendur má nálgast hér: https://docs.google.com/spreadsheets/d/12ksYg-k-rNMWAchCPOiUd-jDaOe6v5CaQ1ZZ4oLZ6Kw/edit?usp=sharing

Nafn *
Your answer
Flokkur *
Submit
Never submit passwords through Google Forms.
This content is neither created nor endorsed by Google. Report Abuse - Terms of Service