Opið netnámskeið um stafræna borgaravitund og ábyrga netnotkun: könnun um áhuga og áherslur?
Fyrirhugað er að bjóða upp á námskeið*, eitt eða fleiri, á netinu um stafræna borgaravitund (e. digital citizenship) og ábyrga netnotkun. Námskeiðið eða námskeiðin verða væntanlega í boði árið 2017, opið/opin öllum án þátttökugjalds en markhópar eru skólafólk, foreldrar og aðrir sem koma að uppeldi og menntun barna og unglinga.

Sérstaklega er litið til hönnunar námskeiðsins Samspil 2015 - UT átak Menntamiðju sem hugsanlega fyrirmynd um skipulag nýja námskeiðsins (sjá http://samspil.menntamidja.is/). Þessi spurningalisti er liður í undirbúningi fyrir hönnun og skipulag námskeiða af þessum toga og vonumst við eftir þátttöku sem flestra. Gögnum er ekki safnað undir nafni og verða fyrst og fremst nýtt í þarfagreiningu en niðurstöðum verður hugsanlega einnig komið á framfæri í greinum, skýrslum eða öðrum skrifum um verkefnið. Áætla má að svörun í þessari könnun taki um 5 til 10 mínútur.

*Samstarfsverkefni Menntavísindasviðs Háskóla Íslands (MVS HÍ), Rannsóknarstofu í upplýsingatækni og miðlun við HÍ, Menntamiðju (http://www.menntamidja.is), Heimilis og skóla (SAFT http://www.saft.is), 3f Félags um upplýsingatækni í menntun (http://www.3f.is) og Reykjavíkurborgar.

Next
Never submit passwords through Google Forms.
This content is neither created nor endorsed by Google. Report Abuse - Terms of Service - Additional Terms