Gerast áskrifandi

Stærstu eigendur Smugunnar, Vinstri hreyfingin grænt framboð, Lilja Skaftadóttir og fleiri, hafa dregið sig út úr rekstrinum. Útgáfufélag Smugunnar, skipað þremur konum, Þóru Kristínu Ásgeirsdóttur, Lísu Kristjánsdóttur og Kolbrúnu Halldórsdóttur, fer með eignarhaldið og leitar nú leiða til að fjármagna reksturinn.

Smugan mun loka í byrjun maí 2013, en verður opnuð ef það finnast leiðir til að afla nægilegs fjár. Smugan er sjálfstæður vefmiðill og óháð markaðsöflunum og vill vera það áfram. Þess vegna leitum við fyrst til lesenda okkar og bendum á sérstaka styrktaráskrift Smugunnar. Með því að skrá þig fyrir 500 króna eða 1000 króna framlagi á mánuði gerist þú áskrifandi Smugunnar. Takist að safna nægilegum fjölda áskrifenda verður Smugan opnuð aftur í haust og þá verður haft samband við þá sem skrá sig til að virkja áskriftina. Áskrifendur geta hvenær sem er sagt upp áskrift.

    This is a required question
    This is a required question
    This is a required question
    This is a required question