Byrjendanámskeið fyrir krakka 8-12 ára
Konfúsíusarstofnunin Norðurljós mun bjóða upp á byrjendanámskeið í kínversku fyrir krakka.

Um er að ræða 10 skipta námskeið einu sinni í viku á laugardögum kl. 10:15 - 11: 45. Námskeiðið hefst 15. janúar 2022.

Kennt verður í Veröld – húsi Vigdísar, Brynjólfsgötu 1, 107 Reykjavík.

Námskeiðsgjald er 10.000 kr.

Kennari námskeiðsins er Snæfríður Grímsdóttir, aðjúnkt í kínverskum fræðum. Á námskeiðinu verður farið í grunnstef í kínversku talmáli og rittáknum. Áhersla verður á að hafa tímana skemmtilega og áhugaverða og mikið lagt upp úr leikjum og söng.

Snæfríður byrjaði að læra kínversku árið 2008 í Tævan og útskrifaðist síðar með BA gráðu í kínverskum fræðum frá Háskóla Íslands árið 2015. Hún stundaði skiptinám í kínversku við Peking háskóla árið 2015 og kláraði síðar kínverskunámskeið við King's College í London skömmu seinna. Snæfríður hefur nokkra reynslu af grunnskólakennslu en hefur einnig áður haldið fyrirlestra um Kína og kínverska tungu innan grunnskóla í Reykjavík.
Sign in to Google to save your progress. Learn more
Nafn þátttakenda / Name of participant *
Kennitala þátttakenda / ID number of participant *
Aldur þátttakenda / Age of participant *
Nafn forráðamanns / Name of guardian *
Símanúmer forráðamanns / Phone number of guardian *
Tölvupóstfang / Email *
Hvar fréttir þú af þessu námskeiði? / Where did you learn about this seminar? *
Athugasemdir? / Any thoughts?
Submit
Clear form
Never submit passwords through Google Forms.
This content is neither created nor endorsed by Google. Report Abuse - Terms of Service - Privacy Policy