Bikarsyrpa TR 2017-2018: Mót 4
Fjórða mót Bikarsyrpunnar hefst föstudaginn 16. febrúar og stendur til sunnudagsins 18. febrúar. Tefldar eru 7 umferðir eftir svissnesku kerfi. Tímamörk eru 30 mínútur + 30 sekúndur á hvern leik og geta skákirnar því varað í allt að tvær klukkustundir. Þó svo mikilvægt sé að börnin vandi sig og noti tímann vel, þá má gera ráð fyrir að margar skákir taki mun styttri tíma.

Dagskrá:

1. umferð: 16. febrúar kl. 17.30 (fös)
2. umferð: 17. febrúar kl. 10.00 (lau)
3. umferð: 17. febrúar kl. 13.00 (lau)
4. umferð: 17. febrúar kl. 16.00 (lau)
5. umferð: 18. febrúar kl. 10.00 (sun)
6. umferð: 18. febrúar kl. 13.00 (sun)
7. umferð: 18. febrúar kl. 16.00 (sun)

Verðlaunaafhending fer fram strax að lokinni 7. umferð.

Tvær yfirsetur (bye) eru leyfðar í umferðum 1-5 og fæst 1/2 vinningur fyrir hvora yfirsetu. Tilkynna þarf skákstjóra um yfirsetu fyrir lok umferðarinnar á undan.

Sjálfkrafa tap dæmist á keppanda sem mætir á skákstað meira en 15 mínútum eftir að viðkomandi umferð hefst.

Þátttökugjald í mótið er 1.500kr. Börn sem eru félagar í TR greiða ekki þátttökugjald.

Sigurvegari mótsins hlýtur að launum bikar og þá hlýtur einnig efsta stúlkan í hverju móti bikar. Verðlaunapeningur eru veittur fyrir 2. sæti og 3. sæti. Sérstök verðlaun verða veitt næsta vor fyrir besta samanlagðan árangur, þar sem mest fjögur mót gilda; taflsett, skákklukka, 5.000kr bókainneign ásamt veglegum farandbikar. Þá verða veitt sérstök verðlaun fyrir besta samanlagðan árangur, þar sem mest fjögur mót gilda, fyrir börn sem eru félagar í TR, en það eru einkatímar hjá einhverjum af sterkustu skákmönnum félagsins; 1. sæti gefur 5 einkatíma, 2. sæti gefur 3 einkatíma og 3. sæti gefur 2 einkatíma.

Skráðir keppendur:
https://docs.google.com/spreadsheets/d/1mZN0Hvrt-i9Qz-da5Ouv5uSgbDIWNCTEBV4tO985oEc/edit?usp=sharing

Skákstjórn: Þórir Benediktsson, s. 867 3109, thorirbe76@gmail.com

Fullt nafn *
Your answer
Kennitala
Ef keppandi hefur ekki skákstig
Your answer
Fæðingarár *
Your answer
Your answer
Símanúmer *
Your answer
Netfang *
Your answer
Submit
Never submit passwords through Google Forms.
This content is neither created nor endorsed by Google. Report Abuse - Terms of Service - Additional Terms