Tillögur fyrir Dómnefnd Íslensku vefverðlaunanna 2018
Hverjir sitja í dómnefnd?

Vefakademían er á hverju ári skipuð einstaklingum með sérþekkingu og brennandi áhuga á vefmálum sem taka að sér að velja þá vefi sem hljóta íslensku vefverðlaunin. Dómnefndina skipa 7 aðilar sem starfa innan vefiðnaðarins, auk varamanna.

Leitast er við að hafa hópinn sem breiðastan þannig að reynsla og þekking á ólíkum sviðum sé sem mest. Litið er sérstaklega til þekkingar á viðmóti, vefhönnun, markaðssetningu á netinu, forritun, vefumsjón, vefstjórnun, og fleiri þátta er lúta að störfum innan vefiðnaðarins.

Mjög strangar reglur gilda um störf dómnefndar. Ef aðili í dómnefnd er tengdur vef/verkefni sem er tilnefnt til verðlauna, þá má sá hinn sami hvorki greiða atkvæði né taka þátt í umræðum þeirra flokka er vefurinn tengist. Sé dómari vanhæfur skal varamaður greiða atkvæði og taka þátt í umræðum þeirra flokka.

Next
Never submit passwords through Google Forms.
This content is neither created nor endorsed by Google. Report Abuse - Terms of Service