Dagana 13.-15. nóvember 2025 verður
menntaveislan LÆRT haldin í Borgarnesi. LÆRT menntaveislan er ráðstefna fyrir kennara sem koma að kennslu raunvísinda- og tæknigreina (STEM) með áherslu á
tengslamyndun,
miðlun hugmynda og reynslu, og
starfsþróun í anda
Science on Stage Festival.
Á LÆRT verða menntabúðir þar sem kennarar kynna áhugaverðar hugmyndir og verkefni sem þeim hafa nýst í kennslu, vinnusmiðjur þar sem kafað verður dýpra í, og málstofur til að ræða málefni sem við fáum allt of sjaldan tækifæri til að ræða sem hópur. Já, og drjúgur tími til að spjalla og tengjast kollegum af öðrum vinnustað en sömu sýn.
Skráðu þig á LÆRT 2025 og náðu þér í faglega næringu með félögum þínum í kennslu!
Þátttakendur á LÆRT geta fengið gistingu á sérkjörum aðfaranætur föstudags og laugardags á
Hótel Vesturlandi, beint á móti Menntaskóla Borgarfjarðar þar sem ráðstefnan verður haldin. Eiginleg dagskrá LÆRT verður í boði á föstudeginum og fyrri hluta laugadags.
Ráðstefnugjald er 25.000 kr. en ráðstefnugestir með samþykktar vinnustofur fá lækkað ráðstefnugjald. Innifalið eru fordrykkur fimmtudagskvöldið, hádegismatur og kvöldmatur á föstudeginum, og hressing föstudag og laugardag. Vinsamlegast millifærið gjaldið á reikning Science on Stage Ísland:
- kt.: 711024-1150
- rn.: 0357-13-1035
- skýring: LÆRT - <nafn>
Hótelgisting er greidd sér og upplýsingar um greiðslu hennar send þátttakendum við lok snemmskránignartímabilsins (29. júní) þegar listi verður sendur hótelinu.