Reynsla af heimilisofbeldi
Takk fyrir að taka þátt í þessari könnun. Tilgangurinn er að kanna reynslu hinsegin fólks sem hefur upplifað heimilisofbeldi af því að leita sér aðstoðar.

Saman gegn ofbeldi er samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, Kvennaathvarfsins og Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu sem miðar að því að bæta viðbrögð við heimilisofbeldi. Sérstaklega hefur verið horft til þess að bæta þjónustu þegar hinsegin fólk verður fyrir heimilisofbeldi og hafa Samtökin '78 verið með í þeirri vinnu.

Það er mjög mikilvægt að heyra frá fólki sem hefur leitað sér aðstoðar vegna heimilisofbeldis til að heyra af reynslu þeirra og hvort eitthvað hefði mátt betur fara. Einnig er mjög mikilvægt að heyra frá fólki sem hefur ekki leitað sér aðstoðar, þó þess hefði kannski þurft, og fá að vita hvað stóð í vegi fyrir því.

Með heimilisofbeldi er átt við hvers kyns ofbeldi á milli skyldra eða tengdra, sama hvort að það átti sér stað inni á heimili eða ekki. Dæmi gæti verið ofbeldi milli maka, milli fyrrum maka/kærasta/kærustu, milli foreldris og barns eða systkina.

Þar sem stendur ,,other" er hægt að skrifa inn svar.

Ef einhverjar spurningar vakna eða ef þú vilt koma einhverju á framfæri vinsamlegast hafið samband við solveigros@samtokin78.is.

Tilheyrir þú hinsegin heiminum?
Hægt er að merkja við fleiri en einn valmöguleika hér
Kyn
Hægt er að merkja við fleiri en einn valmöguleika hér
Aldur
Hefur þú upplifað heimilisofbeldi eða ofbeldi í nánu sambandi?
Með heimilisofbeldi er átt við hvers kyns ofbeldi á milli skyldra eða tengdra, sama hvort að það átti sér stað inni á heimili eða ekki. Hugtökin ,,samkynja" og ,,gagnkynja" eiga ekki alltaf við, t.d. ef um er að ræða einstakling utan kynjatvíhyggjunnar - er þar hægt að nota valmöguleikann "annars konar hinsegin sambandi." Hægt er að merkja við fleiri en einn valmöguleika.
Ef þú valdir nei
Ef þú valdir ,,nei" þá þökkum við þér fyrir þátttökuna - þú getur ,,skrollað" neðst á síðuna og ýtt á ,,submit"
Hefur þú leitað þér aðstoðar vegna heimilisofbeldis eða ofbeldis í nánu sambandi?
Hægt er að velja fleiri en einn valmöguleika
Ef þú hefur leitað aðstoðar hjá frjálsum félagasamtökum, hver var þín upplifun?
Hefði eitthvað mátt betur fara í samskiptum þínum við félagasamtökin eða í þeirri þjónustu sem þú fékkst? Eða eitthvað sem þú vilt taka fram að gekk vel?
Your answer
Ef þú hefur leitað aðstoðar hjá lögreglunni, hver var þín upplifun?
Hefði eitthvað mátt betur fara í samskiptum þínum við lögregluna eða í þeirri þjónustu sem þú fékkst? Eða eitthvað sem þú vilt taka fram að gekk vel?
Your answer
Ef þú hefur leitað aðstoðar hjá félagsþjónustunni í þínu sveitarfélagi, hver var þín upplifun?
Félagsþjónusta er t.d. barnavernd eða þjónustumiðstöð
Hefði eitthvað mátt betur fara í samskiptum þínum við félagsþjónustuna eða í þeirri þjónustu sem þú fékkst? Eða eitthvað sem þú vilt taka fram að gekk vel?
Your answer
Ef þú hefur leitað til heilbrigðiskerfisins, hver er þín upplifun?
Til heilbrigðiskerfisins teljast t.d. heilsugæsla, Landspítali o.fl.
Hefði eitthvað mátt betur fara í samskiptum þínum við heilbrigðiskerfið eða í þeirri þjónustu sem þú fékkst? Eða eitthvað sem þú vilt taka fram að gekk vel?
Your answer
Ef þú hefur EKKI leitað þér aðstoðar, eða frestaðir því að leita þér aðstoðar, hverjar voru helstu ástæður þess?
Ef að þjónustuaðilar myndu kynna sérstaklega að þau tækju á móti hinsegin fólki, eða væru hinseginvæn, myndi það auka líkurnar á því að þú leitir til þeirra?
Mætti eitthvað betur fara hjá þjónustuveitendum í tengslum við heimilisofbeldi og hinsegin fólk?
Your answer
Er eitthvað annað sem þú vilt koma á framfæri?
Your answer
Á hvaða tímabili átti ofbeldið sér stað?
Hægt er að merkja við fleiri en einn valmöguleika, einnig ef um fleiri en eitt atvik er að ræða
Takk fyrir!
Takk kærlega fyrir að taka þátt í þessari könnun. Svar þitt er mikilvægt.

Að lokum minnum við á að ef þú býrð við ofbeldisaðstæður þá er hjálp í boði. Það er hægt að leita til eftirfarandi aðila:
- Ráðgjafarþjónusta Samtakanna '78 (hægt er að panta ráðgjöf á www.samtokin78.is)
- Bjarkarhlíð
- Stígamót
- Kvennaathvarfið
- Félagsþjónustan
- Lögreglan
- Heimilisfriður (aðstoð fyrir gerendur)
og fleiri.

Einnig er mikilvægt að leita sér aðstoðar þó að ofbeldið eigi sér ekki lengur stað.

Með kærri kveðju,
Samtökin '78

Submit
Never submit passwords through Google Forms.
This form was created inside of Samtökin 78. Report Abuse - Terms of Service