Matreiðslunámskeið heima - Nammi og eftirréttir
Það eru tvö námskeið í boði.... Eftirréttir úr næringarríkum hráefnum og Næringarríkt nammi


Eftirréttir úr næringarríkum hráefnum... 3.des kl. 18.00-20.00 (fimmtudagur)


Langar þig að tríta þig og þína með gómsætum eftirréttum sem eru búnir til úr næringarríkum hráefnum?

Matseðillinn:
Tíramísú terta (hægt að gera súkkulaði ef þú ert elskar ekki kaffi)
Marmarabitar
ÍS - val um að gera súkkulaði eða vanillu
Snickers bitar

Námskeiðinu fylgja uppskriftir af fleiri eftiréttum sem þið getið dúllast við heima.
Við förum yfir hráefnin, trixin og hvernig þið getum breytt og bætt til að fullkomna ykkar útgáfu.


Næringarríkt nammi... 9.des kl. 18.00-21.00 (miðvikudagur)


Þetta er gamla góða konfektnámskeiðið sem er búið að vera mjög vinsælt í nokkur ár, ef þú hefur komið áður ertu samt sem áður velkomin því þú ert að fara framleiða nammi í eigin eldhúsi – hversu næs er að byrgja sig upp ?

Matseðillinn:
Gráfíkjukonfekt
Hnetukúlur / lakkrískúlur
Karamellukökubitar
Karamellukubbar
Súkkulaðiplata eftir eigin höfðiNámskeiðin kosta öll 4900 kr skiptið.

Ef 2 eða fleiri námskeið eru bókuð og borguð saman gef ég ykkur 15 % afslátt eða 4165 kr pr. námskeið.

Ég minni á að mörg stéttafélög greiða allt að 50 % tilbaka. Sendið mér tölvupóst á heilsumamman@gmail.com til að fá afrit af kvittun.


Vegna aðstæðna held áfram að koma með námskeiðið heim í eldhús til þín. Þú færð sendan innkaupalista, undirbúningsplan og uppskriftahefti. Þú færð svo sendan zoom link og leiðbeingar varðandi zoom.


Það fylgja því margir kostir að vera á matreiðslunámskeiði heima hjá sér.

# Þú þarft ekki að fara út úr húsi (t.d. ef veðrið er vont).
# Þú þarft ekki endilega að redda barnapössun.
# Þú getur boðið maka og/eða börnum að vera með þér í eldhúsinu án þess að borga aukalega.
# Þegar námskeiðinu lýkur ertu búin að búa til FULLT af mat sem þú átt sjálf(ur) til að njóta.
# Þú ert komin í gang í þínu eigin eldhúsi og því auðveldara að halda áfram næstu daga.

Allt sem við búum til er glúteinlaust, mjólkurlaust og án dýrapróteina svo þetta hentar nánast öllum sem vilja hreinan og góðan alvöru mat hvort sem þeir eru með einhver mataróþol, eru Vegan eða Paleo.

Innkaupalisti og undirbúingsplan ásamt uppskriftum er sent út nokkrum dögum fyrir námskeið.


Sjáumst :)
Email address *
Nafn
Hvaða námskeið viltu skrá þig á?
Clear selection
Hvar býrðu á landinu ? (Bara til gamans :) )
Clear selection
A copy of your responses will be emailed to the address you provided.
Submit
Never submit passwords through Google Forms.
reCAPTCHA
This content is neither created nor endorsed by Google. Report Abuse - Terms of Service - Privacy Policy